Hvað er ég búin að koma mér út í...?

Formaður Krafts (félag fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur) hafði samband við mig og bað mig um að flytja stutt erindi á fundi á næsta þriðjudag um mikilvægi þess að vera með líf- og sjúkdómatryggingu.  Þetta er sameiginlegur fundur stuðningshópa Krabbameinsfélags Íslands sem verður haldinn í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ) þriðjud. 26.september n.k. og nú á að taka Tryggingamálin fyrir.  Nú ég sagði bara já já og ætla að skella mér í djúpu laugina.  Vona bara að ég drukkni ekki Ullandi 

Ég á sem sagt að segja frá því að ég hafi verið með sjúkdómatryggingu þegar ég greindist með krabbamein og hversu mikils virði það er að hafa þessa tryggingu.  Ja hérna... fer ég ekki bara létt með það?  Hmmm  jú jú það hlýtur að vera.  Ég fór nú á þennan fund í fyrrahaust líka (hann er haldinn árlega fyrir öll aðildarfélögin innan KÍ) og þetta eru nú ekki nema kannski 150 manns ... eða eitthvað svoleiðis.  Maður veit auðvitað aldrei hversu margir mæta en ég segi bara eins og ein ágætis frænka mín:  "Hva, þú ferð nú létt með þetta.  Ekki nema rétt rúmlega 100 manns.  Það þarf ekkert að stressa sig yfir því er það?" ÓákveðinnUllandi Hí hí hí... þetta sagði mín nefninlega þegar sumir voru að missa sig yfir veislustjórn einhversstaðar í sumar...   nefni engin nöfn Glottandi

Já þetta var nú fyrri fréttin gott fólk.  Hin kemur vonandi innan tíðar en þó líklega ekki fyrr en eftir mánaðarmót því þá kemur ýmislegt á hreint varðandi ýmislegt og hvort ýmislegt fari fram hjá ýmsum um hin ýmsu mál... eða þannig Tala af sér  Bla bla bla.  Say no more!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara líka þú ferð létt með þetta væna mín, gangi þér vel :)

Anna Kristín (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 13:23

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir það Anna mín. Gaman að sjá að einhverjir eru enn að fylgjast með hérna :oS

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.9.2006 kl. 18:16

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir það Anna mín. Gaman að sjá að einhverjir eru enn að fylgjast með hérna :oS

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.9.2006 kl. 18:17

4 identicon

Ekki er ég í vafa um að þú gerir þetta með glæsibrag!!Þetta er nú barnaleikur miðað við það sem þú ert búin að ganga í gegnum og hefur staðið þig eins og hetja,sjáumst á föstudag,kv.Móa

Móa (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 21:28

5 identicon

Iss, þú rúllar þessu upp mín kæra, hef ekki nokkrar áhyggjur af þér :-)
Og bara svona svo þú vitir þá kíki ég hér inn oftar en einu sinni á dag, maður kann bara ekki við að kvitta í hvert sinn sko, hehe......annars bara allt í góðu á Bakkanum. Heyrumst/sjáumst fljótlega
knús Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 08:23

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Það er einmitt skemmtilegast að fá kveðjurnar. Og bara gaman að fá kveðjur frá þeim sömu sko, hehhe. Ég ætti kannski að setja upp svona kvittsamkeppni hérna, hmmm. Glæsileg verðlaun í boði ;-)

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.9.2006 kl. 08:31

7 identicon

Þú átt eftir að fara létt með þetta.. hef ekki áhyggjur af því, frekar en Sandra;o)
Kvittsamkeppni segirú.. vann ég;o)haha..
takk fyrir kveðjuna mín megin, maður fór bara hjá sér við þessu ljúfu orð;o)híhí
knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 09:16

8 identicon

Ég skoða síðuna þína oft og dáist að þér Rannveig. Bestu kv. Kristín Magnúsdóttir í Þorlákshöfn

Kristín (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 10:23

9 identicon

Jú þetta getur þú mikið vel það veit ég, gangi þér vel kella mín. kv GUA syss

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 10:26

10 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ætlar enginn að mæta til að heyra herlegheitin?

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.9.2006 kl. 18:59

11 identicon

Viss um að þú stendur þig með sóma. Hey, en sætar brúðarmyndir. Þú ert stórglæsileg.
Kveðja, Hildur Sif

Hildur Sif (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 19:30

12 identicon

Sæl, þegar ég sá fundinn auglýstan hugsaði ég "æ maður ætti nú að drullast til að fara á þetta" svo þegar ég sá að þú værir með erindi var það "hey ég verð að fara! :)"
Ég hef ekki nokkra aðra trú en að þú rullir þessu upp eins og pró, ég sendi þér góða strauma úr salnum.
Ég þekki þennan kvíða, en þú verður ekkert smá stolt af sjálfri þér eftirá.

kv, Dagbjört Lára

Dabba (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband