Home sweet home

Jæja þá erum við komin heim úr sældinni í Danmörku og búin að hafa það ógeðslega gott Ullandi  Fórum á hinn margumtalaða Reef n'beef (ástralskur veitingastaður) og þar fengum við okkur kengúrukjöt og krókódílakjöt eða fisk... hann líkist helst skötusel að mínu mati og var alveg rosalega góður.  Nú svo var súkkulaðieftirrétturinn sem Stebbi fékk sjúklegur.  Það voru 5 tegundir af súkkulaði í hinum ýmsu myndum.  Og auðvitað klikkaði ástralska rauðvínið ekki frekar enn fyrri daginn.

Já við hittum auðvitað Þóru og Andra og stelpurnar og svo Bryndísi og Ása.  Fengum okkur Frozen Daqurie (hmmm... kannski ekki rétt skrifað) sem er sjúklega góður "drykkur" en hann verður eiginlega að drekkast með skeið því hann er svona krap.  Skelli inn myndum við tækifæri af þessum herlegheitum.

Fórum svo á laugardaginn í kokteilboð með Þóru og Andra og hittum þar Bryndísi og Nikolaj (gæinn hennar) en hann vinnur á kaffihúsinu sem boðið var haldið.  Við hittum líka Hafstein bróðir Bryndísar og vin hans og sátum og spjölluðum, sögðum sögur (aðallega Bryndís þó Hlæjandi Ullandi), drukkum Mojito, bjór, GAJOL, bjór og GAJOL.  Skemmtum okkur konunglega þarna í kóngsins Köben Glottandi og djömmuðum fram á nótt.  Tókum svo reiðhjólataxa heim á hótel sem var hin mesta skemmtun.  En það er hjól með vagni framan á sem 2 geta setið í og það er skyggni yfir og svo hjólar "leigubílstjórinn" af stað.   Ótrúlega gaman að sitja í þessu og við fórum frá kaffihúsinu og á Kongens Nytorv og niður strikið og út á Ráðhústorg og á Vesterbrogade þar sem hótelið var.  Gaurinn sem hjólaði með okkur er fátækur námsmaður og vinnur svona fyrir sér.  Frekar skondið atriði.  Hlæjandi

En við erum sem sagt komin heim og það var yndislegt að leggjast í rúmið sitt eftir laaanga ferð heim en við fórum til Gumma og Mie sem búa í Hvidovre (úthverfi Köben) um hádegið í gær og þau buðu okkur upp á danskt smörrebröd og bjór og svo var tekinn laaangur og skemmtilegur túristarúntur á norðanverðu Sjálandi.  Sáum m.a. slottið hjá Mary og Frederik og by the way þau báðu að heilsa ykkur öllum Glottandi  Fengum svo Frikadellur í kvöldmat og fórum síðan í loftið kl. 21.30 og lentum kl. 00.30 að dönskum tíma (22.30 að ísl.) en fengum að dúsa í rúman hálftíma í vélinni eftir lendingu því rampurinn var eitthvað bilaður Öskrandi  þannig að við vorum orðin ansi ferðalúin þegar við komumst loksins heim.

Skrifa svo seinna um læknaferðina mína í dag til Óskars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar velkomin heim og takk æðislega fyrir síðast, þetta var ekkert smá gaman, ég meina á hvaða flugu steig ég og drap;o)
Tek þig á orðinu með að við höldum kokteilparty með frozen daquaries (heldur ekki viss hvernig er stafað) næst þegar ég kem til landsins;o)
þaðheldégnú!!
Knús og kossar til ykkar allra
Þóra bauni

Þóra (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 19:53

2 identicon

Velkomin heim elsku dúllurnar mínar ég sé að þið hafið skemmt ykkur vel.
Kveðja Gúa syss og co.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 22:04

3 identicon

Hæ hæ. Takk kærlega fyrir síðast. Þetta var nú ekkert smá fjör og gaman að taka þátt í þessum degi með ykkur. Ég var að skoða myndirnar og sá þá mynd af honum Starkaði - hvernig tengist hann ykkur?? Hann var nefnilega hjá sömu dagmömmu og Jason og Jason er þvílíkt búinn að tala um hann - fyndið að sjá hann alltíeinu á síðunni. Kv.Finna

Guðfinna (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 22:36

4 identicon

Hæ hæ og velkomin heim og takk fyrir kaffisopannn í dag og tala nú ekki um glaðninginn dúlla mín. Sjáumst knús Svava

svava (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 21:31

5 identicon

hæ sæta og velkomin heim.
Mikið rosalega skemmti ég mér vel í brúðkaupinu. Agalega gaman alveg hreint. Já og Skúlinn líka, skilur ekkert í því að við skulum ekki vera í meira sambandi við þetta fólk...heheh. Nema hvað.... gott að þig skemmtuð ykkur vel og nutuð ykkar í DK. heyrumst fljótt, Lilja litli ljósálfur

Lilja (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband