Viðtalinu frestað

Það var víst búið að setja inn viðtalið við mig í Dagskrána rétt fyrir prentun en var tekið út á síðustu stundu vegna auglýsinga um prófkjör flokkanna.  Já hún er skrítin TÍK þessi pólitík.  Það verð ég að segja.      Blöðunum er hreinlega ekki flettandi þessa dagana.  Þvílíkur áróður.  Og helmingurinn ... nei segi ekki meir.  Fæst orð bera minnsta ábyrgð.  Ullandi  Mér skilst að þetta komi í næstu viku.  Það hefði nú eiginlega verið upplagt að hafa þetta viðtal í sama mánuði og árvekni um brjóstakrabbamein er eeeeen... svona er þetta bara.  Það verður margt að víkja fyrir tíkinni.  Sko pólitíkinni.

Leikskólinn okkar fór á mjög skemmtilegan tónlistarviðburð í dag í Þjórsárveri.  Tveir mjög svo skemmtilegir menn með fullt af hljóðfærum í hinu ýmsu ásigkomulagi *hóst*  spiluðu og sungu fyrir okkur.  Þeir notuðu nú ýmsan annan varning og má þar nefna gúmmívettling, hárblásara og sápukúluvél börnunum til mikillar gleði.  Þetta var rosa gaman.  Þeir sögðust sko vera svona endurvinnsluhljómsveit   

Ég var að borga Heidelbergferðina mína í vikunni.  Er að fara í aðventuferð þangað með fullt af konum í sveitinni og það verður eflaust mikið stuð.  Verðum í 3 nætur.  Hef heyrt að Heidelberg sé voða skemmtilegur staður og frábært að koma þangað á þessum tíma.  Hlakka mikið til að sjá jólaljósin og jólastemninguna í heild þar því jólabarnið í mér er alltaf að verða stærra og stærra með hverju árinu.  Skrítið.  Það var nú bara hálf jólalegt að líta út í  morgun þegar maður sá veðráttuna og snjóinn liggja yfir öllu.  En jæja INGIBJÖRG ... þetta er orðið gott! 

GOTTH!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva segirðu viðtal , Heidelbergferð , fullt að gera. Hlakka til að lesa þetta viðtal , en það er satt ekkert kemst að þessa dagana í blöðunum nema pólitík og prófkjör. Sjáumst og heyrumst.Ko kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband