Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

HANN Á AFMÆLI Í DAG...

hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann STEEEBBBBIIIII minn.  Hann á afmæli í dag  Wizard   Til hamingju með daginn kallinn minn  Heart  Wink

Við hjónin gerðum okkur glaðan dag í gær og skruppum í menningarferð til höfuðborgarinnar.  Gengum niður Laugaveginn og kíktum á kaffihús.  Fórum svo á Lækjarbrekku í gærkvöld og borðuðum þar dýrindis mat, humar og hörpuskel í forrétt og nautalund í aðalrétt og hvítt og rautt með að sjálfsögðu, namm namm.  Svo fórum við í leikhús að sjá pabbann.  Snilldarverk alveg og mæli með því.  Kom pínu á óvart tímabilið sem hann fjallar um... en þið verðið bara að sjá stykkið og þið veltist um af hlátri.  Það gerðum við allavega og könnuðumst við fuuuullt af góðum punktum þarna   Nú svo fórum við aftur á Lækjarbrekku því vinir okkar voru líka að borða þar og við settumst í betri stofuna uppi á lofti og fengum okkur Baileys og Mohito.  Voða nice.  Kíktum svo á Rex og Thorvaldsen.  Enduðum svo á hóteli og gistum þar hjónin.  Alveg svakalega rómó og nice helgi verð ég að segja.  Prinsessan á bænum gisti hjá Guðrúnu systir og co og var í góðu yfirlæti þar.  Nú hún Berglind vinkona mín á líka afmæli í dag (og sama ár og Stebbi meira að segja Smile) og vil ég óska henni til hamingju með daginn líka.  Meira er ekki að frétta héðan svo veriði sæl að sinni.

Bollu- sprengi- öskudagur!

Jæja þá er bolludagurinn afstaðinn og náðum við fjölskyldan að svolgra í okkur eins og nokkrum bollum og hér er nú yngsti fjölskyldumeðlimurinn að háma í sig bollu hjá afa og ömmu.  Bolla bolla    Nú svo fengum við saltkjöt og baunir á sprenigdaginn í leikskólanum við Sigrún.   Svo hefur öskudagurinn verið ansi skemmtilegur.  Sú stutta var klædd hér í morgun í nornabúning og máluð í framan og hún ætlaði sko að vera góð norn.   Góða nornin í Vorsabæ   Svo fórum við í leikskólann og þar var farið í salinn í Þingborg og kötturinn sleginn úr tunnunni.  Ógurlegt fjör og mikið gaman.    Allir fengu popp og saltstangir en við byrjuðum reyndar á því að syngja fyrir sveitastjórann 2 lög og fengum límmiða að launum.  IMG_3033  Sigrún nornin í Vorsabæ

Vona að þið hafið átt góðan dag í dag.  Kveð að sinni.  Smile


Önnur afmæliskveðja

Í dag á hún Bogga amma mín afmæli.  Já hún er orðin 85 ára gömul konan og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sjötug Smile  enda er hún við hestaheilsu.  Við Anna Kolla hjálpuðumst að í gær að gera brauðtertur fyrir veisluna sem verður í dag og svo ætlaði Lára litla að skreyta þær í morgunsárið.  Nú svo henti ég í eina köku áðan sem verður á boðstólum líka.  Voða gaman.  Til hamingju með daginn gamla mín Grin 

Nú á maður eitthvað að tjá sig um Eurovision... hmmmm.  Ég hefði nú frekar viljað sjá Friðrik Ómar fara fyrir okkar hönd til Finnlands með lagið ELDUR ... en það er samt spurning hvort hann Eiki meiki það ekki bara í staðinn.  Kominn tími til Tounge  Hann er nú alltaf góður rokkarinn svo sem.  Ætli fólkið okkar sem tekur þátt í þessu komi ekki bara fram fyrir Íslands hönd á 20 ára fresti og lifi drauminn aftur.  Ja við lifum allavega í voninni með að vinna þessa keppni... og fara þannig á hausinn í eitt skipti fyrir öll.  Svei mér þá.  Ég held að 16. sætið sé bara ekkert svo slæmt.  Að vera bara á miðjunni, það lukkast best fyrir alla. Undecided  Já já hvað segið þið þarna úti???? 

TJÁIÐ YKKUR NÚ UM ÞETTA MÁL... NÚ EÐA EINHVER ÖNNUR MÁL Wink  See ya.


Afmæliskveðja

Jæja góðir gestir.  Nú ætla ég að taka eitt lag .... NEI NEI  ég ætla ekkert að taka það.  Ég ætla að flytja eitt lag ... NEI NEI NEI  ég ætla ekkert að flytja það, ég ætla að hafa það á staðnum.  Ég ætla að syngja eitt lag.  Tileinkað vinkonu minni henni Söndru Dís því hún á afmæli í dag skvísan.  Nú hef ég upp raust mína:

Hún á afmæli í dag   Whistling  hún á afmæli í dag  Whistling hún á afmæli hún Sandraaaaaa.  Whistling  Hún á afmæli í dag Whistling  Wink  TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KÆRA VINKONA.  Þú ert ekki deginum eldri en 25.

 En héðan er allt gott bara.  Stebbi fór í sína fjallaferð um helgina og hafði gaman af.  Við mæðgur fórum í sumarbústaðinn til mömmu og pabba og höfðum það ákaflega gott.  Skvísan var þó veik og komst því ekki í pottinn.  En við bættum bara um betur og skutluðumst í hann um miðnætti á laugardaginn og stútuðum einni hvítvín þar.  Voðalega ljúft í blíðunni og stjörnubjörtum himni. 

Blessiykkur


Bloggleysi

Jæja já ... fólk farið að kvarta um lengd á milli færslna hjá mér Undecided  ég nenni bara varla að blogga þegar ég hef frá svo agalega litlu að segja.  Þannig að það tekur því ekki að blogga um ekki neitt. 

Það helsta svona er jú að við skruppum á þorrablót í sveitinni um daginn og það var hin besta skemmtun.  Skemmtiatriðin (heimatilbúin að sjálfsögðu) voru alger snilld.  Mikið gert grín að sameiningunni (í Flóahreppi), möstrunum sem áttu að koma í landi Galtastaða... jú og kvennaferðinni góðu sem farin var í vetur til Þýskalands LoL  Við hjónin vorum samt ekki í okkar besta stuði og vorum komin heim áður en blótinu lauk.  Aldrei slíku vant.  Samt ágætis blót alveg og ég dansaði alveg fullt.  Ekki hægt að segja það sama um bóndann.  Pouty

Nú talandi um bóndann... þá er hann að fara í fjallaferð um helgina þannig að ég verð grasekkja frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag.  Þannig að ef einhver vill kíkja í sveitina í kaffi og meððí þá er það guð velkomið.  Á líka góðar veigar á barnum, hehe. 

Bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir. 


Jarðarberjadrykkur fyrir helgina

Jarðarberjagums  Ég verð að deila með ykkur mínum uppáhalds-drykk þessa dagana og jaaa alveg síðan í haust.  Það er Jarðarberjagums og hér kemur uppskriftin:

  • Frosin jarðarber
  • Sprite eftir smekk
  • Fersk mynta (algjörlega nauðsynleg fyrir rétta bragðið)

Öllu er blandað saman í blandara og magnið af Sprite-inu fer eftir smekk.  Ég kýs að hafa þetta frekar þykkt.  Fyrir þá sem vilja er hægt að bæta slettu af Bacardi rommi útí.  Þetta er nefninlega hinn fínasti kokteill. 

ÓÓÓÓtrúlega góður og svalandi drykkur.  Verði ykkur að góðu og eigið ánægjulega helgi. 

Kveðja Rannveig


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband