Bissí krissí

Ég ætlaði aldeilis að hafa það gott í ágúst og njóta þess að undirbúa brúðkaupið í rólegheitum án þess að þurfa að mæta í vinnu og svona Hissa  en ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er tímafrekt allt saman.  Svo er nú ekki auðvelt að föndra eitthvað fínerí með litla 4 ára skottu yfir sér því hún er búin að vera í sumarfríi síðan í byrjun júlí.  Svo þarf maður að panta sér tíma í hinu og þessu til þess að líta nú sæmilega út á brúðkaupsdaginn Ullandi  Reyndar koma nú inn í þetta hinir ýmsu tímar í öðru en því sem fylgir brúðkaupinu eins og hjartaómun og brjóstamyndataka (eftirlit því nú er komið heilt ár frá brottnámi).   Svo þarf ég að fara í SÍÐUSTU SPRAUTUNA 17. ágúst Hlæjandi jei jei jei!!!  Nú svo er mátun sama dag... vonandi lokamátunin á kjólnum því það þarf auðvitað að fiffa hann aðeins til fyrir mig og mínar sérþarfir Ullandi  Svo er það klipping, lit & plokk og ýmislegt sem tínist til.  Púff ég vildi ekki vera að vinna líka.  Mér sýnist mér ekkert veita af þessum tíma því það eru bara rúmar 2 vikur til stefnu.   Úhúúú Hlæjandi

Sigrún byrjar nú í leiksólanum aftur á morgun og hlakkar skvísunni mikið til að hitta krakkana aftur.  "Mamma ég sakna svoooo krakkanna" sagði hún við mig í gær þannig að þetta er að verða ágætistími í fríi.  Hún hefur nú tekið svolítið aukafrí með mér því ég fór í frí í júní.  Suma daga hefur henni leiðst dálítið en þetta hefur nú sloppið nokkuð vel miðað við að við búum í sveitinni og engir krakkar á næsta bæ til að hlaupa til.  Hún hefur reyndar verið með yndislega stelpu sem hefur verið að passa hana af og til í sumar Hlæjandi og Sigrún fílar hana í  botn.  Svo áttum við líka frábæran tíma með frændsystkinum okkar í júní Hlæjandi svo þetta sumar er búið að vera nokkuð gott þrátt fyrir kalda daga og BLAUTA, hehe.  En við eigum ágætisþak á þessu húsi þannig að okkur líður vel Glottandi og flest búin að jafna okkur á kvefinu.

Nú framundan er útilega REGNFÓLKSINS í Brekkuskógi.  Þar ætlum við að hittast með krakkaskarann og hafa það notó í bústað m & p Brosandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er svolítið stúss en bara gaman :)

Anna Kristín (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 11:28

2 identicon

Hæ skvís!!
Ég skil alveg að þú sért ánægð að vera ekki að vinna á meðan þú ert að stússa í þessu öllu saman... þetta er alveg "full time job") en ógilega gaman samt;o) nú er bara rúm vika þangað til ég kem til landsins... jibbí jei;o)
Knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 18:34

3 identicon

Hæ honey, sorry hvað ég hef verið ódugleg við að kvitta, en bæti úr því hér með,,,, já vá hvað það er stutt í brúðkaupið, ekkert smá spennó!!! Gangi þér rosa vel í undirbúningnum og hafðu það gott um helgina (í rigningunni)
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 13:13

4 identicon

Sjáumst hressar í búst. Kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 19:12

5 identicon

Sæl esskan, gott að heyra að allt gengur vel í undirbúningnum öllum. Sakna þín úr Árbæ. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband