Þriðjudagur 26.september

Við hjónin eigum mánaðar brúðkaupsafmæli í dag.  Gaman að því.  Koss  Enda er maður svo þvílíkt frúarlegur núna að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð. Ullandi

 En jæja það er komið að því.  Ég á að halda smá fyrirlestur í kvöld um gildi þess að vera með sjúkdómatryggingu þegar maður greinist með krabbamein.  Ég væri að ljúga því ef ég segðist ekki hafa nokkur fiðrildi í maganum.  Já nokkuð margar púpur bara því þau eiga sko örugglega eftir að klekjast út í kvöld.  Spurning hvort ég verði kjaftstopp, hmmm?  Ja það væri þá í fyrsta skipti.  Púff!!!

Ég er búin að setja helstu punkta niður á blað og svo vona ég bara að þetta blessist allt saman.   Nú það verður þarna maður frá KB-líf svo að ég get hóað í hann ef ég lendi í vandræðum.

Wish me luck Brosandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko ég held nú að þú farir létt með þetta eins og þér er einni lagið elskan. Já gift í einn mánuð segirðu, við erum nýbúin að vera gift í heilt ár, ótrúlega fljótt að líða......áður en við vitum af verðum við gamlar virðulegar frúr að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmæli á framandi slóðum. Sé okkur sko alveg í anda, djöfulli hressar og góðar :-)

Sendi þér hvatningarstrauma í kvöld því ég geri ekki ráð fyrir að komast
knús S.

Sandra Dís (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 08:39

2 identicon

Gangi þér vel með þetta elskan, hef fulla trú á þér í þessu verkefni, veit að þú átt eftir að standa þig með sóma. Bestu kveðjur og til hamingju með mánaðar brúðkaupsafmælið frú mín góð. Nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 09:57

3 identicon

Gangi þér rosa vel í kvöld elsku dúllan mín... eins og ég veit að þér gengur!! til hamingju með mánaðar brullups afmælið;o)
Knús í kotið og ég verð með þér í anda í kvöld!!
kv Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 11:02

4 identicon

Sendi þér allar mínar hlýjustu hugsanir í kvöld! Go girl :-)

Gunnur (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 11:09

5 identicon

Takk elskurnar ;)

Rannveig B. (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 12:44

6 identicon

Rannveig mín, gangi þér vel með fyrirlesturinn. Þú rúllar þessu örugglega upp, fínt að nota tímann í bílnum til að hita upp, gera öndunaræfingar og syngja hástöfum ! Þá verðurðu í góðu "stöði" í kvöld.Kær kveðja til þín og þinna, Inga V.

Ingibjörg Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 16:12

7 identicon

Eins og þú sérð hef ég ekki litið hér við í nokkra daga ( sorry darling ) Þegar þetta er skrifað ertu örugglega búin að halda þitt GÓÐA erindi og vonandi hefur allt gengið vel, hlakka til að heyra í þér. Til hamingju með mánaðar- brúðkaupsafmælið. Kveðja Anna Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband