Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
31.7.2006 | 14:48
Góð afmælisgjöf
Jæja þá er komið að því að afhjúpa "leyndóið" sem þið hafið beðið spennt eftir En eins og ég hef bent á þá vitið þið þetta flest sko... en ég er sem sagt að fara að skipta um vinnu. Er komin með deildarstjórastöðu á leikskólanum í sveitinni (minni ) og Sigrún færist þangað líka frá Ásheimum. Við byrjum báðar í september, sem sagt eftir brúðkaup Ég er mjöööög glöð með þetta og hlakka bara til að takast á við nýtt og skemmtilegt starf í nýju umhverfi því ég verð deildarstjóri á "miðdeild" en Sigrún fer á elstu barna deild. Ég fékk bara að vita þetta áðan svo að þetta var skemmtileg síðbúin afmælisgjöf En ég vaknaði annars við það á afmælisdaginn (í gær) að litla skottan kom hlaupandi að rúminu mínu og kyssti mig og sagði: Góðan daginn afmælisstelpa. Ekkert smá sætt að vakna við svona.
Yfir og út!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.7.2006 | 12:06
Mánuður í B R Ú Ð K A U P
Jeminn. Það er aðeins mánuður til stefnu og ég EKKI BÚIN AÐ UNDIRBÚA NEITT!!! Ha ha ha ha ha haaaa eða þannig sko. Jú þetta er allt að smella saman. Segi ekki meir... það verður nú að vera eitthvað surprise ha en ég sit við föndrið á kvöldin og nýt mín í botn.
Var að gramsa í skápunum hjá mér áðan og hvað haldiði að ég hafi fundið.... fermingarhanskana fínu Skrítið hvað manni finnst maður vera fínn þega búið er að setja upp hanskana, hehe Ja þeir eru til margra hluta nytsamlegir get ég sagt ykkur. Er búin að koma þeim fyrir á góðum stað. Já og Sálmabókin var á sínum stað líka. Mamma hefur gengið ægilega fínt frá þessu á sínum tíma í Vanity fair kassa.
Sigrún er hér úti í garði núna með Indíánatjaldið sitt og Baby born og útilegustólinn góða sem Þuríður gaf henni. Ekkert smá ánægð núna skvísan. Komin í útilegu og situr bara þar og nýtur lífsins á milli þess sem hún þjónar öllum gestunum í útilegunni. Það eru náttúrlega ALLIR úr Latabæ. Siggi sæti er þar eiginlega fremstur í flokki og svo koma Íþróttaálfurinn, Solla og allir hinir. Já það er fjör á bænum það er óhætt að segja það. Annars eru komnar nýjar myndir á heimasíðuna hennar.
Yfir og út!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2006 | 23:53
Uppskriftin
Vegna fjölda áskorana kemur hér uppskriftin að humarpizzunni góðu:
- 1 pizzabotn (ég gerði hann úr 250 g. spelti, 3 tsk. vínsteinslyftidufti, 1 tsk salti, 2 msk. ólívuolíu og 125 ml. volgu vatni. Hnoðaði þessu létt saman og forbakaði í ca 3 mín. Breiddi svo blautu vizkustykki yfir á meðan ég útbjó restina).
- 1 hvítlaukur (ekki 1 lauf heldur HEILL hvítlaukur)
- 20 humarhalar teknir úr skelinni
- ólívuolía
- 1 poki rifinn pizzaostur
- 1 bakarofn og ofnplata
Steikið hvítlaukinn í sneiðum í ólívuolíunni og skellið humrinum útí í smá stund. Ekki of lengi. Kryddið með salti og pipar. Ekki of mikið Smyrjið pizzubotninn með olíu og skutlið hvítlauknum og humrinum jafnt yfir pizzuna og að lokum rifna ostinum yfir allt saman og bakð í 10 mín. í 200 gráðu heitum ofni (ekki blæstri). Etið hægt og njótið. Hvítvínið sem við drukkum með þessu var Vina Sol frá Torres. Voðalega ljúft og gott.
Sit hér og sötra Panodil Hot því fjölskyldan virðist vera að fyllast af kvefi svona um hásumar. Haldiðasé!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2006 | 21:58
Humarpizza og hvítvín
Bjó til þessa líka gómsætu pizzu í kvöld með humri og miklum hvítlauk og olíu og osti yfir. Je dúdda mía hvað hún var góð. Slurp og sleeeef.
Rakst annars á þennan skemmtilega lista á bloggsíðu áðan. Þú veist að það er árið 2006 ef:
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm vantar.
10. Þú virkilega skrollaðir til baka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhversstaðar EF þú féllst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhversstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neinu því hverjum er ekki sama um svona lista ...
En vinir þínir munu missa af frábærri skemmtun.
Hér fyrir neðan er svo mynd af kvöldroðanum á föstudagskvöldið 21.júlí. Ótrúlega fallegur himininn og hreinlega eins og sé að kvikna í honum. Ef þið smellið á myndina og rýnt er í hana má sjá rúllurnar sem bóndinn á eftir að hirða heim
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2006 | 23:49
2 skipti eftir
Þá er ég komin úr borginni blíðu í blíðu Svei mér þá - alla mína daga. Það var ekki hægt að vera inni í bíl í dag slíkur var hitinn. Jeminn eini. Ég kíkti náttúrlega í nokkrar búiðir áður en ég fór í lyfin. Hitti lækninn ekki í þetta sinn þannig að ég fékk ekkert að vita úr sneiðmyndatökunni sem ég fór í fyrir 2 vikum (já veit... fljótt að líða) en engar fréttir eru góðar fréttir er þakki? Ég sveitamanneskjan arkaði náttla af stað í bæinn í morgun í STÍGVÉLUNUM í hitanum (sem ég vissi btw ekki að ætti eftir að verða svona mikill í dag) jaaaa þetta voru að vísu ekki fjósastígvélin en ansi voru þau heit þannig að ég rauk í búð og keypti mér sandalalalala. Rauða og fína. Veit það ekki á góða orku?! Það held ég Það getur alla vega ekki verið að rauði liturinn þýði að mig vanti orku því orkumeiri hef ég ekki verið í laaaaangaaaan tíma. Og hana nú!! En mikið leið mér betur í fótunum.
Það er víst ekkert lát á blíðunni næstu daga svo ég hvet ykkur endurskinsmerkin þarna úti að kaupa ykkur sterka sólarvörn svo maður gangi ekki fram á brunarústir einar eftir helgina. Ja það var nú bara 18 stiga hiti á Hellisheiði í dag. Það er nú bara ekkert öðruvísi.
En já alveg rétt. Í dag eru ákkúrat 365 dagar síðan ég fór í skurðaðgerðina (brottnámið). Já vá fljótt að líða myndi ég segja. Og sársaukinn við þetta allt saman er nú eiginlega bara gleymdur. Svona að mestu.
Hafið það gott í blíðunni næstu daga. Það ætla ég að gera og bjóða kallinum upp á humarpizzu og vel kælt hvítvín með, mmmmm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2006 | 21:46
Hjálpaðu mér upp...
...mér finnst ég vera að drukkna!!! Þannig leið okkur í gær og fyrradag því slík var rigningin að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð. Við Sigrún fórum á föstudag í sumarbústaðinn með mö og pa og höfðum það gott. Mesta úrkoman á landinu mældist auðvitað þar sem við vorum En við kíktum aðeins á Geysi í gær eins og hinir túristarnir. Það voru kannski svona 3 aðrir Íslendingar þar og 50 útlendingar. Við þurftum meira að segja að tala ensku við afgreiðslufólkið. Þá finnst manni nú fokið í flest skjól. Yeah yeah... ice cream youscream wescream!!! Fórum auðvitað í pottinn í dag. Loksins þegar stytti upp. Fórum svo heim í dag í blíðuna Ég ætlaði nú að vera voða dugleg og slá garðinn áðan eeeeen þá var helv... vélin bensínlaus Ég nennti náttúrlega EKKI að bruna á Selfoss til að ná í bensín þannig að við Sigrún kíktum aðeins í Timburhól (skóginn okkar stóra ) og við hrundum þar báðar ofan í þvílíkt djúpa holu sem var þar að ég hélt við kæmumst ekki upp aftur. Húff púff. Eða sko við fórum ekki alveg á bólakaf en fóturinn á mér fór langt upp á sköflung. Svo djúp var hún. Sigrúnu krossbrá og það varð nú dáldil dramatík í kringum það og sonna
Já það var þetta með fréttina. Ég er nú ansi hrædd um að flestir viti þetta sem ég er að fara að segja ykkur frá innan skamms Þetta er nú ekkert svooo merkilegt... og þó. Hmmmm
Nú er tingid slutt og hana núh!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.7.2006 | 16:06
Lítið sem ekkert...
Við erum búin að vera í tómum vandræðum með tenginguna hérna þannig að það er lítið um blogg þessa dagana. Þetta virðist þó hanga inni í dag.
Brúðkaupsundirbúningurinn heldur áfram Þetta er allt að smella saman og lítið eftir að ákveða í rauninni. Sigrún er alveg viss um að hún verði með ávexti í körfunni sem hún verður með hmhmmm ... ég veit ekki alveg hvernig það kemur út, hehe. Það er spurning hvað verður um hringana sem hún á að hafa hvort þeir fljúgi ekki bara út um alla kirkju, slíkur getur æðibunugangurinn verið í skvísunni. Nú syngur hún Duran Duran á fullu... Reach up for the sunrise... á milli þess sem Pylsu-auglýsingin hljómar hér á bæ. Hún er eins og upptökutæki þessa dagana. Maður má ekki opna á sér túllann þá er hún farin að segja það nákvæmlega sama Ég skil stundum ekki hvernig hún getur munað þetta allt saman og hvaðan þessi orðaforði kemur eiginlega. Svei mér þá - alla mína daga. Neeeei ég var að djóka er núna það nýjasta.
En annars var Sigrún að kalla á mig í mat. Hún er búin að ná í 4 vínglös úr skápnum og leggja á borð Við erum nú bara 2 hérna eins og er... spurning hvort einhver birtist hér í kaffi, nú eða vín.
Ein smáfrétt mun birtast hér innan tíðar... oooog það er ekki eftir neinu að bíða!!! Bíðum samt aðeins það er ekki tímabært að birta hana að svo stöddu svo stay tuned!!!
Og ÁFRAM MAGNI Í KVÖLD!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.7.2006 | 18:44
Það er blíðan
Þá er heyskapur loksins hafinn fyrir alvöru hér á bæ, menn slá og snúa á fullu já og rúlla og pakka og hvaðeina. Þá loksins það kom þurrrrrkurrrr!!!!
Fór í lyf í gær sem gengu nú bara vel. Ég fékk nú einhverjar sjóntruflanir á miðvikudaginn og vegna þess vildi Óskar að ég færi í heilaskann svona til öryggis í gær. Hann vill bara útiloka að um meinvarp í höfði sé að ræða. Ég fór sem sagt í sneiðmynd af höfðinu á mér og það var sprautað einhverju skuggaefni inn í æðarnar á mér. Það er gert til að þeir sjái æðarnar í höfðinu betur þegar lesið er úr myndunum. Fæ væntanlega að vita niðurstöðurnar í næstu viku. Ég var nú alveg hissa að það var hægt að finna góða æð í handleggnum til að stinga í því ég hélt að þetta væri nú alveg uppþornað þarna síðan í fyrra því æðarnar þar eru ennþá innfallnar og harðar viðkomu sökum álags áður en ég fékk brunninn í fyrra. Það mátti nefnilega ekki setja þetta skuggaefni inn í brunninn vegna .... einhvers En það eru bara 3 lyfjagjafir eftir og þá er ég búinnnnnnnn .... JIBBÍ JEI...........
Við Sigrún kíktum á Sprotann við Landsbankann á Selfossi í dag í góða veðrinu. Það var gott að komast í góðan göngutúr á Selfossi og það var mikið af fólki í bænum. Allir á leið í ferðalag með fellihýsin sín Við löbbuðum líka í Reyrhagann og fengum kaffi hjá nöfnu. Takk fyrir kaffið og "borðskrautið" hehe
Það eru komnar nokkrar nýjar myndir af prinsessunni á heimasíðuna hennar fyrir þá sem nenna að skoða. Svo erum við mæðgur á leið í bústaðinn hjá mö og pa á morgun og ætlum að gista eina nótt. Það verður nú bara ljúft að láta líða úr sér í heita pottinum......... aaaahhhh
Góðar stundir allir sem einn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2006 | 16:58
Gæsagleði
Jæja þá var húsmóðurinni í Vorsabæ rænt af heimili sínu í gær. Það kom hér maður að sækja mig á þessum líka fína Land Rover og hann afhenti mér eldgamla og flotta ferðatösku. Í henni var bréf til mín með leiðbeiningum um hvað ég ætti að gera og taka með mér í gæsaferðina miklu sem framundan var.
Nú þemað var kúrekastíll og ég fór í glæsileg kúrekastígvél, skyrtu og setti á mig hattinn og þá komst ég í öruggt stuð (eins og Dúddi hér um árið). Bílstjórinn keyrði mig á Selfoss þar sem þær tóku á móti mér nokkrar frábærar gellur og ég var látin fara í skeifukast í Tryggvagarði. Og þar sem hittnin var með verra móti þurfti mín að taka bjórsopa í hvert sinn sem ég hitti ekki. Þeir urðu því nokkrir soparnir.Svo fórum við allar í Hellisskóg og fórum í nokkra mjög svo skemmtilega leiki og fengum snilldar samlokur og tortillur að hætti Stínu. Svo var brunað í Suðurengið þar sem potturinn beið (og sólin) og bjórinn....... Því næst var farið til Stínu þar sem við borðuðum saman lamb ættað frá Óseyri (rossssa gott) og ýmislegt tilheyrandi með því. Yummie Yummie... að ógleymdri kökunni sem gæsin fékk eftir matinn. Mergjuð kaka sem verður ekki lýst í smáatriðum hér hehhehe!!!!!Nú nú nema hvað... við sungum, dönsuðum, drukkum, sungum meira, drukkum enn meira og dönsuðum líka meira langt frameftir og fórum að lokum þreyttar í rúmið, ja eftir stutt stopp á hverfispöbbnum.AAAgalega skemmtilegur dagur og vil ég nota hér tækifærið og þakka ykkur öllum snúllurnar mínar fyrir að gera þennan dag þann allra skemmtilegasta í laaaaangan tíma. Youre simply the best!!! Kossar og knúsUm bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar