TRYGGÐU ÞIG!

Jæja þá hef ég lokið erindi mínu í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ) og gekk það bara glimrandi vel.  BrosandiÉg er auðvitað voða fegin að þetta er búið en líka stolt af sjálfri mér fyrir að hafa þorað þessu og tekið þetta að mér.  Ég hefði að vísu viljað sjá fleiri í salnum Fýldur en það var frekar léleg mæting.  Kannski um 70 manns til að giska á eitthvað.  Óákveðinn  Það vantar alveg að ungt fólk síni þessu málefni áhuga.  Og þá er ég aðallega að tala um þá "heilbrigðu" því þú tryggir ekki eftir á eins og við komumst svo sannarlega að í gær.  Því upplýsingafulltrúinn frá KB-líf sagði blákalt út að líklega fengjum við ekki tryggingu sem höfum nú þegar greinst með krabbamein. Öskrandi Hvert tilfelli er að vísu skoðað fyrir sig en að öllum líkindum fær hinn krabbameinsgreindi EKKI sjúkdómatryggingu, hnuss.  Ég skil nú ekki alveg hvers vegna er þá ekki hægt að tryggja sig fyrir öllum öðrum sjúkdómum en krabbameini hafi maður greinst með það.  Það eru svo margir aðrir sjúkdómar til sem vert er að tryggja sig fyrir.  Og þeir eiga ekkert skylt með krabbameini.  Ég vil að minnsta kosti hvetja allt ungt fólk til þess að fá sér sjúkdómatryggingu sem fyrst.  Því það er mjög mikilvægt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagnum ofan á allt annað ef heilsan bregst.  Svona, tsjop tsjop... allir út að kaupa tryggingu!!!  Ja eða bara taka upp tólið Hissa

Spurning hvort eigi ekki bara að skylda alla til að fá sér sjúkdómatryggingu Óákveðinn  Þá borga bara allir í pottinn og þá er alltaf nóg til í pottinum því aðeins brotabrot þeirra sem tryggja sig þurfa síðan að nýta sér trygginguna.  Líf- og sjúkdómatrygging er nú einmitt trygging sem maður borgar með glöðu geði en vonar að þurfa aldrei að nýta sér.   Og það er bara HUNDFÚLT að vera ekki tryggður þegar og ef eitthvað kemur fyrir mann eins og kom nú einmitt í ljós hjá einum fyrirlesaranum í gær.  Hann sagði sína sögu af því að greinast með krabbamein og hafa ekki tryggingu.

En jæja nóg um það.  Allir löngu hættir að lesa örugglega.  Já ég sé það núna að ég get ekkert hætt að blogga.  Ég hef alltaf nóg að segja annað slagið svona.  Bara spurning hvort einhver sé að lesa.  Stundum finnst mér ég vera ein í heiminum hérna á vefnum því ég veit ekkert hverjir sjá þetta og hverjir ekki.  Ef þið viljið ekki kvitta á kommentin hér þá er gestabók líka á síðunni Glottandi

Við mæðgur erum heima núna því skutlan er með gubbupest.  Fýldur  Ég þurfti að bregða mér frá á meðan ég skrifaði þessa færslu til að rétta henni skálina.  Úff.  "Æ mamma, af hverju þarf ég að gubba.  Það er vont að gubba."  Ég vona bara að þetta standi stutt yfir.  Hún getur auðvitað ekkert borðað en drekkur vatn og eplasafa.  Og er núna með home made klaka sem hún bryður.  Það besta sem ég fékk þegar ég fékk gubbupest sem krakki var einmitt frostpinni og kók.

Heyrumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr
Ég var 29 ára á lokaönn í Tækniháskólanum þegar ég veiktist, ekkert stéttarfélag, engin réttindi fyrir námsmenn, með barn og í leigu. Pirringurinn blossaði upp í gær á þessum fundi.

Ungt fólk á sérstaklega að fá sér svona tryggingar, strax 18 ára. Því þau eru í skóla og vantar þessi réttindi sem vinnandi fólk hefur. Þessar almannatryggingar duga lítið (fólk heldur að íslenska kerfið reddi manni en það er ekki alveg raunin) og mér sýnist að stefnan sé að þau leggjist af. Til þess að fá úr lífeyrissjóðnum þarf að hafa unnið í 3 ár. Svo eru iðgjöldin svo lág þegar maður er svona ungur, það þarf bara að drífa í þessu. Hvet alla til þess.

Dabba (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 11:36

2 identicon

Líst vel á þessa tillögu þína nafna mín að allir séu skyldaðir til að kaupa sjúkdómatryggingu, því ALLIR geta orðið veikir og þú hefur enga tryggingu í lífinu fyrir því að halda heilsunni sem er það mikilvægasta af öllu, það vita fólk eins og þú sem hefur lent í að missa hana tímabundið. Vissi að þetta myndi ganga vel hjá þér og þú stæðir þig með sóma. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 12:33

3 identicon

Já ég tek undir með ykkur það er nauðsynlegt að benda ungu fólki á að tryggja sig, því þú tryggir ekki eftir á.
Fundurinn var virkilega góður og fekk mann til að hugsa og þarna sá maður svart á hvítu hvað almannatryggingakerfið borgar í raun og veru lítið.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 17:32

4 identicon

Er með líf og sjúkdóma tryggingu :) Bið að heilsa í sveitina, gubban hlýtur að klárast fljótlega, kv. Erla Guðfinna

Erla Guðfinnna (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 18:09

5 identicon

Sæl Rannveig
Ég er búin að leita út um allt að netfanginu þínu en finn ekki! Viltu hafa samband við mig á: theflirtmaster@gmail.com - langar að birta umfjöllun um þennan tryggingafund í næsta blaði sem fer mjööög bráðlega í prentun! Kv. Ingibjörg (ritstjóri Kraftsblaðsins)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 00:29

6 identicon

Hæ hæ vonandi er Sigrún mín orðin hress af gubbupestinni. Flott hjá þér Rannveig að flytja erindið og ps ég er tryggð í bak og fyrir....kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 22:32

7 identicon

Ég vissi nú alltaf að þetta mundi ganga vel hjá þér.
Ég er viss um að það eru margir sem lesa ,,bloggið" þitt, svo ekki hætta, maður fékk smá sting. Auðvitað er þetta kannski stundum svolítið eins og enginn hafi lesið, en það er ekki þannig. Kveðja. Auður Anna.
P.s.1. Það var nátturlega þessi ganga á sama tíma og fundurinn, það hefur eflaust haft áhrif. Svo er 70 ekkert voða lítið, nema að málefnið er brínt.
P.s.2.Vona að pestin sé gengin yfir.Kv. AuA.

Auður Anna Pedersen (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband