Mánuður í B R Ú Ð K A U P

Jeminn.  Það er aðeins mánuður til stefnu og ég EKKI BÚIN AÐ UNDIRBÚA NEITT!!!  Ullandi  Ha ha ha ha ha haaaa eða þannig sko.  Jú þetta er allt að smella saman.  Segi ekki meir... það verður nú að vera eitthvað surprise ha Glottandi  en ég sit við föndrið á kvöldin og nýt mín í botn.

Var að gramsa í skápunum hjá mér áðan og hvað haldiði að ég hafi fundið.... fermingarhanskana fínu Brosandi Skrítið hvað manni finnst maður vera fínn þega búið er að setja upp hanskana, hehe Koss   Ja þeir eru til margra hluta nytsamlegir get ég sagt ykkur.  Er búin að koma þeim fyrir á góðum stað.  Já og Sálmabókin var á sínum stað líka.  Mamma hefur gengið ægilega fínt frá þessu á sínum tíma í Vanity fair kassa. 

Sigrún er hér úti í garði núna með Indíánatjaldið sitt og Baby born og útilegustólinn góða sem Þuríður gaf henni.  Ekkert smá ánægð núna skvísan.  Komin í útilegu og situr bara þar og nýtur lífsins á milli þess sem hún þjónar öllum gestunum í útilegunni.  Það eru náttúrlega ALLIR úr Latabæ.  Siggi sæti er þar eiginlega fremstur í flokki og svo koma Íþróttaálfurinn, Solla og allir hinir.  Já það er fjör á bænum það er óhætt að segja það.  Annars eru komnar nýjar myndir á heimasíðuna hennar.

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta er enginn búinn að kvitta fyrir komuna...
En hvað ég skil vel að þú njótir þín í botn í föndrinu... það er líka svo gaman að gera þessa hluti sjálfur, af því að svo eftir á að líta er brúðkaupið miklu eftirminnilegra, af því að þá er maður búinn að vera svo legngi að stússa... gætir þú hugsað þér að mæta bara í brúðkaupið á sama tíma og allir hinir og ekki hafa gert neitt sjálf... það gat ég "i hvert fald" ekki;o) Á morgun eigum við Andri 6 ára brúðkaups afmæli!! finnst eins og það hafi verið í gær;o)

En annað er að ég læt þig hér með vita að ég kem í brúðkaupið! Og endilega mundu að tilboðið frá mailnum stendur enn!!!

Að lokum þá vildi ég láta þig vita að ég var að skrifa færslu (loksins;)
Knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 14:12

2 identicon

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Rannveig
Hún á afmæli í dag!!!!!!!! Hipp hipp húrra!!!

Knús og kossar í tilefni dagsins dúllan mín
þín Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 22:19

3 identicon

Hæ hæ elsku frænka til hamingju með afmælið í gær kveðja Elín Birna .

Elín Birna (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 10:49

4 identicon

Takk elskurnar. Við áttum góðan dag í gær. Það komu nokkrir í kaffi og kökur og svo var gestunum gefið að smakka á freyðivíninu sem verður í brúðkaupinu :o)

Rannveig sjálf (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123789

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband