Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

OK. Ég fékk krabbamein...

... aðeins þrítug að aldri.  Hef mest alla mína ævi verið yfir kjörþyngd, mismikið þó.  Ég er eins og jójó þegar kemur að þeim þætti.  Já og ég reykti sem unglingur, hætti, byrjaði aftur, hætti aftur... o.s.frv.  Hef drukkið áfengi síðan ég var... ja ætla ekkert að gefa of mikið af upplýsingum hér með það.  Borða rautt kjöt.  Drekk sjaldan (ef nokkurn tímann) sykraða drykki.  Svona gæti ég endalaust talið upp en málið er að ég þekki fuuuuuult af fólki sem hefur lifað svipuðum lífstíl og ég sem ekki hafa greinst með krabbamein.  Svo þekki ég líka til fólks sem hefur lifað mjög svo heilbrigðu lífi alla sína ævi en samt fengið krabbamein.  Ég meina auðvitað vilja vísindamenn reyna að komast til botns í því hvað það er sem veldur krabbameini. 

Hins vegar virðist aldrei vera hægt að sanna eitt né neitt í þessum efnum.  Sko ef rautt kjöt VÆRI krabbameinsvaldandi þá væri nú hægt að taka það af markaðnum er þakki?!  Auðvitað er hægt að misnota öll efni en það er ekki þar með sagt að þú fáir krabbamein af því.  Svo geturðu verið í kjörþyngd alla ævi, aldrei reykt, borðað það sem er kallað hollt fæði o.s.frv. en SAMT fengið krabbamein.

Er eitthvert vit í þessu???


mbl.is Líkur á krabbameini aukast með þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakortaföndur og leikhús

Jább ekki nema 2 mánuðir til jóla og mín á fullu í undirbúningi jólanna ... nei segi svona Tounge  það liggur nú ekkert á nema að ég er búin að föndra hátt í 100 jólakort.  Við í leikskólanum erum nefninlega að fara í kynnisferð til Jótlands næsta vor og ætlum að halda basar í Europrise á Selfossi í næsta mánuði.  Nánar auglýst síðar.  En ég er sem sagt að búa til slatta af jólakortum sem ég ætla að reyna að selja þar á MJÖG SVO SANNGJÖRNU VERÐI N.B.  Það verður ekkert okurverð hjá okkur sko Wink  Svo þeir sem ekki nenna eða hafa tíma til að búa til jólakortin en vilja samt senda öðruvísi jólakort til vina og ættingja ættu að kíkja við á þennan basar eftir tæpan mánuð Smile  Ýmislegt fleira verður auðvitað til sölu þar eins og geggjað gúmmulaði, sætir sokkar, vandaðir vettlingar, skemmtilegar seríur og truflaðar tehlífar LoL  En sem sagt nánar auglýst síðar.

Ég er búin að skemmta mér ágætlega í morgun við að hlusta á Simma og Jóa á Bylgjunni á meðan jólakortin fæðast.  Ótrúlega vitlausir alltaf og FREKAR fyndnir.  Maður kemst nú bara í gott skap við að hlusta á svona hæfilega mikla kjána í útvarpinu W00t

Við mæðgur ætlum að fara í Hafnarfjarðarleikhúsið á morgun með Boggu og Agnesi að sjá Abbababb sýninguna.  Mér skilst að þetta sé skemmtilegur söngleikur með lögum Dr. Gunna um Systu sjóræningja, Prumpulagið, Hr. rokk og fleira og ég man að við á Sæborg hlustuðum mikið á lögin fyrir 10 árum þegar ég vann þar.  Úff.  Leikskólastjórinn tók diskinn í gíslingu á endanum því það hljómaði varla annað í spilaranum á tímabili.  Við skemmtum okkur auðvitað konunglega með börnunum við að syngja og leika prumpulagið Whistling  Ég var sko ekki búin að vinna í mörg ár í leikskóla þegar þetta  var hehheemm. 

OUT!


Öll að hressast 7-9-13

Ég talaði við dr.krabba í gær og hann taldi líklegustu skýringuna vera þessi týpíska flensa sem virðist vera að ganga yfir þessa dagana.  En ég taldi mig nú nokkuð heppna í gær með að vera BARA með niður en nei nei það var ekki nóg heldur komu svoleiðis spýjurnar út í gærkvöldi.  Maður veit stundum ekki hvort maður á að sitja á dollunni eða krjúpa yfir hana Undecided

Sem minnir mig á einn góðan.  Þegar gömlu hjónin voru að fara að eðla sig spurði karlinn spúsu sína hvort hún vildi krjúpa eða vera á bakinu.  "HAAAA?  ER RJÚPA Á ÞAKINU?"  sagði sú gamla LoL Grin 

En ég er sem sagt öll að hressast og stefni nú loksins á að fara að vinna á morgun.  Rörið er enn á sínum stað og vonandi mun það haldast þannig.  Mig klæjar nú assgoti mikið í augnkrókinn en reyni að klóra mér varlega.  Stundum finnst mér eins og sé að leka úr auganu en þá er það líklega bara vindurinn Joyful  eiginlega frekar fyndið.

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir og gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.  Hvet ykkur ÖLL eindregið til að tjá ykkur í athugasemdunum.  Það er ekki flókið mál.  Mér finnst skemmtilegra að vita hverjir eru að lesa og ég sé það ekki nema þið kvittið Kissing   


Ég skil þetta ekki ...

... ég virðist taka í mig allar pestar sem ganga þessa dagana.  Ég fékk svona líka húrrandi niðurgang um daginn (í byrjun okt.) og það gekk yfir á þremur dögum.  Ég gjörsamlega hreinsaðist og gat eiginlega ekkert borðað í þrjá daga og drakk vatn og vatnsbland til skiptis en hélt því eiginlega ekki niðri nema í stutta stund.  Var svo líka með hausverk dauðans og flökurt.  Já þessi flensa var bara ömurleg og minnti mig hreinlega á þá líðan sem  ég gekk í gegnum fyrir 2 árum þegar ég var í krabbameðferðinni.  Jakk Frown

Svo vakna ég í morgun með sömu helvítis flensuna Crying  Ja ekki sömu náttúrulega.  Hin var farin í klósettið Pinch en alveg sömu einkenni.  Sat á dollunni með blússandi ... you know... og hausverk og öll máttlaus á eftir. 

Hvað er eiginlega að gerast í skrokknum á mér?  Ég sem hef alltaf verið svo heilsuhraust.  Ja fyrir utan helvítis krabbameinið en það er önnur saga.  Mér er skapi næst að hafa samband við Óskar krabbalækninn minn og spyrja hann út í hvort þetta geti verið einhver fylgifiskur lyfjameðferðarinnar eða hvað??!!


Meira af kettinum

 Ég er með hálfgerðan móral þessa dagana Errm  En þannig er að það er köttur hér á næsta bæ sem er læða og alveg afskaplega vingjarnleg.  Hún fór að venja komur sínar hingað í fyrrasumar eftir að Þuríður og Hafsteinn voru hér í sinni árlegu sumardvöl.  Þau voru að passa Sigrúnu ásamt því að ná í kýrnar út í haga og sinna öðrum skemmtilegum sveitaverkum.   En einn daginn fóru þau heim að þessum bæ og fengu að skoða nokkra kettlinga sem þessi sama læða hafði eignast og þau sáu fljótlega að hún var ansi horuð greyið og virtist ekki fá nóg að eta.  Það voru fleiri kettir á bænum sem ýttu henni bara út í horn þannig að hún fékk minnst af því sem köttunum var gefið úti í hlöðu.  Læðan elti börnin hingað heim og þau spurðu mig hvort ég vildi gefa henni mjólk.  Þau vorkenndu henni svakalega og vildu allt fyrir hana gera.  Hún hændist að þeim og var hér oft part úr degi allan tímann sem þau voru hér hjá okkur.  Þau bjuggu til skýli fyrir hana hér fyrir utan og við gáfum henni mjólk í dall inn í skýlið.  Stundum gaf ég henni skinku og fiskafgang. 

Börnin fóru svo heim til sín eftir rúma viku en kisa hélt áfram að koma hingað til að fá mjólkina sína.  Ég bauð henni litlaputta og fljótlega fór hún að biðja um alla höndina FootinMouth  Hún er ansi frek orðin en Sigrún varð auðvitað strax voða hrifin af henni.  Ég hætti nú í sumar að gefa henni mjólk eða nokkurn matarbita en hún heldur áfram að koma til okkar.  Nú erum við komin með kött sem læðan var nú ekki alveg að sætta sig við í fyrstu.  Hún hljóp á harðaspretti í burtu í fyrsta skipti sem hún sá hann.  Svo fór hún nú að færa sig nær og nær og sá nú fljótlega að þessi myndi nú ekki gera henni neitt.  Smile  En ég hef aldrei viljað hleypa læðunni inn því hún á jú heima annars staðar GetLost  en ég er samt með móral yfir því að hún situr hér á tröppunum og vill koma inn en ég hleypi henni ekki inn.  Hún hoppar upp í húninn til þess að láta okkur vita að hún sé komin.  Ótrúlegt alveg.  Stundum liggur hún hér þegar við komum heim á daginn.  En nú má bara Kjarkur koma inn en ekki hún.  Mér finnst ég vera vond að hleypa BARA honum inn en ekki henni.    Er maður ekki bilaður?  Pouty

    Stjörnuspá fyrir daginn í dag: 

 LjónLjón: Þú vilt virkilega geðjast þeim er standa þér næst, en ekki reyna of mikið til þess. Þegar þú fylgir sannfæringu þinni, gerirðu aðra glaða.

Skyldi þetta eiga við kettina líka???  Errm


Aðgerðin tókst vel :)

Já augnaðgerðin sem gerð var í gær tókst bara vel Smile  Ég er búin að taka leppinn frá og þar með fór sjóræningjafílingurinn Undecided  haha.  En ég held svei mér þá að þetta hafi tekist betur en síðast.  Ég finn ekki eins mikið fyrir rörinu núna og ég er lítið sem ekkert bólgin held ég bara.  Haraldur hefur sett sverara rör núna og það er svona að svínvirka Grin Grin Grin  og ég þurrka mér bara ekkert á vinstra auga núna.  Það er samt dálítið fyndið að sjúga upp í nefið því það kemur bara vindur í augað því þetta er allt saman opið þarna á milli W00t  Eiginlega frekar skrítið.

Ég væri nú bara til í að fara á MORGUN í sams konar aðgerð á hægra auga.  Hefði náttla helst viljað að hann tæki bæði augun saman en það er víst aldrei í boði. 

Ég þarf nú samt að taka því rólega næstu daga og bera í mig sýkladrepandi smyrsl 3x á dag og þegar það er komið í augað sé ég ekkert fyrir móðu og þykku smyrsli sem smyrst um augað og er bara ótrúlega lengi að fara úr Frown  þannig að ég get eiginlega ekkert gert... má ekki fara strax að vinna aftur... ætla EKKI að setja í þvottavél alveg strax (eins og síðast)... reyni að liggja eða sitja og hlusta á eitthvað merkilegt í útvarpinu... eða með kveikt á sjónvarpinu og horfi í gegnum móðuna miklu og hlusta... Sigrún er hjá ömmu og afa í bústaðnum... Stebbi í vinnunni og svo í skólanum á eftir (kemur ekki heim á milli)...  Svava og börnin komu þó áðan í heimsókn og það var voða gaman LoL  Hún Svava mín tók úr vélinni fyrir mig og setti í hana aftur FULLAN vask af leirtaui.  TAKK SVAVA MÍN  Joyful 

Ég er rétt farin að sjá með báðum augum aftur þegar kemur að smurningu á ný Crying  en eftir þennan dag eru bara 6 eftir Happy

Veriði hlæl að hlinni Wink


Little trip to Heaven vs. Köld slóð

Prinsessan á bænum er farin í orlof til ömmu og afa upp í sumarbústað.  Hún tók fram ferðatöskuna sína í gær og fann ýmislegt nytsamlegt til að taka með sér.  Fullt af dúkkufötum og bleyjum á dúkkurnar ef þær skyldu nú kúka Gasp  og svo auðvitað ferðaDVD spilarann og fuuuuult af myndum og geisladiskum til að hlusta á.  Hún var voða spennt og ekki síst fyrir þær sakir að nú átti hún að fá að sofa í efri koju í fyrsta sinn Grin  Og það er náttúrulega B A R A gaman.

En við hjónin skelltum okkur á myndbandaleigu í gær því það var algjör letidagur eftir að dóttirin var farin í orlofið sitt.  Við tókum 2 íslenskar myndir, Köld slóð með Þresti Leó og Elvu Ósk ofl.  og svo Little Trip to Heaven.  Og svei mér þá ef mér fannst ekki Köld slóð bara betri.  Joyful  Hún var mjög spennandi og mér fannst söguþráðurinn trúverðugur og skemmtilegur.  Ég sá allavega ekki fyrir hvernig hún myndi enda... En Little trip var svo sem líka góð.  Bara á annan hátt.  Blush  við erum örugglega síðustu Íslendingarnir í dalnum til að sjá þessar myndir.  A.m.k. Little trip  en EF  það er einhver þarna úti sem á eftir að sjá þær þá mæli ég 200% með báðum þessum myndum.  Þær eru fín afþreying Smile

En nú er komið að augnaðgerð nr. 2 hjá mér á morgun.  Ég er að fara í bæinn núna í innskrift (undirbúning fyrir aðg.) og nú er bara að krossa fingur og vona það besta.  Mér skilst að Haraldur ætli að setja öðruvísi rör en síðast og það verður með aðeins boga á núna.  Þið munið kannski að hitt hét Lester Jones en nú er spurning um að setja sig í Bridget Jones gírinn og skella sér í ömmunærbuxurnar Grin

Best að hleypa kettinum út.  Hann mjálmar og mjálmar hér við lappirnar á mér og nuddar sér upp við þær Happy 


Að eignast kött...

... er bara gaman.  Það er komin vika síðan við tókum köttinn að okkur fyrir systur mína og hennar fylgifiska en þetta er geldur fress, 1 1/2 árs og er hálfur Persi.  Algjör eðalköttur, mjög geðgóður og svo loðinn og mikið krútt í bala.

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hegðun hans og hvernig hún breytist smátt og smátt eftir því sem hann verður öruggari hér hjá okkur.  Hann var auðvitað mjög rólegur og var um sig fyrstu dagana og vildi svo sem lítið við okkur "tala."  Við settum rúmið hans og kassann og matinn í kjallarann og hann borðaði nú ekkert fyrstu klukkutímana.  Veit svo sem ekkert hvort það telst eðlilegt eða ekki þar sem ég hef aldrei séð um kött fyrr og veit lítið sem ekkert um þá Undecided  En við höfðum samt opið upp til okkar þannig að hann gæti komið ef hann vildi. 

Fyrsta daginn kom hann nánast ekkert upp.  Lá mikið í rúminu sínu og stökk svo í burtu ef við nálguðumst.  Daginn eftir kíkti hann aðeins upp.  Varlega þó.  Þriðja daginn var hann nú til í að vera meira uppi hjá okkur.  Hann fór nánast beint upp í herbergi Sigrúnar og lá þar ofan á rúmteppinu hennar hálfan daginn.  Var aðeins farinn að liggja kyrr þegar ég nálgaðist hann.   Svo fór ég nú að reyna að klóra honum og klappa og þá varð hann ánægður og malaði hátt.  Núna stekkur hann í stigann um leið og við opnum kjallaradyrnar og kemur strax upp til okkar og gengur sposkur í kringum okkur, er farinn að nudda sér aðeins upp við lappirnar á okkur og það er dálítið fyndið.  Eins og honum sé farið að þykja vænt um okkur.  Það hlýtur bara að vera því ég finn að væntumþykjan er allavega til staðar hjá okkur Happy

Mér var ráðlagt að bíða í nokkra daga með að hleypa honum út þannig að ég hleypti honum út á fjórða degi.  Það var rok og rigning en hann stökk út og við Sigrún fórum aðeins með honum.  Þetta var svona eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin, stökk upp í loftið LoL  og hann var farinn að kanna umhverfið sitt og við ákváðum að fara bara inn.  Svo kom myrkur og við reyndum að kalla í hann en sáum hann hvergi.  Ég hélt hann væri týndur greyið og myndi bara ekkert rata á nýja heimilið sitt Errm  En ekki aldeilis.  Kl. 9 um kvöldið heyrum við mjálm við kjallaradyrnar.  Þá er hann kominn heim blessaður.  Ég hafði frétt af honum í vettvangskönnun í fjósinu hjá tengdó á mjaltatíma Joyful  en auðvitað rataði hann aftur heim snillingurinn.  Síðan er hann búinn að fara þó nokkuð oft út og kemur alltaf aftur eins og Marteinn Mosdal Smile

Flottastur


Októbermánuður helgaður brjóstakrabbameini

2007BleikaslaufanMERKI

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, áttunda árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, upphaflega að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa er tákn átaksins.

Fyrstu dagana í október verða Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja í Reykjavík lýstar upp í bleikum lit, á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mun kveikja á lýsingunni mánudaginn 1. október um kl. 19.30. Hallgrímskirkja var lýst upp í október 2001, Perlan 2002, Stjórnarráðshúsið 2003, Ráðhúsið í Reykjavík 2004, Bessastaðir 2005 og Höfði 2006. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu í byrjun október, m.a. á Akranesi, á Grundarfirði, í Stykkishólmi, á Ísafirði og á Húsavík.

Nú í október verður lögð áhersla á að selja bleikar slaufur og verður afraksturinn notaður til að kaupa nýtt ómtæki fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ómtækið verður notað til nánari greiningar eftir brjóstamyndatökur og við frumrannsókn á brjóstum hjá ungum konum með einkenni. Slaufurnar eru til sölu á mörg hundruð sölustöðum hjá samstarfsaðilum Krabbameinsfélagsins.

Ár hvert greinast um 175 íslenskar konur með brjóstakrabbamein. Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 90% vænst þess að lifa svo lengi. Nú eru á lífi um 2000 konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein. 

Hér á landi eru konur boðaðar til brjóstamyndatöku annað hvert ár á aldrinum frá 40 til 69 ára. Konur sem eru eldri eru einnig velkomnar og geta pantað myndatöku. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að með því að taka röntgenmyndir reglulega af brjóstum kvenna má lækka dánartíðni verulega vegna krabbameins í brjóstum.

Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árveknisátakið má finna á vefnum www.bleikaslaufan.is

(tekið af vef krabbameinsfélagsins www.krabb.is)

Þið sjáið myndir af nýjasta fjölskyldumeðlimnum hér á síðunni.  Hann kemur frá systur minni og er sko mesta dúllan.   Nú höfum við sveitafólkið tekið hann í fóstur  Grin


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband