Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fjölmenni í flóanum

Já það var fjölmenni á fundinum sem sveitastjórn Flóahrepps boðaði til í Þjórsárveri í gærkvöld.  Fróðlegt var að hlusta á allar þær skoðanir sem fram komu um hvort það ætti að virkja Urriðafoss eða ekki.  Langflestir voru á því að fresta virkjunarframkvæmdum og skoða málið betur með tilliti til umhverfisáhrifa.  Ég veit samt varla enn í hvorn fótinn ég á að stíga í þessu máli.  Þegar ég heyri í fólki sem vill fá virkjunina og færir rök fyrir því þá finnst mér það alveg hið besta mál.  Gæti verið svo sammála Happy  En svo heyrði ég öll þessi sjónarmið í gærkvöldi og fannst þau rök (mörg hver) alveg eiga rétt á sér líka.  Hvað ættum við að gera?  Auðvitað er fáránlegt að við þurfum að fórna fossinum til þess að fá betri vegi (bundið slitlag) og betra gsm símasamband Crying  Þessir hlutir eiga bara að vera í lagi og við eigum ekkert að þurfa að fórna einhverri náttúruperlu fyrir það frekar en eitthvert annað sveitarfélag.  Ég skal ef þú gerir.  Bara fáránlegt.  En svona held ég hins vegar að málin verði.  Það liggur víst ekki fyrir á næstunni að betrumbæta vegina hér í sveit.  Og ekki heldur að bæta gsm sambandið.  Á næstu áratugum kannski en ekki nærri strax.  Og hvað þá?  Eigum við þá að virkja?  Það er stór ákvörðun sem sveitastjórnin stendur frammi fyrir á næstu dögum og ekki öfundsverð. 

En allavega.  Ég er orðin forsíðustúlka LoL  ásamt nokkrum sveitungum mínum.  Þar kom að því að draumurinn rættist, hehe.  RUV var á svæðinu líka í gær og maður er orðinn sólbrúnn af allri flassnotkuninni þarna. 

Kveð í bili. 

R


Glimrandi góð sumarhátíð hjá Krafti

Jæja við fórum á sumarhátíðina hjá Krafti í gær í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og tókst hún nú heldur betur vel LoL  Við fórum inn í garðinn húsdýragarðsmegin og selirnir voru aðeins skoðaðir og vísindaveröldin líka.  Hún var mjög spennandi og ýmislegt spekúlerað.  Á methraða þó því Sigrún hafði ekkert mjög mikla þolinmæði gagnvart þessu dótaríi þannig að við héldum áfram og hún fór í hringekjuna en það var einmitt frítt í tækin þennan dag (eins og í garðinn sjálfan reyndar Smile) og svo aftur í hringekjuna og aftur... já já endalaust.  En svo voru nú Skoppa og Skrítla að fara að byrja þannig að við skundruðum áfram til að sjá þær.   Ekki var nú verra að Hara systur voru að kynna herlegheitin sem þarna fóru fram og Sigrún byrjaði nú á því að hlaupa til þeirra.  Því þær eru jú orðnar vinkonur sko Wink  ekkert smá spennandi.  Hún vildi nú svo endilega að ég myndi segja þeim frá því þegar hún fór í fallturninn um daginn og var skíthrædd GetLost því ekki þorði hún því sjálf.  Móðirin var nú ekki alveg á því þannig að það gleymdist bara.  Svo byrjuðu nú trúðasysturnar með sitt prógramm og Sigrún hæstánægð með þær.  Svo komu Dýrin í Hálsaskógi og sýndu okkur hvernig lífið í Hálsaskóginum gengur fyrir sig Smile  Ekkert smá flott og leikhópurinn (sem ég get ómögulega munað hvað heitir) sýndi þarna snilldartakta og BAKARADRENGURINN sló nú algjörlega í gegn.  Ekkert smá fyndinn gaur þar á ferð LoL  Leikritið var sýnt inni í skóginum hjá Ökuskólanum og búið að færa þetta í aðeins nútímalegra horf.  Mikki refur ætlaði t.d. að borga kökurnar með korti en þurfti svo að fara í hraðbankann Grin  já þetta var algjört æði bara.  Systur mínar komu líka og nokkrir fylgifiskar með þeim Smile og við fengum okkur svo kaffi í veitingahúsinu og áttum bara yndislegan dag í þessu frábæra veðri og á þessum líka dásamlega stað. 

Kraftur - takk kærlega fyrir okkur Grin


Sumarhátíð Krafts á morgun. Allir að mæta í fjörið.

Sumargrill stuðningsfélagsins Krafts 2007 verður á morgun fimmtudag 21. júní frá kl. 16:00 til 20:00 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal
Í ár vöndum við sérstaklega til verka og höldum hátíðina í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.  Frítt verður inn í garðinn frá klukkan 16:00 til 20:00 fyrir alla sem vilja, en selt í leiktæki.
Dagskráin verður mjög vegleg og hentar allri fjölskyldunni.  Kraftur gefur gestum grillaðar pylsur og gos auk þess sem veitingasala verður í garðinum eins og vanalega.
Dagskrá:
Hara systur frá Hveragerði kynna
Klukkan 17:00 Skoppa og Skrítla
Klukkan 17:30 Dýrin í hálsaskógi
Klukkan 18:30 Svitabandið
Klukkan 19:10 Skátar
Klukkan 20:00 lokar garðurinn
Allir velkomnir!
Kær kveðja
Stjórnin

Home sweet home

Jæja þá erum við komin heim úr ferðalaginu en við fórum norður á Akureyri á föstudaginn.  Umferðin gekk nú bara nokkuð vel norður.  Nokkrir bílar brunuðu nú framúr okkur en allt gekk þetta vel fyrir sig og við urðum ekki vör við nein slys eða beinlínis ofsaakstur.  Ja fyrir utan þónokkur bifhjól sem tóku framúr okkur á urrandi siglingu.  Ja þau hjól sem óku framúr okkur voru langt yfir löglegum hraða því við náðum að halda okkur á um 80-90 nánast alla ferðina.   

En hvað um það.  Við vorum komin norður um 9 leytið á föstudagskvöldið og fórum á tjaldsvæðið að Hömrum.  Fundum þetta fína svæði hjá Kollu og Steinari (ásamt börnunum 2 og einum hundi).  Við tjölduðum nálægt fínni tjörn þarna með nokkrum hjólabátum á og einum góðum árabát.  Fleiri ferðalangar bættust smátt og smátt í hópinn okkar á föstudagskvöldið og vorum við alls með 2 fellihýsi, 2 tjaldvagna og einn  húsbíl Cool  samtals voru hundarnir 3 í tjaldbúðum okkar og höfðu börnin sérstaklega gaman af þeim. 

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur og það var algjör rjómablíða allan daginn.  Við kíktum í göngutúr um svæðið ásamt því að slappa vel af eins og maður Á að gera í útilegum Tounge  og seinni partinn kíktum við litla fjölskyldan á Ragnheiði og Tómas (frændfólk bóndans) og þar sofnaði skvísan mikið þreytt eftir mikla útiveru og hamagang. 

Grilluðum okkur lax um kvöldið og sátum langt frameftir í kyrrðinni.  Já ég segi kyrrðinni því við urðum ekki vör við þessi ólæti sem áttu að hafa verið þarna á svæðinu Woundering  Unglingasvæðið var að vísu spöl frá okkur og við heyrðum svo sem í tónlist og svoleiðis en ekkert til að tala um.  

Tókum svo saman um hádegisbilið á sunnudag og fórum suður Kjöl.  Hann var ágætur en maður fer nú ekki hratt yfir með fellihýsi aftan í GetLost  Við komum við í bústaðnum hjá mömmu og pabba á leiðinni heim og fengum aftur grillaðan lax Smile voðalega gott.  Langt ferðalag fyrir stuttan tíma þannig að það voru þreyttir ferðalangar sem skriðu uppí rúm í gærkvöldi Sleeping  Læt fylgja með nokkrar myndir að gamni úr ferðinni.

Sest að snæðingi á föstudagskvöldinu    Ásdís Bára og Sigrún í sumarskapi    Bóndinn með flugdreka    Í göngutúr á Hömrum (Kjarnaskógi)  Sigrún með tjaldbúðir okkar í baksýn


Hæ hó jibbí jei og jibbí jei...

Eigið góðan og gleðilegan Þjóðhátíðardag og munið nú að syngja hátt og skýrt...

17. JÚNÍ

Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson


Fyrsta ferðin

Já við fórum í fyrstu útileguna þetta sumarið til REYKJAVÍKUR LoL  LoL  LoL  Hver hefði trúað því að við sveitalubbarnir myndum fara í útilegu þangað...???  En við vorum sem sagt að hjálpa systur minni að rýma húsið sitt og vorum að því langt frameftir laugardeginum og það var búið að lofa prinsessunni á bænum að fara í útilegu um helgina þannig að við slóum bara 2 flugur í einu höggi og skelltum okkur í útilegu í Laugardalnum.  Og þar er náttúrlega hin besta aðstaða og veðrið var yndislegt og við sváfum bara vel okkar fyrstu nótt í fellihýsinu Joyful  Við Sigrún tókum hálftíma rölt um "gamla hverfið mitt" í morgun á meðan húsbóndinn lagði sig aftur.  Hugsað um Baby    Tilbúin í háttinn    Hlaupið í rólurnar

Svo ákváðum við að skella okkur í Húsdýragarðinn þar sem ferðin um daginn var hálf misheppnuð.  Sigrún vildi nú bara vera í hringekjunni og lestinni allan tímann og var slétt sama um þessi dýr þarna Gasp  enda alvön alls kyns dýrum sveitastelpan.  En svo vildi hún fara í stóra fallturninn (stór á mælikvarða fyrir 5 ára barn) sem hún suðaði EKKI LÍTIÐ um þarna um daginn þegar M 12 dagurinn var.  Og jú hún fékk að fara í hann en var nú samt um 10 cm lægri en viðmiðið er í þetta tæki.  Starfsstúlkan spurði mig hvort ég myndi treysta henni í þetta þannig að ég spurði Sigrúnu aftur og aftur hvort hún vildi virkilega fara í þetta ógnartæki Frown   Já hún hélt það nú og þannig var það.  Hún skellti sér í eitt sætið með "hinum" unglingunum (því það voru bara unglingar í tækinu og svo hún) og sætin (sem eru utan á turninum) byrjuðu að færast upp.  Svo fóru þau ofar og ofar og allt í einu "féllu" þau niður á ógnarhraða og þá kom nú frekar mikill skelfingarsvipur á mína Undecided  en turninn hélt áfram nokkrum sinnum upp og niður og þegar þetta var búið spurðum við Stebbi hana hvort þetta hafi verið gaman...  "neeee ekki mjög.  Ég var soldið hrædd" sagði hún en fór þó ekki að skæla.  Hún kvaðst bara aldrei vilja fara aftur í þennan turn því hún hafi nú verið dáldið hrædd sko.  Þá er bara búið að prufa hann og varla verður suðað aftur um að fá fara í þetta tæki aftur GetLost 


Allt að verða klárt

Jæja þá er ég búin að margþræða helstu búðir á Selfossi sem gætu selt útileguvörur og það er ekki auðvelt að finna það sem mig vantar.  Í einni ónefndri byggingavöruverslun sem ætti nú reyndar að vera búið að loka fyrir löngu fyrir lélega þjónustu (en það er önnur saga) þar var bara ekkert til nema samansafn af afgöngum síðan í fyrra og starfsmaðurinn sem ég talaði við sagðist bara EKKERT vita hvort það kæmi eitthvað nýtt inn Gasp  Í einni lágvöruverslun var heldur ekkert til nema pikknikk körfur og plastskálar.  Þannig að út fór ég enn eina ferðina þaðan án þess að finna neitt.  Svo fór ég á aðalstaðinn Wink  og viti menn.  Fann þessar líka fínu vörur til að setja í nýja fellihýsið mitt.  Pikknikk-pakka með könnu, glösum, dúk, diskum, hnífapörum, bakka undir herlegheitin og meira að segja rör með Smile  Nú svo fann ég líka plastskálar í mismunandi stærðum (fyrir afgangana auðvitað og salötin) og kassa fyrir brauðmeti, hrökkbrauð og solleiss.  Já það má bara ekkert vanta og ég nenni ekki að hafa þetta allt í plastpokum út um allt hús skiljiði Grin  Þannig að ég er hreinlega að verða klár í útilegurnar.  Hhmm ég ætla nú ekki að uppljóstra því hvert við erum að spá í að fara um næstu helgi Whistling  ég held að enginn venjulegur Íslendingur fari þangað í tjaldútilegu Woundering 

Knús á línuna eins og Ásta Lovísa hefði sagt.  Blessuð sé minning hennar.


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 123770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband