Færsluflokkur: Dægurmál
27.9.2006 | 10:15
TRYGGÐU ÞIG!
Jæja þá hef ég lokið erindi mínu í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ) og gekk það bara glimrandi vel. Ég er auðvitað voða fegin að þetta er búið en líka stolt af sjálfri mér fyrir að hafa þorað þessu og tekið þetta að mér. Ég hefði að vísu viljað sjá fleiri í salnum en það var frekar léleg mæting. Kannski um 70 manns til að giska á eitthvað. Það vantar alveg að ungt fólk síni þessu málefni áhuga. Og þá er ég aðallega að tala um þá "heilbrigðu" því þú tryggir ekki eftir á eins og við komumst svo sannarlega að í gær. Því upplýsingafulltrúinn frá KB-líf sagði blákalt út að líklega fengjum við ekki tryggingu sem höfum nú þegar greinst með krabbamein. Hvert tilfelli er að vísu skoðað fyrir sig en að öllum líkindum fær hinn krabbameinsgreindi EKKI sjúkdómatryggingu, hnuss. Ég skil nú ekki alveg hvers vegna er þá ekki hægt að tryggja sig fyrir öllum öðrum sjúkdómum en krabbameini hafi maður greinst með það. Það eru svo margir aðrir sjúkdómar til sem vert er að tryggja sig fyrir. Og þeir eiga ekkert skylt með krabbameini. Ég vil að minnsta kosti hvetja allt ungt fólk til þess að fá sér sjúkdómatryggingu sem fyrst. Því það er mjög mikilvægt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagnum ofan á allt annað ef heilsan bregst. Svona, tsjop tsjop... allir út að kaupa tryggingu!!! Ja eða bara taka upp tólið
Spurning hvort eigi ekki bara að skylda alla til að fá sér sjúkdómatryggingu Þá borga bara allir í pottinn og þá er alltaf nóg til í pottinum því aðeins brotabrot þeirra sem tryggja sig þurfa síðan að nýta sér trygginguna. Líf- og sjúkdómatrygging er nú einmitt trygging sem maður borgar með glöðu geði en vonar að þurfa aldrei að nýta sér. Og það er bara HUNDFÚLT að vera ekki tryggður þegar og ef eitthvað kemur fyrir mann eins og kom nú einmitt í ljós hjá einum fyrirlesaranum í gær. Hann sagði sína sögu af því að greinast með krabbamein og hafa ekki tryggingu.
En jæja nóg um það. Allir löngu hættir að lesa örugglega. Já ég sé það núna að ég get ekkert hætt að blogga. Ég hef alltaf nóg að segja annað slagið svona. Bara spurning hvort einhver sé að lesa. Stundum finnst mér ég vera ein í heiminum hérna á vefnum því ég veit ekkert hverjir sjá þetta og hverjir ekki. Ef þið viljið ekki kvitta á kommentin hér þá er gestabók líka á síðunni
Við mæðgur erum heima núna því skutlan er með gubbupest. Ég þurfti að bregða mér frá á meðan ég skrifaði þessa færslu til að rétta henni skálina. Úff. "Æ mamma, af hverju þarf ég að gubba. Það er vont að gubba." Ég vona bara að þetta standi stutt yfir. Hún getur auðvitað ekkert borðað en drekkur vatn og eplasafa. Og er núna með home made klaka sem hún bryður. Það besta sem ég fékk þegar ég fékk gubbupest sem krakki var einmitt frostpinni og kók.
Heyrumst!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.9.2006 | 08:32
Þriðjudagur 26.september
Við hjónin eigum mánaðar brúðkaupsafmæli í dag. Gaman að því. Enda er maður svo þvílíkt frúarlegur núna að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð.
En jæja það er komið að því. Ég á að halda smá fyrirlestur í kvöld um gildi þess að vera með sjúkdómatryggingu þegar maður greinist með krabbamein. Ég væri að ljúga því ef ég segðist ekki hafa nokkur fiðrildi í maganum. Já nokkuð margar púpur bara því þau eiga sko örugglega eftir að klekjast út í kvöld. Spurning hvort ég verði kjaftstopp, hmmm? Ja það væri þá í fyrsta skipti. Púff!!!Ég er búin að setja helstu punkta niður á blað og svo vona ég bara að þetta blessist allt saman. Nú það verður þarna maður frá KB-líf svo að ég get hóað í hann ef ég lendi í vandræðum.
Wish me luckDægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.9.2006 | 20:45
Sunday bloody sunday
Nei hæ! Hvað segiði?
Ég hef bara E K K E R T að segja svo að ég veit eiginlega ekki til hvers ég er að blogga, huh Er alvarlega að spá í að fara að hætta að blogga. Hef einhvernveginn ekkert að segja lengur. Mig langar oft að segja svo miklu meira en ég læt svo frá mér. Er orðin eitthvað feimin við að tjá mig hérna. Stundum allavega.
Jú kannski segi ég ykkur eitthvað sniðugt í næstu viku. Aldrei að vita. Góðir brandarar eru vel þegnir hérna til að lífga upp á þetta.
Er annars að dreeeeepast úr harðsperrum. Fór í aðeins of langa og erfiða göngu á föstudaginn og kálfarnir mínir eru ekki að þola álagið Skrítið! Fór svo á bjórkúrinn á föstudagskvöldið. Það var ágætt. Takk fyrir plaggið Móa. Ég á eftir að lesa það betur. Það er í góðum höndum
Blessykkur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2006 | 22:27
Hvað er ég búin að koma mér út í...?
Formaður Krafts (félag fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur) hafði samband við mig og bað mig um að flytja stutt erindi á fundi á næsta þriðjudag um mikilvægi þess að vera með líf- og sjúkdómatryggingu. Þetta er sameiginlegur fundur stuðningshópa Krabbameinsfélags Íslands sem verður haldinn í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ) þriðjud. 26.september n.k. og nú á að taka Tryggingamálin fyrir. Nú ég sagði bara já já og ætla að skella mér í djúpu laugina. Vona bara að ég drukkni ekki
Ég á sem sagt að segja frá því að ég hafi verið með sjúkdómatryggingu þegar ég greindist með krabbamein og hversu mikils virði það er að hafa þessa tryggingu. Ja hérna... fer ég ekki bara létt með það? Hmmm jú jú það hlýtur að vera. Ég fór nú á þennan fund í fyrrahaust líka (hann er haldinn árlega fyrir öll aðildarfélögin innan KÍ) og þetta eru nú ekki nema kannski 150 manns ... eða eitthvað svoleiðis. Maður veit auðvitað aldrei hversu margir mæta en ég segi bara eins og ein ágætis frænka mín: "Hva, þú ferð nú létt með þetta. Ekki nema rétt rúmlega 100 manns. Það þarf ekkert að stressa sig yfir því er það?" Hí hí hí... þetta sagði mín nefninlega þegar sumir voru að missa sig yfir veislustjórn einhversstaðar í sumar... nefni engin nöfn
Já þetta var nú fyrri fréttin gott fólk. Hin kemur vonandi innan tíðar en þó líklega ekki fyrr en eftir mánaðarmót því þá kemur ýmislegt á hreint varðandi ýmislegt og hvort ýmislegt fari fram hjá ýmsum um hin ýmsu mál... eða þannig Bla bla bla. Say no more!
15.9.2006 | 21:40
Hvað skal segja...
Jæja þá er ég byrjuð í Krakkaborg og gengur það ljómandi vel. Ekki nema 11 börn á deildinni svo þetta er aðeins minna um sig en ég er vön úr Árbæ. Við erum allar nýjar á deildinni svo hún er í mótun hjá okkur og það er bara gaman Spennandi tímar framundan, Haustþing leikskóla Suðurlands á næsta föstudag og þá hittir maður fullt fullt af fólki úr hinum leikskólunum líka. Alls kyns fyrirlestrar í boði og margir mjög áhugaverðir. Ég man að ég fór í fyrrahaust á þingið. Fór þá á milli lyfjagjafa og var rosalega glöð og ánægð að hafa komist á það. Fórum einmitt heim til einnar úr Árbæ um kvöldið og pöntuðum okkur mat frá Menam og höfðum gaman langt fram á nótt. Svaka stöööð Það verður eflaust ekki síðra þetta árið.
Við erum búin að fá brúðkaupsmyndirnar og þær eru mjög vel heppnaðar margar hverjar. Ljósmyndarinn tók einmitt myndir af okkur öllum saman fyrir utan kirkjuna þegar athöfnin var búin og það er frábært að eiga mynd af öllum hópnum. Læt nokkrar fylgja hér með. Endilega kíkið í albúmið.
Prinsessan á bænum styttir sér stundirnar þessa dagana með því að horfa á Dalalíf Já hún á ekki langt að sækja áhugann á góðum bíómyndum. Ætli hún sjái ekki móðir sína í klaufunum tveimur sem vita EKKERT um mjaltir eða önnur sveitastörf. Hehemm hljómarkunnuglega þegar sumir voru að flytjast í sveitina Hún hlær mest yfir því þegar frænkan á bænum bað Þór að þvo beljunum og hann fer að þvo þeim í framan... hva - sagðirðu ekki að ég ætti að þvo þeim!! og þegar Danni brunaði af stað á traktornum með skítadreyfarann aftan í og bunaði öllu á þvottinn á snúrunni. Algjör snilld þessi mynd.
Hafið það gott um helgina kæru vinir og ég segi ykkur 2 nýjar fréttir í næstu viku. So stay tuned
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.9.2006 | 15:59
Lyfjabrunnurinn farinn
Jæja fór í bæinn í dag í þessu líka blíðskaparviðri. Hélt satt best að segja að ég myndi fjúka útaf á Rauðhettu litlu. En hún stóð af sér veðrið litla hetjan
Ég fór sem sagt í bæinn til að láta taka lyfjabrunninn. Fékk hringingu frá landsanum í gær og ég var spurð að því hvort ég gæti komið strax daginn eftir. Ég ákvað bara að drífa í því áður en ég byrja í nýju vinnunni sem er á mánudaginn. En þetta gekk allt saman mjög vel og tók innan við klukkutíma. Ég var staðdeyfð og það þurfti nú 2x að bæta í deyfinguna því ég fann til þegar hnífurinn var mundaður á skurðinn. En svo fór aðaltíminn í að klippa vefi utan af brunninum því hann var búinn að festa sig ansi vel þarna. Eins og hann væri bara kominn til að vera. En svo var saumað fyrir og fann ég nú ekkert fyrir því. Ég fékk að skoða brunninn og hann var ótrúlega stór fannst mér og þvílíkt löng slanga sem var svo tengd við bláæðina. Nenni ekki meir í bili. Er þreytt
Góða helgi alle hjupa!
Myndin er tekin á Zagabone á Istegade þegar við hittum Þóru í Denmark. Geggjaður drykkur þessi rauði. Það eru fleiri myndir komnar inn úr Danmerkurferðinni.
Dægurmál | Breytt 9.9.2006 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2006 | 17:09
Miðvikudagur til Mikillar gleði...
Jæja þá er skvísan byrjuð í Krakkaborg og líst ljómandi vel á leikskólann. Við mættum í gær kl. 09.00 að staðartíma og nú er það bara byrjað, púff. Að þurfa að fara að vakna um hálf átta alla morgna héðan í frá. Það er rosalegt! En það eru ekki alltaf jólin svo að við mættum þarna eins og fyrr segir kl. 9 og hún fékk að skoða leikskólann aðeins og svo var farið út að leika og við fórum heim um hálf tólf. Hún hélt nú ekki Hún ætlaði sko að vera í matnum... það var þessi ilmandi góða matarlykt sem angaði um húsið en það var ákveðið að hún yrði í hádeginu á fimmtudaginn. Og við mættum saman aftur í dag og ég var að vinna á deildinni hennar (sökum manneklu) frá 13-16 í dag. Svo að á morgun fær hún að vera í hádeginu. Hún er spenntust yfir því held ég því í dag í hádeginu hér heima neitaði hún alfarið að borða matinn og sagði bara: "mamma, þú eldar ekki góðan mat" Ég á ekki til orð. Ég sem hélt að maturinn minn væri hinn BESTI Í HEIMI. Það segir Stebbi allavega Sigrún borðaði reyndar grjónagrautinn sem ég eldaði í hádeginu í gær af bestu lyst... kannski vegna þess að það var pakkagrautur frá TORO Já já ég veit það... er ekki duglegasta húsmóðirin í heimi að elda grjónagraut úr PAKKA en come on! Þetta er svo þægilegt. En hún bíður sem sagt eftir því daman að fá að borða almennilegan mat í leikskólanum, hrmpf!!
En ég fór til krabbameinslæknisins á mánudaginn og það leit allt eðlilega út í hjartaómuninni og brjóstamyndatökunni. Hjúkket!! Ég er byrjuð á töflum núna sem ég þarf að taka næstu 5 árin ef allt gengur eins og það á að ganga. Fer aftur til hans eftir mánuð til að hann fái nú að sjá hvernig töflurnar eru að fara í mig og þá verð ég á þriggja mánaðar fresti eftir það í einhvern tíma... veit ekki alveg hve lengi. Fæ Zolotexið áfram og svo verða væntanlega teknar úr mér blóðprufur í hvert skipti sem ég fer til hans. Og nú á að fara að fjarlægja lyfjabrunninn. Veit ekki alveg hvernig mér líður með það... því þetta er svo assgoti þægilegt því það er bara ein lítil stunga og blóðið "rennur" út en þegar enginn brunnur er þá þarf að fara að leita aftur að æðum í handleggnum og það finnst mér ekkert rosalega spennandi. Reyndar gekk það ágætlega um daginn þegar ég fékk skuggaefnið þar inn þannig að nú bind ég bara vonir við að allar æðarnar séu búnar að jafna sig á öllu álaginu síðan í fyrra og skreppi ekki undan eins og þær voru farnar að gera. Já bara neituðu að taka þátt í þessu partýi og létu sig hverfa hmmm... ekki alveg minn stíll. Ég vil nú yfirleitt taka þátt í öllum partýum sem bjóðast.
Það eru komnar fleiri myndir inn á heimasíðuna hennar Sigrúnar úr brúðkaupinu. Endilega kíkið á þær.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2006 | 18:31
Home sweet home
Jæja þá erum við komin heim úr sældinni í Danmörku og búin að hafa það ógeðslega gott Fórum á hinn margumtalaða Reef n'beef (ástralskur veitingastaður) og þar fengum við okkur kengúrukjöt og krókódílakjöt eða fisk... hann líkist helst skötusel að mínu mati og var alveg rosalega góður. Nú svo var súkkulaðieftirrétturinn sem Stebbi fékk sjúklegur. Það voru 5 tegundir af súkkulaði í hinum ýmsu myndum. Og auðvitað klikkaði ástralska rauðvínið ekki frekar enn fyrri daginn.
Já við hittum auðvitað Þóru og Andra og stelpurnar og svo Bryndísi og Ása. Fengum okkur Frozen Daqurie (hmmm... kannski ekki rétt skrifað) sem er sjúklega góður "drykkur" en hann verður eiginlega að drekkast með skeið því hann er svona krap. Skelli inn myndum við tækifæri af þessum herlegheitum.
Fórum svo á laugardaginn í kokteilboð með Þóru og Andra og hittum þar Bryndísi og Nikolaj (gæinn hennar) en hann vinnur á kaffihúsinu sem boðið var haldið. Við hittum líka Hafstein bróðir Bryndísar og vin hans og sátum og spjölluðum, sögðum sögur (aðallega Bryndís þó ), drukkum Mojito, bjór, GAJOL, bjór og GAJOL. Skemmtum okkur konunglega þarna í kóngsins Köben og djömmuðum fram á nótt. Tókum svo reiðhjólataxa heim á hótel sem var hin mesta skemmtun. En það er hjól með vagni framan á sem 2 geta setið í og það er skyggni yfir og svo hjólar "leigubílstjórinn" af stað. Ótrúlega gaman að sitja í þessu og við fórum frá kaffihúsinu og á Kongens Nytorv og niður strikið og út á Ráðhústorg og á Vesterbrogade þar sem hótelið var. Gaurinn sem hjólaði með okkur er fátækur námsmaður og vinnur svona fyrir sér. Frekar skondið atriði.
En við erum sem sagt komin heim og það var yndislegt að leggjast í rúmið sitt eftir laaanga ferð heim en við fórum til Gumma og Mie sem búa í Hvidovre (úthverfi Köben) um hádegið í gær og þau buðu okkur upp á danskt smörrebröd og bjór og svo var tekinn laaangur og skemmtilegur túristarúntur á norðanverðu Sjálandi. Sáum m.a. slottið hjá Mary og Frederik og by the way þau báðu að heilsa ykkur öllum Fengum svo Frikadellur í kvöldmat og fórum síðan í loftið kl. 21.30 og lentum kl. 00.30 að dönskum tíma (22.30 að ísl.) en fengum að dúsa í rúman hálftíma í vélinni eftir lendingu því rampurinn var eitthvað bilaður þannig að við vorum orðin ansi ferðalúin þegar við komumst loksins heim.
Skrifa svo seinna um læknaferðina mína í dag til Óskars.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2006 | 21:14
Danablogg
Jæja hér situr maður í Horsens með rautt í glasi... og það Krystalsglasi frá Prag, það er ekkert öðruvísi Við hjónin fórum út að borða í kvöld á Venecia (ítölskum stað) með hjónaleysunum hér á bæ (Áslaugu og Gunnari) og fengum alveg hreint snilldarmat þar. Snigla í forrétt og ég kjúlla í rjómasósu í aðalrétt og maðurinn minn fékk sér nautalund. Hún var víst bara næstum jafn góð og lundin heima... Sigga litla í lundinn græna hæfadderífaddirallalla Já það er sko dekrað við okkur á hveitibrauðsdögunum hér í Danmark. Fengum okkur ítalskt hvítvín og rauðvín með og svo fengu sér allir desert - nema ég. Ég var gjörsamlega sprunin eftir þennan góða mat. Þvílíkur var skammturinn.
Það var 25 stiga hiti hér í dag og sól á köflum og við Stebbi fórum auðvitað niður í bæ og á göngugötuna. Þar var auðvitað farið í H&M - en ekki hvað!! og við gátum verslað svolítið á skvísuna. Já og kelluna líka Fékk mér svo úlpu á spott pris Nú nú nema hvað!! Við erum búin að vera hér úti í garði að veiða geitunga síðan við komum. Þvílíkt magn af þeim hef ég sjaldan séð og þeir eru svo snarbrjálaðir að maður er í stríði við þá með bjórinn. Því ég gef ekki sopa með mér sko, huh!!
Við Stebbi förum á hótelið á morgun í Köben og ætlum að mæla strikið í hænuskrefum og kíkja á aaaðeins fleiri búðir. Kallinn fær sér bara bjór á meðan ég kíki á þetta, hehe.
Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar. Við skemmtum okkur náttúrlega manna best í brúðkaupinu. En sem sagt. Við erum bara að fíla okkur vel hér í hitanum.
Farvel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2006 | 11:50
Honey honey... will you marry me?
Jæja þá er ég orðin FRÚ Rannveig.
Brúðkaupið tókst mjög vel í alla staði. Þetta var frábært alveg og dagurinn flaug áfram á methraða ALLT of fljótt að líða. Ég var orðin ansi þreytt á fimmtudaginn í undirbúningnum en var svo bara hin hressasta allan laugardaginn og langt fram á nótt. Við týmdum varla að fara heim því dagurinn mátti ekki taka enda
Svo opnuðum við allar gjafirnar í gær og vá !!! Þvílíkt magn af gjöfum. Ég hélt við ætluðum aldrei að klára að bera út í bíl. Sigrún fékk líka nokkra pakka og var sko hæstánægð með þetta allt saman. Það gekk vel hjá þeim í Gaulverjabæ með skvísuna og hún var ofsa glöð með þetta allt saman.
En við viljum þakka ykkur öllum kæru vinir og ættingjar fyrir að eiga með okkur þennan frábæra dag og gera okkur hann ógleymanlegan. Við eigum enn eftir að lesa á hjörtun góðu en ég leit á nokkur í gær þegar við týndum af trénu og þekkti nú skriftina á nokkrum hí hí.
Við biðjum að heilsa ykkur öllum og heyrumst þegar við erum komin heim úr brúðkaupsferðinni okkar sem hefst í fyrramálið
P.s Skelli inn myndum hér á eftir (vonandi) úr brúðkaupinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar