Hvað skal segja...

Jæja þá er ég byrjuð í Krakkaborg og gengur það ljómandi vel.  Ekki nema 11 börn á deildinni svo þetta er aðeins minna um sig en ég er vön úr Árbæ.  Við erum allar nýjar á deildinni svo hún er í mótun hjá okkur og það er bara gaman Hlæjandi  Spennandi tímar framundan, Haustþing leikskóla Suðurlands á næsta föstudag og þá hittir maður fullt fullt af fólki úr hinum leikskólunum líka.  Alls kyns fyrirlestrar í boði og margir mjög áhugaverðir.   Ég man að ég fór í fyrrahaust á þingið.  Fór þá á milli lyfjagjafa og var rosalega glöð og ánægð að hafa komist á það.  Fórum einmitt heim til einnar úr Árbæ um kvöldið og pöntuðum okkur mat frá Menam og höfðum gaman langt fram á nótt.  Svaka stöööð  Ullandi  Það verður eflaust ekki síðra þetta árið.

Við erum búin að fá brúðkaupsmyndirnar og þær eru mjög vel heppnaðar margar hverjar.  Ljósmyndarinn tók einmitt myndir af okkur öllum saman fyrir utan kirkjuna þegar athöfnin var búin og það er frábært að eiga mynd af öllum hópnum.  Læt nokkrar fylgja hér með.  Endilega kíkið í albúmið.

Prinsessan á bænum styttir sér stundirnar þessa dagana með því að horfa á Dalalíf Brosandi Já hún á ekki langt að sækja áhugann á góðum bíómyndum.  Ætli hún sjái ekki móðir sína í klaufunum tveimur sem vita EKKERT um mjaltir eða önnur sveitastörf.   Hehemm hljómarkunnuglega þegar sumir voru að flytjast í sveitina Skömmustulegur  Hún hlær mest yfir því þegar frænkan á bænum bað Þór að þvo beljunum og hann fer að þvo þeim í framan... hva - sagðirðu ekki að ég ætti að þvo þeim!! Hlæjandi  og þegar Danni brunaði af stað á traktornum með skítadreyfarann aftan í og bunaði öllu á þvottinn á snúrunni.  Algjör snilld þessi mynd.

Hafið það gott um helgina kæru vinir og ég segi ykkur 2 nýjar fréttir í næstu viku.       So stay tuned Ullandi


Allir samankomnir við Gaulverjakirkju

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki langt að sækja góðan húmor fyrir góðum myndum sú stutta... en frábærar myndir og skemmtileg þessi fyrir framan kirkjuna. Nú á að gera mann spenntan fyrir nýjum fréttum, ég fæ það upp úr þér í kvöld hehe...sjáumst kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 16:27

2 identicon

Flottar myndir úr brúðkaupinu, hlakka til að sjá þær allar ,var að skoða fullt af myndum úr þessu skemmtilega brúðkaupi um helgina ( sem Lára tók ) sem þið verðið endilega að sjá . Þú ert alltaf að gera mann svo forvitna 2 nýjar fréttir ??????? hvað er á seiði endalaus leyndó...........gaman að því . Gangi þér vel í nýju vinnunni. Sjáumst Ko-Kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:55

3 identicon

Hæ honey og til hamingju aftur með nýju vinnuna, vona að þér eigi eftir að líða vel með litlu sveita-lubbunum nei djók:)
Flottar myndirnar úr brúðkaupinu, þessi af Sigrúnu þar sem hún er að bíða eftir ömmu og afa er alveg geggjuð, hún er engin smá fyrirsæta!!! þessi mynd ætti að fara í einhverja svona verðlaunasamkeppni (bara hugmynd) En alla vega ætla alvarlega að finna einhvern góðan tíma í að koma í heimsókn, er svo forvitin að sjá fleiri myndir og sjá allar gjafirnar og heyra slúður o.s.frv.
Hafiði það gott esskurnar
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 23:01

4 identicon

Gaman að skoða myndirnar úr brúðkaupinu, frábært að heyra að þér líst vel á nýja vinnustaðinn. Hellings munur að hafa 11 börn á deild í stað 22 eins og þú ert vön úr Árbæ. Hlakka til að hitta þig á haustþinginu, bestu kveðjur nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 09:30

5 identicon

Gaman að skoða myndirnar, væri til í að sjá fleiri;o) Gott að nýja vinnann leggst vel í þig og vonandi að þér komi til að líka vel þarna!! Þú ert nú alger snillingur í að gera mann forvitinn;o) Annars er allt gott að frétta héðan úr kongsens köben, brjálað að gera bæði í skólanum og svo er ég líka að vinna þessa dagana á skóladagheimilinu sem ég var að vinna á í sumar!!
Svo skelltum við okkur til Norge um helgina, fórum á toffæru, var þetta liður í heimsmeistaramótinu og fyrir það sem ekki vita þá varð Gísli G. Jónsson heimsmeistari;o)
Bið að heilsa öllum og hafið það nú gott")
Knús Þóra bauni

Þóra (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 16:04

6 identicon

jájá.. ætlaði að skrifa: fyrir ÞÁ sem ekki vita.... ekki það..

Godt gået;o)

Þóra (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband