Færsluflokkur: Dægurmál
23.8.2006 | 00:58
Raunveruleikinn
Ég horfði á Brúðkaupsþáttinn Já í kvöld (eða brot af honum) og þá varð þetta allt eitthvað mikið raunverulegra það sem framundan er, úúú.... spennan magnast Ég gekk frá vínpöntuninni í dag. Einnig brúðarvandarpöntun ásamt skreytingu á bílinn. Já og vottorðin marrrh. Ekki mátti ég nú vera seinni í því. Konan var svo almennileg hjá Þjóðskrá að setja pappírana okkar í forgang þannig að þeir fara í póst í dag (hhmmm komið framyfir miðnætti sko). Já og við mamma kláruðum föndrið að mestu í gær og gerðum allt klárt (að mestu svona). Þannig að þetta er allt að smella saman bara. Asssssgoti fínt.
Annars fer ég í enn eina mátunina á kjólnum til Rvk. í dag. æ ég var einhvernveginn að vona að þetta væri nú bara komið en það er alltaf einhver smá lagfæring. En þetta hlýtur nú að koma allt saman. Ja annars gifti ég mig bara í fjósalörfunum. Já og stend við það!! En ég get náð í brúðarstandinn í leiðinni svo að ferðin nýtist vel. Svo ættum við að fá salinn á morgun eða fimmtudaginn þannig að þetta verður EKKERT MÁL. Bara skutla saman borðum og stólum og voila. Bara allt reddí fyrir skreytingar. Jæja best að fara að ná sér í smá beauty sleep svo maður verði ekki eins og herfa á brúðkaupsdaginn. Maður verður nú að vera þekkjanlegur.
Og sorry Magni. Ég bara nenni ekki að vaka lengur til að bíða eftir að sjá þig flytja þetta annars ágæta lag með Nirvana í kvöld því ég þarf minn 10 tíma svefn. Svo hefurðu heldur ekkert að gera með þessum útlifuðu jöskum sem þeir í Supernova eru. Hnuss. Við viljum bara fá þig í "sólina" aftur. Svo farðu að koma þér heim drengur OK.
Bið annars að heilsa ykkur kæru landsmenn til sjávar og sveita vejo vejo
Setti inn nokkrar nýjar myndir af því þegar Regnfólkið kom saman uppi í sumarbústað í Brekkuskógi um daginn. Þar höfðum við það ossa ossa gott og börnin skemmtu sér frábærlega saman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2006 | 11:49
Vika í þetta
Jæja þá er bara vika í stóra daginn og allir orðnir spenntir Ja allavega ég svo mikið er víst. Kallinum var rænt úr vinnunni áðan af nokkrum félugum... Sem sagt steggjagleði framundan. Ég vona að þeir fari vel með kallinn. Ég vil fá hann heilann heim
Síðasta herceptin sprautan hefur farið fram og gekk vel að vanda. Fékk knús og góðar óskir frá hjúkkunum á göngudeildinni. Svo þarf ég nú að fara á 6-8 vikna fresti til að láta skola lyfjabrunninn. Ég vil nú ekki storka örlögunum alveg strax með því að láta fjarlægja hann... ég bíð aðeins með það.
Við Stebbi áttum stefnumót í hádeginu (fyrir lyfin) og fengum okkur humarveislu á Laugaási. Já gamla vinnustaðnum mínum Frekar fyndið að koma þarna inn. Þetta er allt eins og það var, sömu stólarnir, sömu borðin, sami matur... ja eða lítið breyttur matseðill en kannski örlítið dýrari og já sami eigandi sem var á vappinu þarna frammi til að fylgjast nú með að þetta fari nú allt saman rétt fram Maður fékk nú smá svona Flashback... En humarinn var rosalega góður og fékk ég hrásalat í svona litla skál til hliðar... ég sá náttúrlega alveg fyrir mér hvernig þetta var allt gert þarna á bakvið. Gaman að þessu verð ég að segja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2006 | 23:48
Síðasta lyfjagjöfin
Jæja þá fer ég í lokalyfin á morgun Langþráð verð ég að segja. Það verður nú hálf skrítið að fara ekki í bæinn á 2 vikna fresti eins og ég hef gert í heilt ár núna. En mikið assgoti er þetta nú fljótt að líða allt saman. Ég mun nú sakna kaffihúsaferðanna hjá okkur systrum því við höfum nú oft gert ansi gott úr þessu öllu saman og hitt marga og farið víða. Ég hef sjaldan drukkið eins mikið af góðu kaffi og smakkað jafn mikið af góðum réttum og kökum eins og undanfarið ár. Grænn kostur, Á næstu grösum, Maður lifandi, Iðu kaffi, Fjörðurinn, Kringlan, Smáralind og hvað þetta heitir allt saman og að ógleymdum fataleiðöngrunum okkar líka, heheh. Maður verður nú að líta á björtu hliðarnar á málunum því þetta hefur ekki bara verið leiðinlegt. Eiginlega bara ekkert leiðinlegt. Þótt þetta hafi verið erfitt á köflum þá er ég nú fljót að gleyma því slæma (sem betur fer) og lít björtum augum til þess sem er framundan.
Brúðkaupið fer að skella á og ég er nú enn voða róleg yfir þessu. Fatta stundum hvað er nú stutt í þetta og fæ smá panikk-kast yfir því. Það stendur þó stutt yfir og ég hugsa bara... æ ég get nú gert þetta á morgun. Þeir verða nú alltaf færri og færri dagarnir sem ég get hugsað svona. En ég er nú búin að fá mér brúðarstrípurnar og það eru svona spari spari... ég held ég hafi aldrei verið jafn lengi í hárgreiðslustólnum áður. Og með þetta líka stutta hár. Held að Lóló hafi aldrei sett álstrípur í jafn stutt hár Það er sko dekrað við mann og svo er Það ótrúlegt hvað er hægt að klippa mikið af stuttu hári. En nú er loksins komin LÍNA í hárið. Já já aldeilis fínt bara. Svo er annað dekur í næstu viku. Já þetta er bara gaman og ég mæli með því að þið þarna úti sem eigið eftir að gifta ykkur að drífa bara í því. Þetta er svooooo gaman En þið verðið nú auðvitað að hafa fundið þann eina rétta/réttu. Ekki bara bunast út í eitthvað óhugsað. Neeeei það gengur ekki.
Jæja það er kominn galsi í mína og þá er mál að linni. Svo er bara að sjá hver dettur út úr Rock Star í kvöld, hmmm. Ætli það verði ekki Zayira (loksins) nú eða kannski Patrice Pike. Hún mætti nú alveg fara heim í kvöld mín vegna.
OUT!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.8.2006 | 11:52
Bissí krissí
Ég ætlaði aldeilis að hafa það gott í ágúst og njóta þess að undirbúa brúðkaupið í rólegheitum án þess að þurfa að mæta í vinnu og svona en ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er tímafrekt allt saman. Svo er nú ekki auðvelt að föndra eitthvað fínerí með litla 4 ára skottu yfir sér því hún er búin að vera í sumarfríi síðan í byrjun júlí. Svo þarf maður að panta sér tíma í hinu og þessu til þess að líta nú sæmilega út á brúðkaupsdaginn Reyndar koma nú inn í þetta hinir ýmsu tímar í öðru en því sem fylgir brúðkaupinu eins og hjartaómun og brjóstamyndataka (eftirlit því nú er komið heilt ár frá brottnámi). Svo þarf ég að fara í SÍÐUSTU SPRAUTUNA 17. ágúst jei jei jei!!! Nú svo er mátun sama dag... vonandi lokamátunin á kjólnum því það þarf auðvitað að fiffa hann aðeins til fyrir mig og mínar sérþarfir Svo er það klipping, lit & plokk og ýmislegt sem tínist til. Púff ég vildi ekki vera að vinna líka. Mér sýnist mér ekkert veita af þessum tíma því það eru bara rúmar 2 vikur til stefnu. Úhúúú
Sigrún byrjar nú í leiksólanum aftur á morgun og hlakkar skvísunni mikið til að hitta krakkana aftur. "Mamma ég sakna svoooo krakkanna" sagði hún við mig í gær þannig að þetta er að verða ágætistími í fríi. Hún hefur nú tekið svolítið aukafrí með mér því ég fór í frí í júní. Suma daga hefur henni leiðst dálítið en þetta hefur nú sloppið nokkuð vel miðað við að við búum í sveitinni og engir krakkar á næsta bæ til að hlaupa til. Hún hefur reyndar verið með yndislega stelpu sem hefur verið að passa hana af og til í sumar og Sigrún fílar hana í botn. Svo áttum við líka frábæran tíma með frændsystkinum okkar í júní svo þetta sumar er búið að vera nokkuð gott þrátt fyrir kalda daga og BLAUTA, hehe. En við eigum ágætisþak á þessu húsi þannig að okkur líður vel og flest búin að jafna okkur á kvefinu.
Nú framundan er útilega REGNFÓLKSINS í Brekkuskógi. Þar ætlum við að hittast með krakkaskarann og hafa það notó í bústað m & p
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.8.2006 | 18:09
Magni flottur
Æ var að skoða æðislegar myndir af Magna (Megní) inn á Rock Star Supernova vefnum. Jiii hvað hann hefur verið ánægður að fá konuna og barnið til sín. Ekkert smá krúttlegar myndir. Það verður gaman að sjá hann annað kvöld syngja frumsamið lag. Held að þau eigi öll að taka frumsamin lög í næsta þætti Ef þið smellið á myndina komist þið inn á Rock Star svæðið.
Við vorum annars að koma heim úr sumarbústaðarferð í Brekkuskógi. Höfðum það agalega ljúft alla helgina með mömmu og pabba og fjölskyldunni úr Garðabænum. Veðrið var barasta fínt. Logn og "smá" rigning á laugardaginn en þurrt hina dagana. Það komu slatti af gestum í gær og var það bara gaman
Adios amigos
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2006 | 14:48
Góð afmælisgjöf
Jæja þá er komið að því að afhjúpa "leyndóið" sem þið hafið beðið spennt eftir En eins og ég hef bent á þá vitið þið þetta flest sko... en ég er sem sagt að fara að skipta um vinnu. Er komin með deildarstjórastöðu á leikskólanum í sveitinni (minni ) og Sigrún færist þangað líka frá Ásheimum. Við byrjum báðar í september, sem sagt eftir brúðkaup Ég er mjöööög glöð með þetta og hlakka bara til að takast á við nýtt og skemmtilegt starf í nýju umhverfi því ég verð deildarstjóri á "miðdeild" en Sigrún fer á elstu barna deild. Ég fékk bara að vita þetta áðan svo að þetta var skemmtileg síðbúin afmælisgjöf En ég vaknaði annars við það á afmælisdaginn (í gær) að litla skottan kom hlaupandi að rúminu mínu og kyssti mig og sagði: Góðan daginn afmælisstelpa. Ekkert smá sætt að vakna við svona.
Yfir og út!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.7.2006 | 12:06
Mánuður í B R Ú Ð K A U P
Jeminn. Það er aðeins mánuður til stefnu og ég EKKI BÚIN AÐ UNDIRBÚA NEITT!!! Ha ha ha ha ha haaaa eða þannig sko. Jú þetta er allt að smella saman. Segi ekki meir... það verður nú að vera eitthvað surprise ha en ég sit við föndrið á kvöldin og nýt mín í botn.
Var að gramsa í skápunum hjá mér áðan og hvað haldiði að ég hafi fundið.... fermingarhanskana fínu Skrítið hvað manni finnst maður vera fínn þega búið er að setja upp hanskana, hehe Ja þeir eru til margra hluta nytsamlegir get ég sagt ykkur. Er búin að koma þeim fyrir á góðum stað. Já og Sálmabókin var á sínum stað líka. Mamma hefur gengið ægilega fínt frá þessu á sínum tíma í Vanity fair kassa.
Sigrún er hér úti í garði núna með Indíánatjaldið sitt og Baby born og útilegustólinn góða sem Þuríður gaf henni. Ekkert smá ánægð núna skvísan. Komin í útilegu og situr bara þar og nýtur lífsins á milli þess sem hún þjónar öllum gestunum í útilegunni. Það eru náttúrlega ALLIR úr Latabæ. Siggi sæti er þar eiginlega fremstur í flokki og svo koma Íþróttaálfurinn, Solla og allir hinir. Já það er fjör á bænum það er óhætt að segja það. Annars eru komnar nýjar myndir á heimasíðuna hennar.
Yfir og út!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2006 | 23:53
Uppskriftin
Vegna fjölda áskorana kemur hér uppskriftin að humarpizzunni góðu:
- 1 pizzabotn (ég gerði hann úr 250 g. spelti, 3 tsk. vínsteinslyftidufti, 1 tsk salti, 2 msk. ólívuolíu og 125 ml. volgu vatni. Hnoðaði þessu létt saman og forbakaði í ca 3 mín. Breiddi svo blautu vizkustykki yfir á meðan ég útbjó restina).
- 1 hvítlaukur (ekki 1 lauf heldur HEILL hvítlaukur)
- 20 humarhalar teknir úr skelinni
- ólívuolía
- 1 poki rifinn pizzaostur
- 1 bakarofn og ofnplata
Steikið hvítlaukinn í sneiðum í ólívuolíunni og skellið humrinum útí í smá stund. Ekki of lengi. Kryddið með salti og pipar. Ekki of mikið Smyrjið pizzubotninn með olíu og skutlið hvítlauknum og humrinum jafnt yfir pizzuna og að lokum rifna ostinum yfir allt saman og bakð í 10 mín. í 200 gráðu heitum ofni (ekki blæstri). Etið hægt og njótið. Hvítvínið sem við drukkum með þessu var Vina Sol frá Torres. Voðalega ljúft og gott.
Sit hér og sötra Panodil Hot því fjölskyldan virðist vera að fyllast af kvefi svona um hásumar. Haldiðasé!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2006 | 21:58
Humarpizza og hvítvín
Bjó til þessa líka gómsætu pizzu í kvöld með humri og miklum hvítlauk og olíu og osti yfir. Je dúdda mía hvað hún var góð. Slurp og sleeeef.
Rakst annars á þennan skemmtilega lista á bloggsíðu áðan. Þú veist að það er árið 2006 ef:
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm vantar.
10. Þú virkilega skrollaðir til baka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhversstaðar EF þú féllst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhversstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neinu því hverjum er ekki sama um svona lista ...
En vinir þínir munu missa af frábærri skemmtun.
Hér fyrir neðan er svo mynd af kvöldroðanum á föstudagskvöldið 21.júlí. Ótrúlega fallegur himininn og hreinlega eins og sé að kvikna í honum. Ef þið smellið á myndina og rýnt er í hana má sjá rúllurnar sem bóndinn á eftir að hirða heim
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2006 | 23:49
2 skipti eftir
Þá er ég komin úr borginni blíðu í blíðu Svei mér þá - alla mína daga. Það var ekki hægt að vera inni í bíl í dag slíkur var hitinn. Jeminn eini. Ég kíkti náttúrlega í nokkrar búiðir áður en ég fór í lyfin. Hitti lækninn ekki í þetta sinn þannig að ég fékk ekkert að vita úr sneiðmyndatökunni sem ég fór í fyrir 2 vikum (já veit... fljótt að líða) en engar fréttir eru góðar fréttir er þakki? Ég sveitamanneskjan arkaði náttla af stað í bæinn í morgun í STÍGVÉLUNUM í hitanum (sem ég vissi btw ekki að ætti eftir að verða svona mikill í dag) jaaaa þetta voru að vísu ekki fjósastígvélin en ansi voru þau heit þannig að ég rauk í búð og keypti mér sandalalalala. Rauða og fína. Veit það ekki á góða orku?! Það held ég Það getur alla vega ekki verið að rauði liturinn þýði að mig vanti orku því orkumeiri hef ég ekki verið í laaaaangaaaan tíma. Og hana nú!! En mikið leið mér betur í fótunum.
Það er víst ekkert lát á blíðunni næstu daga svo ég hvet ykkur endurskinsmerkin þarna úti að kaupa ykkur sterka sólarvörn svo maður gangi ekki fram á brunarústir einar eftir helgina. Ja það var nú bara 18 stiga hiti á Hellisheiði í dag. Það er nú bara ekkert öðruvísi.
En já alveg rétt. Í dag eru ákkúrat 365 dagar síðan ég fór í skurðaðgerðina (brottnámið). Já vá fljótt að líða myndi ég segja. Og sársaukinn við þetta allt saman er nú eiginlega bara gleymdur. Svona að mestu.
Hafið það gott í blíðunni næstu daga. Það ætla ég að gera og bjóða kallinum upp á humarpizzu og vel kælt hvítvín með, mmmmm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar