Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Skreytingarnar fundnar

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Ullandi  Við Guðrún syss skruppum í bæjarrúnt í gær í leit að skreytingarefni fyrir brúðkaupið mikla í ágúst.  Við byrjuðum á Ikea.  Þar ætluðum við nú aldeilis að nýta okkur flýtileiðirnar ... já  já og skunduðum í gegnum eina eins og við hefðum aldrei gert neitt annað.  Slíkur var áhuginn.  Nú svo þegar við vorum komnar í gegnum hurðina og gengum áfram litum við á hvor aðra og sögðum nánast í kór:  Mér finnst eins og við höfum verið hér áðan Skömmustulegur  Hehehehehe.....  þá var þetta bara ekki flýtileið!!!   Þetta var frekar fyndið og við gengum framhjá sama starfsfólkinu við sömu básana og sáum sama fólkið (n.b. það var ekki margt fólk þarna inni þannig að þetta var frekar áberandi).  Algerir snillingar úr sveitinni þarna á ferð.

En við fundum nú samt það sem við vorum að leita að og sjálfsagt miklu meira en það Hlæjandi  og fór ég  hæstánægð með fullan bíl af góssi austur fyrir fjall.   Ég hefði ekki komið einum litlum poka í viðbót held ég í skottið.  Ja allavega ekki rafmagnspotti Öskrandi  Ég meina come on!!! Hver stelur heilum RAFMAGNSPOTTI???  Djöfulsins bilun. 

Segi ekki meir.

Góðar stundir   


Hæ hæ

Allt í góðu bara   

Vorum í skemmtilegu brúðkaupi í gær      Annars lítið nýtt.  Keyri vinnukonuna heim á morgun og við Guðrún syss ætlum að þræða búðirnar í borginni í leit að skreytingardóti fyrir brúllaupið   Ja man gaman gaman. 

Eitthvað títt hjá ykkur?


Loksins þurrkur á þessu holdvota landi

Jæja þá hefur maður notað þurrkinn vel í dag... garðurinn sleginn og barinn, vinnufólkið mitt hirti heyið og keyrði prinsessuna um í hjólbörunum, ég bar svo á sandkassann hennar Sigrúnar *hhmm* sem húsbóndinn smíðaði by the way í fyrrasumar og átti að bera á hann þá... úbbs Ullandi  já var það ekki annars bara rigningasumarið mikla og ekki hægt að bera á hann þá??? segjum það bara.  Þannig að nú er hægt að fara að setja sand í kassann og byggja þessa fínu kastala.  Þaheldégnúh.

Annars erum við búin að hafa það rosalega gott öll í sveitinni síðustu daga.  Hafsteinn og Þuríður búin að vera ansi öflug í sveitastörfunum.  Þau eru búin að taka að sér eina litla kisu sem á nú reyndar heima á næsta bæ (ég næstum það ekki skilið fæ Glottandi)  en hún er á eftir þeim alveg óð... og þau eru búin að vera að gefa henni mjólk að drekka og mat að eta.  Hún á 5 kettlinga held ég (er nú reyndar kettlingsgrey sjálf) og nýjustu fregnir herma að hún sé enn og aftur kettlingafull Ullandi  já það er mikil frjósemin í sveitinni.   Það er svei mér þá allt að fyllast af köttum hérna í kring.  Ja maður ætti ekki að rekast á neina mús á meðan.  Það er ábyggilegt. 

Fer í lyf á morgun (í dag reyndar því klukkan er orðin svo margt) og Hafsteinn kemur með í bæinn því hann er að fara til útlanda á föstudaginn.  Þuríður ætlar að vera lengur.  Það er soooo gaman í sveitinni.   Sigrún er búin að vera í fríi alla vikuna og við fórum reyndar á sumarhátíð Ásheima í dag (gær) og fengum grillaðar pylsur og safa og skemmtum okkur vel.  Það var fínasta veður... ja sumar pylsurnar urðu nú hálf sandblásnar í rokinu Óákveðinn  Fórum svo í pönnsur til Boggu ömmu.  Hún klikkar ekki á bakstrinum konan frekar en fyrri daginn.           Eriddiggiorðiðgotth!!!

  


Vinnufólkið komið

Verið að hvíla sig fyrir næstu törn

Jæja þá eru Þuríður og Hafsteinn komin í sveitina.  Duglegra vinnufólk er varla hægt að fá held ég og áhuginn er mjög mikill.  Þau eru búin að upplifa margt svona fyrsta daginn.   Þau sáu kettlinga í hlöðunni og þeir voru nú ekki allir á lífi Gráta  Það var pínu sjokk en þau jöfnuðu sig nú fljótt.  En svona getur það verið.  Lífið er ekki alltaf sanngjarnt.

Sigrún er himinlifandi yfir að vera búin að fá frænsystkinin í sveitina.  Þau eru búin að vera úti í nánast allan dag og Sigrún kom ansi þreytt inn með þeim um 6 leytið og það voru svangir munnar að metta.  Hissa  En vinnufólkið var sko ekki búið að fá nóg... þau voru komin út aftur hálftíma síðar til að fara að sækja kýrnar og eru nú í fjósinu að hjálpa Helga.  Sigrún nennti hins vegar ekki út aftur og sofnar örugglega værum blundi snemma í kvöld ásamt duglegum vinnukröftum.  Brosandi

Það eru komnar myndir af vinnufólkinu hér í albúmalistanum (sumar 2006) Ullandi


Hæ hó jibbí jei...

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól.   Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.  Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag.  Því lýðveldið ÍSLAND á afmæli í dag...    

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei... það er kominn 17. júní.

Gleðilega þjóðhátíð góðir landsmenn til sjávar og sveita.  Hér rignir auðvitað eins og hefðin er á þessum degi, að árinu 2005 undanskildu, því í fyrra var einmitt bongóblíða á 17.júní.  Þá fórum við á hátíðahöldin í bæjarhreppnum og fengum pylsur, blöðru, andlitsmálun og kaffi á eftir.  Það er hefð fyrir því.     Við Sigrún erum að baka köku núna og ætlum svo að kíkja í Félagslund á hátíðahöldin.

Eigið góðan dag.

Fyrir ykkur sem nennið ekki út þá er nýja Stuðmannamyndin Í takt við tímann á Stöð 2 bíó núna kl. 12


Komin í suuumarfríííí.......

Jæja þá er maður kominn í sumarfrí - í góða veðrinu   Ullandi   Finnst nú hálf skrítið að vera strax komin í sumarfrí og ég sem er nýbyrjuð að vinna aftur.  Ja var það ekki bara í gær? Hmmmm... Glottandi  En það verður nú lítið annað brallað í fríinu annað en það að undirbúa brúðkaupið sem er framundan.  Já já ég veit það - það kemst ekkert annað að hjá mér þessa dagana     en það er bara að svo mörgu að hyggja.  Öll smáatriði skipta máli nefninlega.  Og þeir sem þekkja mig vita nú að smáatriðin skipta mig oggulitlu máli, hhmmm *hóst* *hóst*      Vonandi kemst maður þó eitthvað í útilegu.   Nú svo um komandi helgi ætla ég að baka kökuna sem verður líklega í brúllaupinu, ja ekki SÖMU kökuna en þið vitið - sömu uppskrift.  Og ef þið viljið smakk þá er bara að bruna í heimsókn um helgina Brosandi í Vorrrrsabæinn.  Hver veit nema ég stingi niður nokkrum sumarblómum á meðan kakan er í ofninum, jaaaa aldrei að vita.

Jæja best að fara að ganga frá boðskortunum.   See ya all     og hafið það gott í sumarfríinu (þið sem eruð komin í sumarfrí... en ekki hinir, hehehehheeeee)   KvikYndið ég!!!

  

Úrslitin í síðustu könnun:

Ertu sátt/ur við kosningaúrslitin í þínu sveitarfélagi?

50.0%
Nei
50.0%
Veit ekki
0.0%
24 svöruðu

Ligeglad

Ja það er sko ábyggilegt að ég muni hlæja í betri bíl frá og með deginum í dag Hlæjandi  því nýi bíllinn minn er algjör snilld.  Maður verður náttúrlega að passa hraðann... kominn vel í hundraðið áður en ég veit af og þvíííílíkt gott að keyra hana Rauðhettu mína.  En hún er sem sagt eldrauð og þeir sem mæta rauðri Corollu á götum bæjarins mega nú fara að passa sig Ullandi  Ullandi  Það er auðvitað þvílíkur munur að keyra um á þessum litla (sæta) bíl í borginni.  Betra að komast í stæði og svona og ég tala nú ekki  um þegar ég legg í stæði.  Svo þarf ég auðvitað ekki að lyfta Sigrúnu upp í bílinn þannig að það er líka mikill munur.  En jeppinn stendur auðvitað alltaf fyrir sínu og verður auðvitað gott að eiga hann þegar ALLUR snjórinn kemur næsta vetur hér sunnan heiða.  Já já það held ég nú.

Lyfjagjöfin gekk fljótt og vel að vanda.  Blóðgildin eru góð og allt það Brosandi  Fór svo í kaffi og vöfflu til Sibbu söst á eftir og brunaði svo austur fyrir fjall. 

Gleymdi að segja ykkur að í gær keypti ég mér brúðarskó.  Þessa líka fínu skó í Valmiki í Kringlunni.  Opnir í tána og með blómi á ristinni.  Alveg hvítir að sjálfsögðu.  Og svo fékk ég þetta fína brúðarveski í NEXT sem er líka hvítt og passlega stórt fyrir púðurdósina og varalitinn.  ÚÚÚÚ þetta er svo gaman.  Maður fer bara að verða spenntur.      


Rauðhetta 2

Jæja þá er ég búin hjá lækninum enn og aftur.  Hann stakk á mig aftur Öskrandi  shitttttt hvað það var vont.  Já og svo sagði hann bara:  Já það þýðir ekkert að reyna meira við þetta.  Og já þessir deyfidropar virka svo sem ekkert.  Samt fór hann á bólakaf með nálina þarna ofan í  og ég engdist um af kvölum á meðan.  Það lá við að ég lemdi kallinn Öskrandi  en lét það ógert.  Vil ekki fá á mig kæru fyrir líkamsárás Ullandi  En svei mér þá ef þetta hefur bara ekki virkað aðeins.  Mér finnst eins og ég þurrki sjaldnar núna.  En hann sagði mér að hafa samband við sig aftur í haust ef ég skánaði ekkert, ja eða ef ég myndi versna.  Já já ... höfum það þá bara þannig.  Ætli ég verði ekki trítlandi inn kirkjugólfið með bréf í annarri og brúðarvöndinn í hinni.  Gráta

En hér eru nú samt aldeilis gleðifréttir  .......   Já bíðið spennt...  ég er búin að finna mér lítinn og sætan frúarbíl Hlæjandi  Og það er bara Rauðhetta 2 því það er Corolla, 2002 og sjálfskipt að sjálfsögðu.  Þegar maður er svona góðu vanur þá vill maður ekkert annað.  Djöfuss kröfur alltaf.

En nú er kominn matur svo ég kveð að sinni.  Sýni kannski myndir af drossíunni við tækifæri.  Fæ hana sko á morgun. 


Ný vinnuvika - en stutt!

Jæja þá er helgin búin og ég er alveg búin að jafna mig í augunum.  Ég tók nú leppinn strax á laugard.morgun og það sér nú ekki á mér þeim megin.  Er aðeins marin hinumegin en augun eru ekki eins rauð og þau voru.   Aðgerðin hefur nú borið einhvern árangur því það lekur eitthvað minna hjá mér, húrra og jibbí Hlæjandi  en ég er þó ekki laus við bréfið, hrmpf!!  Hefði auðvitað viljað það en það er ekki hægt að fá allt, er það?!  En hlýjar hugsanir ykkar kæru vinir hafa pottþétt virkað, so vielen danke meine freunde (var þetta ekki skrifað einhvern veginn svona á þýskunni?) Ullandi 

Ég er að fara aftur til augn-skurðlæknisins á morgun.  Hann vill kíkja á þetta og sjá hvernig þetta hefur gengið.  Það er nú ágætt að manni er fylgt eftir.  En svo metur hann það kannski á morgun hvort ég þurfi að fara í stærri aðgerð eða hvort þessi dugar... ég greini frá því síðar.

En við tókum því svo sem bara rólega um helgina.  Stebbi fór í mótmælin hjá Landsbjörgu í Reykjavík á laugardaginn og þau báru árangur Brosandi  Við Sigrún fórum í bústaðinn til mömmu og pabba á meðan.  Svo á sunnudag kíktum við á Stokkseyri.  Fórum í Töfragarðinn og svo að skoða sýningu leikskólabarna í Árborg sem er í Hólmaröst til 11.júní.  Frítt inn og ég hvet ykkur til að fara að skoða.  Mjög flottar myndir þar og frábær verk eftir börnin.  Fórum svo í heimsókn til Söndru og co á bakkanum.  Alltaf gaman að koma til þeirra.  Sigrún og Daníel fóru út að moka og hann sýndi henni nýju trén sem þau voru að setja niður.  Voða flott.  Já Sandra mín.  Tilkynningaskildan er HÉR... ef þú vissir það ekki, hehe.

Ég fer í lyf á fimmtudag og viðtal við krb.meins lækninn.    Annað er nú ekki nýtt svo ég kveð að sinni.


Þessir læknar...

Hér sit ég fyrir framan tölvuna með þennan líka svakalega lepp fyrir hægra auganu og sé varla hvað ég er að skrifa.  Það er ótrúlegt hvað hefur mikið að segja að sjá með báðum augunum    þrívíddin hverfur einhvernveginn alveg þegar maður hefur bara eitt auga til að sjá með.  En hvað um það.  Aðgerðin er sem sagt búin og hún gekk nú fljótt fyrir sig.  Þetta tók ekki nema svona 20 mínútur og ég fann nú ekkert til á meðan hann var að krukka í mér með þessari líka löngu og óhugnanlegu nál, jakk.  Ég var deyfð í báða augnkrókana með mjög fínni en súper langri nál (fékk á tilfinninguna að ég væri komin til tannsa) og ég fann örlítið fyrir því þegar hann stakk með þeirri nál.  Svo var ég fljót að dofna upp og hann fór svo á bólakaf með sveru nálina í báða augnkrókana hjá mér.  Gerði þó meira hægra megin og spurði hvort ég finndi bragð ofan í kok.  Jaaaa ég var ekki frá því þannig að það veit á gott.  Það þýðir að það hafi opnast aðeins þarna á milli og hann var í raun bjartsýnni þegar hann var búinn að þessu heldur en á miðvikudaginn þegar ég hitti hann.     Sem er náttúrlega bara frábært.  Vooooonandi að þetta hafi borið árangur.  En svo ropaði hann því nú út úr sér að ef þetta virkaði ekki þá gæti hann boðið mér upp á annars konar aðgerð sem væri nú öllu stærri en þessi.  Að setja einhverskonar gervigöng þarna í staðinn fyrir hin.    Haaa?  Gat hann ekki dr..... til að segja það strax þarna á miðvikudaginn.   Ja það hefði sparað mér mikil vonbrigði og svartsýniskast í kjölfar viðtalsins hjá honum þá.  Þeir eru ótrúlegir þessir læknar.  Halda að maður viti bara allt.   Hvernig í ósköpunum átti ég að vita að eitthvað annað væri í boði fyrir mig eftir það sem hann sagði við mig á miðvikudaginn.  Ég hef ekki lært fo.... augnlækningar.  Hnuss.

EEEEEnnnn ég fór sem sagt út frá honum áðan mun bjartsýnni en áður og nú er bara að sjá hvort þessi aðgerð breyti einhverju.  Ég má taka leppinn strax í fyrramálið en má búast við því að einhver bólga geti komið í þetta og jafnvel mar.  En ef þetta virkar ekki þá hef ég allavega einn kost eftir.  Og það er nú ekki slæmt, er það?  

En eigiði góða laaaanga helgi elskurnar.  Það er gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.  Maður er alltaf að sjá og heyra af einhverjum nýjum nú eða "gömlum"  Ullandi  og það er nú bara gaman af því.

Love you all   


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 123778

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband