Færsluflokkur: Dægurmál

Leirum og leirum

Prinsessan var að leira um daginn og setti ég inn nokkrar myndir af því tilefni.  Alltaf gaman að leira og margt skrítið hægt er að búa til úr leirnum.   IMG_2281Litríkur og flottur leirinn.  IMG_2288Einbeitingin skín úr andlitinu...  IMG_2292Hæ   IMG_2304Hér er komið þetta fína listaverk.

En annars komu Regnfólkskonur til mín í gærkvöldi.  Við fjölskyldan vorum nýkomin úr indælli sumarbústaðarferð í Brekkuskógi þegar dömurnar byrjuðu að streyma að.  Ég skutlaði saman kjúklingasalati handa þeim og bauð upp á kaffi og súkkulaði á eftir.  Voða nice.  Ein komst ekki sökum veikinda allra fjölskyldumeðlima Fýldur  Vona svo sannarlega að þau séu hressari í dag.  En það var mjög gaman að fá æskuvinkonurnar í heimsókn og við höfðum ekki hist allar síðan í brúðkaupinu í sumar og var því orðið löngu tímabært að hittast.  Takk fyrir komuna stelpur.  Látum líða styttra á milli næsta "saumós" og þá verður nú ýmislegt á prjónunum   


Viðtalinu frestað

Það var víst búið að setja inn viðtalið við mig í Dagskrána rétt fyrir prentun en var tekið út á síðustu stundu vegna auglýsinga um prófkjör flokkanna.  Já hún er skrítin TÍK þessi pólitík.  Það verð ég að segja.      Blöðunum er hreinlega ekki flettandi þessa dagana.  Þvílíkur áróður.  Og helmingurinn ... nei segi ekki meir.  Fæst orð bera minnsta ábyrgð.  Ullandi  Mér skilst að þetta komi í næstu viku.  Það hefði nú eiginlega verið upplagt að hafa þetta viðtal í sama mánuði og árvekni um brjóstakrabbamein er eeeeen... svona er þetta bara.  Það verður margt að víkja fyrir tíkinni.  Sko pólitíkinni.

Leikskólinn okkar fór á mjög skemmtilegan tónlistarviðburð í dag í Þjórsárveri.  Tveir mjög svo skemmtilegir menn með fullt af hljóðfærum í hinu ýmsu ásigkomulagi *hóst*  spiluðu og sungu fyrir okkur.  Þeir notuðu nú ýmsan annan varning og má þar nefna gúmmívettling, hárblásara og sápukúluvél börnunum til mikillar gleði.  Þetta var rosa gaman.  Þeir sögðust sko vera svona endurvinnsluhljómsveit   

Ég var að borga Heidelbergferðina mína í vikunni.  Er að fara í aðventuferð þangað með fullt af konum í sveitinni og það verður eflaust mikið stuð.  Verðum í 3 nætur.  Hef heyrt að Heidelberg sé voða skemmtilegur staður og frábært að koma þangað á þessum tíma.  Hlakka mikið til að sjá jólaljósin og jólastemninguna í heild þar því jólabarnið í mér er alltaf að verða stærra og stærra með hverju árinu.  Skrítið.  Það var nú bara hálf jólalegt að líta út í  morgun þegar maður sá veðráttuna og snjóinn liggja yfir öllu.  En jæja INGIBJÖRG ... þetta er orðið gott! 

GOTTH!!!


Við hesta heilsu

Jæja gott fólk.  Ballið var algjör snilld Hlæjandi  Ég hitti fullt af fólki sem ég hef jafnvel ekki séð í mörg ár og það var auðvitað mjög gaman.  Svo var dansað og sungið og allur pakkinn bara.  Mjög skemmtilegt ball og pottþétt að ég mæti að ári Hlæjandi  og það var sko enginn slappleiki daginn eftir get ég sagt ykkur.  Maður þolir nú ýmislegt, hehe Ullandi 

Ég mæli með því að þið náið ykkur í Dagskránna á morgun.  Það er fréttablað sem er dreift frítt í hús á Suðurlandi.  Einnig er hægt að lesa það á netinu.  http://www.sudurland.net  held ég að slóðin sé.  Þið verðið svo bara að leita í blaðinu eftir einhverju áhugaverðu til að lesa Glottandi

Fékk skemmtilega gesti í gær og það var sko mikið spjallað.  Takk fyrir komuna Bogga, Ágúst og Agnes.  Endilega komið sem fyrst aftur.  Nú eða við Sigrún brunum í bæinn eftir leikskóla einn daginn.  Aldrei að vita.

Jæja kominn vinnutími.  Adios


Sveitaball...

Dóttir mín vaknaði í nótt og kom skríðandi upp í rúm með öll "börnin" sín þannig að rúmið var orðið fullt af fígúrum kl. 02 í nótt Óákveðinn  svo bað hún mig að syngja fyrir sig... ég hélt nú ekki.  Búin að sofa í um 2 tíma sjálf og ekki alveg tilbúin í söng svona nývöknuð.  Ég sagði henni að hún ætti nú bara að fara að sofa aftur því það væri ennþá nótt.  Og hún sofnaði um þrjúleytið aftur svo að ég færði hana yfir í rúmið sitt.  Ég sofnaði svo sjálf aftur um 04   Vaknaði prinsessan svo um 8.30 í morgun... fór fljótlega á wc og kallaði á mömmu sína.  Mamman var eitthvað syfjuleg (I wonder why) svo að Sigrún segir:  "Oh, mamma.  Af hverju ertu svona löt?"   "Hva finnst þér ég löt við þetta, eins og ég nenni þessu ekki?" segi ég.  "Jahahahá" segir sú stutta og fær bara hláturkast.  Skilur ekkert í þessu með þessa LÖTU mömmu, hmmm!

  En já það er sem sagt sveitaball í sveitinni í kvöld.  Kallinn í nefndinni svo maður sleppur ekki við að fara   

Sveitaball, já ekkert jafnast á við sveitaball,
þar sem að ægir saman alls kyns lýð
í erg og gríð að kela kátt hver á sinn hátt.
Þar eru ungmeyjar
og allt upp í uppskoprnaðar gamlar kerlingar.
Já, þar er úrval mest og menn sér skemmta best,
ef það er ekta sveitaball. Hissa Ullandi

  Hafið það gott!

Komnar fleiri myndir hér inn úr brúðkaupinu Brosandi

Kem alveg af fjöllum

Sigrún í Kerlingarfjöllum

Jæja þá erum við komin heim úr fjallaferðinni sem tókst svona líka glimrandi vel Hlæjandi  Ja fyrir utan þá leiðinda staðreynd að prinsessan á heimilinu er bullandi bílveik á þessum vegleysum sem við fórum.  En að öðru leyti tókst allt vel.  Við höfðum skemmtileg verkefni að leysa á leiðinni sem ein í hópnum var búin að búa til handa okkur og við HELDRI borgararnir í hópnum stóðum okkur með slíkri snilld að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð Glottandi  Við þurftum að semja texta og flytja hann, ráða 2 gátur, finna slattann allan af alls kyns hlutum á leiðinni eins og hjólkopp, bjórdós, hundasúru, hvönn, ber, vatn úr jökulá og bergvatnsá og ég veit ekki hvað.  Þetta gerði ferðina enn skemmtilegri og fróðlegri.  Við gistum á Hveravöllum síðustu nótt og komum svo við í Kerlingarfjöllum á leiðinni heim í dag.  Það var nú bara gaman þar sem ég hef ekki komið í K-fjöllin í 17 ár Hissa  Það rifjuðust upp hin ýmsu atriði í dag, kvöldvökurnar, skíðaferðirnar og margt fleira skemmtilegt Ullandi  en ég fór þangað fyrst á skíði í skólaferðalag með Barnaskólanum á Eyrarbakka vorið 1988 og svo aftur með 2 vinkonum sumarið eftir.  Rosa skemmtilegar ferðir og mikið skíðað Brosandi

Læt fylgja með eina mynd af skvísunni sem er tekin í Kerlingarfjöllum í dag.  Kveð í bili

Rannveig

Ein upprifjun að lokum:  (Óli skans)  Stafinn út, stafinn út.  Stemma beygja rétta.  Í einum kút, einum kút.  Er ég hreint að detta.  Valdi-Valdi-Valdimar!  Voðalega gengur það með vinstri beygjurnar Hlæjandi

Komnar myndir úr ferðinni á heimasíðu Sigrúnar Svalur


Endalausir læknatímar

Búin í enn einum tímanum hjá augnlækninum... á orðið minn fasta augnlækni sem ég kann orðið bara nokkuð vel við.  Hann gefur sér tíma með manni og útskýrir hvað það er sem er að augunum og af hverju Brosandi  Ég fór í þennan tíma í dag út af þessu flökti sem ég hef stundum verið að finna fyrir.  Þá hellist yfir mig allt í einu svona sjóntruflanir, eins og ég sé stödd á brjáluðu diskóteki með þvílíku diskóljósin blikkandi að ég sé ekkert annað en blikkljós.  Þetta getur varað í allt að hálftíma í senn.  En augnlæknirinn sagðist strax vita hvað þetta væri ... AUGNMÍGRENI Hissa  og er það nú til?!!  En já það er víst og það er ekkert hægt að gera við þessu, það er voða misjafnt hve oft fólk fær þessi köst en þetta gerist af því að það kemur krampi í æðina í auganu og hún þrengist verulega.  Svo víkkar hún aftur og þá fer blóðflæðið á svo miklum krafti af stað aftur að það verður nánast blóð-flóð Óákveðinn og þá koma þessi einkenni fram.  Skrítið, hmmm.  En sem betur fer kemur þetta mjög sjaldan hjá mér en hann sagði að þetta tengdist höfuðverkja-mígreninu sem ég er líka með (fæ reyndar mjööög sjaldan orðið mígrenikast) 7-9-13.  Maður ætti kannski ekki að segja svona á F Ö S T U D E G I N U M 13. Ullandi  En svona er þetta nú.  Hann lét mig svo líka fá augndropa - aftur - til þess að reyna að draga úr bjúgnum og roðanum í augunum.  Nú nú nema hvað.  Hann vill líka að ég fari aftur til hans Haraldar vinar míns og láti stinga á táragöngin -aftur- því ég er með krónískar bólgur þar sem verður að losa um með svona líka skemmtilegum ástungum.  Það er eitthvað örlítið viðameiri aðgerð en var gerð síðast (í júní).  Æ vonandi tekst þetta þá almennilega og ég LOSNA VIРÞURRKURNAR sem ég er orðin ansi þreytt á Öskrandi  og tek stundum pirringsköst út af.  Sem betur fer oftast í einrúmi Óákveðinn

En alla vega.  Við litla fjölskyldan erum að fara í fjallatúr á morgun (laugardag) og ætla ég að halda áfram að pakka niður.  Búin að smyrja fullt af samlokum og kaupa smá gotterí og Sigrún er þvílíkt spennt að vera sko að fara í FJALLAFERÐ Hlæjandi  Gaman gaman.

Yfir og út! 


Komiði sæl

Jæja ég er enn á lífi... hef bara haft minni tíma til að blogga undanfarið og hef heldur ekki verið neitt svakalega upplögð til þess að láta eitthvað frá mér hérna.  Það er einhver ritstífla í minni.  Vonandi ekki neitt sem er komið til að vera.

En ég hafði það rosalega gott í bústað foreldra minna um helgina með Sexu-skvísunum og henni litlu Dröfn sem er 5 mánaða dúlla.  Hún var algjör engill í þessari ferð og bara drakk og svaf og svaf... já það er sko gott að sofa í sveitakyrrðinni Brosandi  Olla eldaði sjúklegan kjúkling sem var með furuhnetufyllingu sem var troðið inn í æðri endann á kjúllanum Hissa  og bragðaðist svona líka ljómandi vel.  Svo bauð ég upp á Frozen Strawberry á eftir, ummm alveg svakalega góðan drykk sem mældist vel fyrir... bæði hjá þeim óléttu og ó-óléttu, hé hé hé Glottandi  Auðvitað var svo súkkulaðikaka dauðans á eftir með góðu kaffi og já Baileys líka bara.  The nicest trip ever!!

Læt ykkur svo vita fljótlega hvað er á döfinni hjá mér á næstu dögum og vikum.  Já það er víst enn ein fréttin sem ég segi ykkur frá þegar að því kemur en hér er ný könnun til vinstri á síðunni.  Endilega svara henni bara og hafið það svo bara alltaf sem best.

Veriði sæl


Farin í búst

Jæja GULLIN mín!

Ég er farin með sexunum mínum í bústað alla helgina svo ég segi bara hafið það gott um helgina.  Það ætla ég sko að gera.  Hlæjandi Hlæjandi Hlæjandi

Adios


Sagan af bleiku slaufunni

Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið. Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerði sig líklegan til að panta. Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni, sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna. Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip. "Þetta?"

Það var eins og við manninn mælt - vinirnir ráku allir upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. "Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!"

Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: "Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni."

"Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini?"

"Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur eða einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu."

"Jamm," umlaði hinn. "Ég skil."

"Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni," hélt maðurinn áfram.

"Og er hún í fínu formi líka?" spurði ungi maðurinn.

"Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð."

"Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka?"

"Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að það væri ekkert að óttast."

Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. "Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta."

"En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta …"

Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum. Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.

Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini. Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama.

Með kveðju

Rannveig


Föstudagur til flensu!

Sit hér á dollunni sötrandi mitt vatn...  og losa mig við...  say no more!   Ég hef sem sagt verið heima í dag með bölv... flensu.  Smitaðist líklega af Sigrúnu en hún var gubbandi í rúman sólarhring.  Ég er hins vegar með neður...  Ooooohhh ekki gott! 

Ég fæ nú pínu flash back frá því ég var í lyfjunum í fyrra.  Ógleði, almenn vanlíðan ... vissi stundum ekki hvort ég ætti að sitja á dollunni eða krjúpa yfir henni.  Pjúk, jakk!!   

Ætli maður reyni ekki að hafa það huggulegt yfir sjónvarpinu í kvöld.   Er eitthvað vert að horfa á?

Horfði á Hemma Gunn í gær og Magna O K K A R    Hann hefði nú mátt taka kraftmeira lag fyrir mitt leyti, hmmmm.  Rokkarinn sjálfur.  En þau Dilana voru nú flott með Roxanne.  Og Hemmi bara alltaf samur við sig.  Ágætis þáttur hjá honum verð ég að segja. 

Ohhhh.  Verð að rjúka Öskrandi 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband