Lítið sem ekkert...

Við erum búin að vera í tómum vandræðum með tenginguna hérna Öskrandi  þannig að það er lítið um blogg þessa dagana.  Þetta virðist þó hanga inni í dag.  Brosandi

Brúðkaupsundirbúningurinn heldur áfram Hlæjandi  Þetta er allt að smella saman og lítið eftir að ákveða í rauninni.  Sigrún er alveg viss um að hún verði með ávexti í körfunni sem hún verður með Óákveðinn  hmhmmm ... ég veit ekki alveg hvernig það kemur út, hehe.  Það er spurning hvað verður um hringana sem hún á að hafa hvort þeir fljúgi ekki bara út um alla kirkju, slíkur getur æðibunugangurinn verið í skvísunni.  Nú syngur hún Duran Duran á fullu... Reach up for the sunrise... á milli þess sem Pylsu-auglýsingin hljómar hér á bæ.  Hún er eins og upptökutæki þessa dagana.  Maður má ekki opna á sér túllann þá er hún farin að segja það nákvæmlega sama Tala af sér  Ég skil stundum ekki hvernig hún getur munað þetta allt saman og hvaðan þessi orðaforði kemur eiginlega.  Svei mér þá - alla mína daga.  Neeeei ég var að djóka er núna það nýjasta.  

En annars var Sigrún að kalla á mig í mat.  Hún er búin að ná í 4 vínglös úr skápnum og leggja á borð Óákveðinn  Við erum nú bara 2 hérna eins og er... spurning hvort einhver birtist hér í kaffi, nú eða vín.

Ein smáfrétt mun birtast hér innan tíðar... oooog það er ekki eftir neinu að bíða!!!  Bíðum samt aðeins GlottandiHlæjandiUllandi   það er ekki tímabært að birta hana að svo stöddu svo stay tuned!!!

Og ÁFRAM MAGNI Í KVÖLD!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hún ekki bara lík mömmu sinni sú stutta, á þessum aldri varstu bæði snör í snúningum, og þá ekki síður snögg til svars. Mikið finnst mér vera stutt síðan....
Er bara að kvitta fyrir mig, kíki alltaf annað slagið og fylgist með. Bið vel að heilsa öllu þínu fólki, hafðu það sem allra best. Kær kveðja Inga Vigfúsd.

Ingibjörg Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 17:08

2 identicon

Hey!!!
Það er bannað að gera mann svona forvitinn!!

Þórlaug (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 21:45

3 identicon

Hehhehe... það var mikið að þú kvittar beibe!!! ;o)

Rannveig Bj... (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 10:47

4 identicon

Ég tek undir með Ingu , Sigrún er svo sannarlega dóttir móður sinnar hress og skemmtileg , alltaf syngjandi.Er ekki bannað að þaga yfir nýjum spennandi fréttum?????????????Bless í bili Ko-Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 22:09

5 identicon

Jú mikið rétt Sigrún er svo sannarlega lík mömmu sinni alltaf glöð, syngjandi og apar allt eftir virkilega skemmtileg frænka en bíddu nú við hvað er þetta sem við eigum eftir að fá að vita.
Kv. Gúa syss og co.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 00:33

6 identicon

Jæja,jæja hvað er að gerast...er ekki komið að fréttinni??? kærar kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband