Gæsagleði

Jæja þá var húsmóðurinni í Vorsabæ rænt af heimili sínu í gær.  Það kom hér maður að sækja mig á þessum líka fína Land Rover og hann afhenti mér eldgamla og flotta ferðatösku.  Í henni var bréf til mín með leiðbeiningum um hvað ég ætti að gera og taka með mér í gæsaferðina miklu sem framundan var.  Brosandi 

Nú þemað var kúrekastíll og ég fór í glæsileg kúrekastígvél, skyrtu og setti á mig hattinn og þá komst ég í öruggt stuð (eins og Dúddi hér um árið).  Bílstjórinn keyrði mig á Selfoss þar sem þær tóku á móti mér nokkrar frábærar gellur og ég var látin fara í skeifukast í Tryggvagarði.  Ullandi   Og þar sem hittnin var með verra móti þurfti mín að taka bjórsopa í hvert sinn sem ég hitti ekki.  Þeir urðu því nokkrir soparnir.UllandiSvo fórum við allar í Hellisskóg og fórum í nokkra mjög svo skemmtilega leiki og fengum snilldar samlokur og tortillur að hætti Stínu.  Svo var brunað í Suðurengið þar sem potturinn beið (og sólin) og bjórinn.......  Því næst var farið til Stínu þar sem við borðuðum saman lamb ættað frá Óseyri (rossssa gott) og ýmislegt tilheyrandi með því.   Yummie Yummie... að ógleymdri kökunni sem gæsin fékk eftir matinn.  Mergjuð kaka sem verður ekki lýst í smáatriðum hér hehhehe!!!!!GlottandiNú nú nema hvað... við sungum, dönsuðum, drukkum, sungum meira, drukkum enn meira og dönsuðum líka meira langt frameftir og fórum að lokum þreyttar í rúmið, ja eftir stutt stopp á hverfispöbbnum.AAAgalega skemmtilegur dagur og vil ég nota hér tækifærið og þakka ykkur öllum snúllurnar mínar fyrir að gera þennan dag þann allra skemmtilegasta í laaaaangan tíma.  You’re simply the best!!!   Kossar og knús

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki má nú gleyma línudansinum þar sem gæsin sýndi snilldartakta eins og sannur kúreki:-) Frábær dagur í sól og blíðu. Gaman að heyra að þú skemmtir þér eskan sjáumst hressar. Kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 21:44

2 identicon

Ah já ég gleymdi línudansinum, úff púff. Ég held ég hafi gleymt minniskubbnum heima... held ég hafi aldrei verið jafn lengi að ná nokkrum sporum eins og þarna. Tíhíhí. Ég skellti inn myndinni af okkur drivernum hér í albúmið sumar 2006

Rannveig Bj. (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 22:11

3 identicon

Vil einnig minnast á sönghæfileika verðandi brúðar sem varð ítrekað singstar.... meðan aðrir máttu láta sér nægja að vera promising.....(nefni engin nöfn :-)Þetta var yndislegt kvöld og besta skemmtun sem ég lent í lengi. Og kakan var bara augnakonfekt og smakkaðist vel ummmmmm.
Kveðjur til allra stuðpíanna
Íris

Íris (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 09:42

4 identicon

Já þetta var virkilega skemmtilegur dagur, small bara allt saman saman, veðrið var frábært, skemmtilegur félagsskapur, etið drukkið og sungið, er hægt að hafa það betra. Hlakka til að endurtaka gleðina í brúðkaupinu....

Er annars á fullu í að pakka fyrir sólina, brottför kl. 14.00 á morgun.
bið að heilsa
Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 21:25

5 identicon

Þú ert líka best :-)
Mikið andsk.....var þetta nú gaman annars, skemmti mér konunglega enda var félagsskapurinn einstaklega góður. Má samt til með að koma því að að mér fannst Gæsin ekki standa sig nógu vel í línudansinum og mæli ég því með stífum æfingum fram að brúðkaupi svo hún geri sig ekki að fífli þegar við látum hana dansa þar, hehehehe.....
Rigningarknús
Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 12:45

6 identicon

Ég dansa sko engann hel.... línudans í brúðkaupinu. Ég verð prinsessan þar eða bara drottningin og hún ræður, hehehe!!!!
Þið megið sko alveg eiga línudansinn stelpur ;o) (blikk blikk)
Ég er sko líka með löglegar afsakanir hvers vegna sporin fóru ekki inn........

Rannveig Bj (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 16:31

7 identicon

Mætti halda að ég væri að auglýsa fyrir S K O .... íhaaaaa!!!

Rannveig Bj aftur (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 16:33

8 identicon

Takk fyrir síðast!! Já, þetta var alveg geggjaður dagur... mikið náðum við að skemmta okkur, enda ekkert nema algjörir snillingar á ferð:)

Þórlaug (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 18:41

9 identicon

Takk fyrir síðast stelpur, vonandi eru allar búnar að ná sér
;-) Hlakka til að tjútta með ykkur í brúðkaupinu

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 21:21

10 identicon

Gott að ökumaðurinn á Landrovernum klikkaði ekki..eins gott af því að mér er málið skylt..þetta hefur verið rosa fjör eins og við var að búast af ykkur vinkonum, og að það skyldi stytta upp um sinn bara fyrir þig elskan, frábært. Bestu kveðjur í sveitina, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband