Lyfjabrunnurinn farinn

c_documents_and_settings_dell_my_documents_danmork_06_img_1946.jpg

Jæja fór í bæinn í dag í þessu líka blíðskaparviðri.  Hélt satt best að segja að ég myndi fjúka útaf á Rauðhettu litlu.  En hún stóð af sér veðrið litla hetjan Brosandi

Ég fór sem sagt í bæinn til að láta taka lyfjabrunninn.  Fékk hringingu frá landsanum í gær og ég var spurð að því hvort ég gæti komið strax daginn eftir.  Ég ákvað bara að drífa í því áður en ég byrja í nýju vinnunni sem er á mánudaginn.  En þetta gekk allt saman mjög vel og tók innan við klukkutíma.  Ég var staðdeyfð og það þurfti nú 2x að bæta í deyfinguna því ég fann til þegar hnífurinn var mundaður á skurðinn.   En svo fór aðaltíminn í að klippa vefi utan af brunninum því hann var búinn að festa sig ansi vel þarna.  Eins og hann væri bara kominn til að vera.  En svo var saumað fyrir og fann ég nú ekkert fyrir því.  Ég fékk að skoða brunninn og hann var ótrúlega stór fannst mér og þvílíkt löng slanga sem var svo tengd við bláæðina.          Nenni ekki meir í bili.  Er þreytt Óákveðinn

Góða helgi alle hjupa!

Myndin er tekin á Zagabone á Istegade þegar við hittum Þóru í Denmark.  Geggjaður drykkur þessi rauði. Glottandi  Það eru fleiri myndir komnar inn úr Danmerkurferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skáááál... Takk enn og aftur fyrir síðast, já hann var sko geggjaður þessi "drykkur" (eða kanski ættum við fekar að kalla þetta "slush ice")
Gott að vel gekk að fjarlægja lyfjabrunninn!! og vonandi gengur þér vel í nýju vinnunni;o)
Það er svo brjálað að gera í skólanum hjá mér að ég hef ekkert mátt vera að því að skrifa færslu eða maila;o( en geri ráð fyrir að það lgist þegar ég er komin betur inn í alla hluti!!
Knús og kossar til ykkar allra frá Denmark;o)
Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 09:27

2 identicon

Hæ hæ
Frábær mynd af ykkur. Lýst ekkert smá vel á þennan rauða. Gott að þú sért laus við lyfjabrunninn og gangi þér rosalega vel í nýju vinnunni.
Bestu kveðjur úr sveitinni
Íris

Íris Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 21:16

3 identicon

Til lukku með að vera laus við lyfjabrunninn, gangi þér alltaf allt í haginn, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband