Leirum og leirum

Prinsessan var að leira um daginn og setti ég inn nokkrar myndir af því tilefni.  Alltaf gaman að leira og margt skrítið hægt er að búa til úr leirnum.   IMG_2281Litríkur og flottur leirinn.  IMG_2288Einbeitingin skín úr andlitinu...  IMG_2292Hæ   IMG_2304Hér er komið þetta fína listaverk.

En annars komu Regnfólkskonur til mín í gærkvöldi.  Við fjölskyldan vorum nýkomin úr indælli sumarbústaðarferð í Brekkuskógi þegar dömurnar byrjuðu að streyma að.  Ég skutlaði saman kjúklingasalati handa þeim og bauð upp á kaffi og súkkulaði á eftir.  Voða nice.  Ein komst ekki sökum veikinda allra fjölskyldumeðlima Fýldur  Vona svo sannarlega að þau séu hressari í dag.  En það var mjög gaman að fá æskuvinkonurnar í heimsókn og við höfðum ekki hist allar síðan í brúðkaupinu í sumar og var því orðið löngu tímabært að hittast.  Takk fyrir komuna stelpur.  Látum líða styttra á milli næsta "saumós" og þá verður nú ýmislegt á prjónunum   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis, salatað var náttúrulega bara snilldTongue out  og ekki að spyrja að gestrisninni.

kveðja

Sigga

sigga (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 11:48

2 identicon

Hæ hæ takk fyrir síðast þetta var voða næs og góður matur eska!  Flottar myndir af Sigrúnu greinilega verið gaman að leira.  kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 13:10

3 identicon

Listræn eins og mamman ekki að spyrja að því. Bíð spennt eftir næstu dagskrá, fletti hinni hundrað sinnum og sá ekkert nema tíkina Pólí. Það er æðislegt í Heidelberg, þú átt sko eftir að skemmta þér þar! Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 15:33

4 identicon

Hæ mínar kæru.

Greinilega gaman hjá prinsessunni að leira, mikil litadýrð og margt búið til, listræn hefur ekki langt að sækja það .  Nú er ég komin heim mikið til og gaman væri að sjá ykkur einhvern tíma, hér bíður smávegis fyrir prinessuna frá Barcelona. 

Knús frá Ömmu Lóu

Lóa (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 13:47

5 identicon

Viðbót....

Var að lesa viðtalið við þig í Dagskránni, alveg þrusu gott, lýsir þér svo vel í þessu öllu, ekkert vol eða væl ..... svona eru hetjur lífins  vekur okkur öll til umhugsunar um að heilsan er ekki sjálfsagður hlutur ...

takk fyrir það

Lóa (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 13:52

6 identicon

Gott viðtal við þig í dagskránni. Já heilsan er aldrei sjálfsagður hlutur.

Gangi þér vel áfram, kveðja frá Gaulverjabæ.

Gaulverjabær (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband