Færsluflokkur: Dægurmál

Aðfangadagur jóla árið 1998

24 ára gömul stúlka bjó í heimahúsum og var að undirbúa jólin með foreldrum sínum.  Hún var ástfangin af 26 ára gömlum sveitapilti og honum skaut oft upp í kollinn á henni þennan daginn sem fyrr.  Það var búið að skreyta jólatréð, verið var að útbúa árlega hamborgarhrygginn og verið að laga sósuna með... rauðkálið sett í skál, maískornin á sínum stað... þá var bankað.  Ástfangna stúlkan fór til dyra og þar stóð hann prinsinn á hvíta "hestinum" (sem var jeppi í þessu tilfelli) og hann stóð þarna í kuldanum með pakka í hendi.  Stóran og flottan pakka.  Stúlkan bauð prinsinum inn en hann var á hraðferð heim í sveitina til þess að geta mjólkað kýrnar með föður sínum.  Jæja stúlkan tók við pakkanum og prinsinn hélt sína leið.  Hún hélt áfram að undirbúa jólin.  Fór og fann til fötin sín... og fattaði þá allt í einu.  Hún hafði gleymt að láta prinsinn hafa sinn pakka Frown  Blush  Og klukkan var að verða 6.  Hún var vön að borða kl. 6 með sínu fólki.  En það ræddi ekki um annað en að skutlast með pakkann í sveitina til prinsins.  Hún hentist af stað upp í bíl foreldra sinna, með pakkann í framsætinu, og af stað.  Bankaði uppá í sveitinni en þar kom móðir hans til dyra.  Prinsinn var í fjósinu.  Móðirin tók við pakkanum.  Stúlkan hélt sína leið.

Hún ók nú á löglegum hraða (eins og áður) en klukkan sló 6 á leiðinni til baka.  Og það snjóaði.  Ekta hvítum, stórum flygsum.  Þetta var sko alvöru jólasnjór.  Það var ekki um villst að það voru að koma jól.  Stúlkan var ánægð með að hafa komið pakkanum til skila fyrir jól LoL 

Fjölskyldan settist að borðum í seinna lagi þessi jólin en allt fór vel.  Ekki man stúlkan lengur hvað var í þessum fínu pökkum Joyful  Grin


Fimleikasýning og afmæli

Fór á svakalega flotta og skemmtilega fimleikasýningu í gær í íþróttahúsi Vallaskóla (heitir það ekki það annars?) og þemað í ár var Konungur ljónanna.  Guðfinna Gunnars las af sinni alkunnu snilld söguna og svo komu hver hópurinn á fætur öðrum með rosalega flott atriði.  Sigrún var í ljónahópnum (þau voru öll í brúnu) og hennar hópur gerði m.a. dans og ýmsar æfingar á gólfi.  Gekk voða vel og var auðvitað mjög flott Wink  Eldri hóparnir eru orðin svo flink að maður gapti bara af undrun.  Þvílíku flikk flökkin og heljarstökkin voru ótrúleg.  Og meira að segja 8 ára krakkarnir með frábæra takta.  Vona að mín verði svona áhugasöm áfram eins og hún hefur verið og muni æfa fimleika um aldur og ævi LoL

Svo var hún Linda okkar heiðruð fyrir frábæran árangur í fimleikum í gegnum árin.  Hún er snillingur stelpan og hún vinnur hjá okkur í Krakkaborg og sér um alla leikfimina þar og krakkarnir ekkert smá áhugasöm og ánægð.  Þau hlakka alltaf jafn mikið til að fara í salinn með Lindu Smile  hún tekur þau í allskyns leiki og æfingar og þrautabrautir og hvað þetta heitir allt.  Við starfsfólkið erum náttúrlega búin að læra fullt af henni Grin

Nú svo eftir sýninguna fórum við í afmæliskaffi til mömmu.  Hún átti afmæli í gær og bauð upp á kræsingar að vanda.  Takk fyrir það mamma mín.  Og pabbi líka því hann hjálpaði nú til við ýmislegt Grin 

Jólakortaskrifin ganga vel og nú skal haldið áfram...  á jólunum er gleði og gaman fúmm fúmm fúmm... Whistling


Hér blikka ljós og sjónvarpið dottið út

Já það er snarvitlaust veður hér í sveitinni í þessum "töluðu" orðum.  Sjónvarpið datt út áðan í miðjum CSI Miami þætti.  Arrrrggghh.  Ég get ekki sofið í þessu brjálaða roki.  Húsið hristist svo að það liggur við að það fjúki um koll.  Skyldi úlfurinn vera mættur? Gasp 

Bóndinn á bænum farinn í útkall á Stokkseyri.  Þakplötur að fjúka en ekki hvað?!

Prinsessan á bænum steinsefur.  Það tók nú dálítinn tíma að sofna í kvöld fyrir spenningi rauðklæddra sveina sem sveima um þessa dagana.  Hún bara gat ekki beðið með að vakna og kíkja í skóinn í fyrramálið sagði hún þegar hún kom niður í annað sinn í kvöld GetLost  Nú skilur hún eftir smákökur í skónum handa öllum jólasveinunum sem eiga að koma hér við á hverju kvöldi til jóla.  Stekkjastaur þakkaði fyrir sig með bréfi síðustu nótt og fannst kakan afar ljúffeng Smile  Hún segist ætla að skilja eftir bjúga handa Bjúgnakræki þegar hann kemur Undecided  Veit ekki hvernig lyktin af því verður þegar hann mætir á svæðið. 


Var að enda við...

... að baka súkkulaðibitakökur.  Nammi namm þær eru ógisslega góðar þótt ég segi sjálf frá W00t  Hver ætlar að verða fyrstur í kaffi og smákökur?  Ja eða alvöru heitt súkkulaði.  Pabbi var að kenna mér einfalda aðferð við að útbúa ALVÖRU súkkulaði í bolla Wink  Jaaahá hann pabbi lumar á ýmsum góðum ráðum get ég sagt ykkur.   Þegar ég eldaði hamborgarhrygg í fyrsta sinn fyrir bráðum 10 árum síðan þá var ég í beinni útsendingu við pabba þegar ég lagaði sósuna.  Og hún varð bara helvíti góð og næstum alveg eins og hjá honum sko Happy

En nú líður að því að fyrsti jólasveinninn komi til byggða.  Þeir tóku nú forskot á sæluna blessaðir á laugardaginn og fórum við og hittum þá litla fjölskyldan.  Við löbbuðum í kuldanum með Svövu og Reyni frá Suðurenginu og börnin voru alveg hreint vitlaus í að tala við sveinana.  Sigrún leitaði að Þvörusleiki út um allt og spurði hvern sveininn á fætur öðrum hvort hann væri Þvörusleikir eða hvort hann vissi um hann Undecided  Síðasti sveinninn sem hún hitti var svo loksins Þvörusleikir hehe.  Eitthvað annað en mamma hennar hér um árið.  Say no more!!!


Með næturgest

Vorum með næturgest í nótt Smile  Við Sigrún náðum í Reyni Örn í leikskólann í gær eftir fimleikana og það var mikil spenna í gangi.  Reynir Örn ætlaði nefninlega að gista hjá okkur í nótt.  Sem hann gerði og gekk það glimrandi vel.  Þau fengu hér súrmjólk á 2 tíma fresti í gær og pylsu í kvöldmatinn.  Svo léku þau sér eins og bestu vinum sæmir og kom bara ekkert upp á Grin  Hann kom með Hulk og Spiderman með sér og svo var hún  með Polly Pocket dúkkurnar sínar og þetta passaði allt mjög vel saman Wink  Svo var farið í Playmo í sjóræningjaleik og litaðar jólamyndir inn á milli.  Þau voru svo bæði sofnuð um 10 leytið í gærkvöld orðin úrvinda af þreytu og þá búin að horfa á Dalalíf og hlusta á Karíus og Baktus Smile

Nú svo var rice and shine rétt fyrir 7 í morgun Sleeping  og það er nú nokkuð fyrr en ég er vön.  Náði nú að henda mér aðeins upp í rúm aftur eftir að hafa græjað morgunmat í krakkana og kveikja á barnaefninu.  Og finna til smá nammi í poka auðvitað Joyful

Svo ætlum við að kíkja á jólasveinana sem eru að koma úr Ingólfsfjalli um 4 leytið í dag.  SpennandiHappy

 


Glerlist, gallerí og Bláa lónið

Þá er búið að redda nokkrum jólagjöfum fyrir þetta árið Wink  bara um 15 eftir eða svo Errm

En Menningarferð Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps (hins forna) tókst með eindæmum vel Grin  Alltaf gaman að fara í svona ferðir í svona líka skemmtilegum félagsskap.  Kellurnar eru alveg frábærar og bara spurning um hvenær ég geng formlega í kvenfélagið Whistling

En við fórum sem sagt Krýsuvíkurleiðina suður til Keflavíkur, með stoppi í Strandakirkju sem er voða lítil og sæt sveitakirkja og það átti m.a. að vera gifting þar í gær, svo stoppuðum við við brúna á milli evrópu og ameríku (gengum á hana) og fengum ekta amerískt góðgæti á eftir, kleinuhring og litla kók Tounge  Nú svo fórum við til Keflavíkur og byrjuðum á því að fara í glervinnustofu sem mæðgin eiga og eru nýflutt með til Íslands.  Þau ráku þetta í 13 ár í Danmörku og búa til mjög krúttlega hluti.  Sáum m.a. fugl búinn til sem var mjög gaman.  Glerið er unnið við 1500° hita W00t  Svo kíktum við í hin og þessi gallerý og kertaverksmiðju á staðnum og í nokkrar aðrar búðir líka.  Mikið af flottum búðum í Keflavík og fólkið voða indælt og tók vel á móti okkur.  Enda gróðvænlegt að fá 18 kerlingar inn í búðirnar í einu haha.  Svo áttum við leið hjá Ránni (sem er pub og veitingastaður við Hafnargötu) og vertinn þar tók svona vel á móti okkur og leiddi okkur um staðinn og sagði okkur frá sögulegum staðreyndum ásamt ýmsu öðru skemmtilegu LoL  Held hann hafi verið í sveit í Geirakoti á sínum yngri árum.  Hann á ættir sínar að rekja þangað. 

Svo var haldið í Bláa Lónið og flestar fóru ofan í það og svo borðuðum við á jólahlaðborði í nýjum sal þar.  Hann er mjög flottur og var hátíðlega skreyttur og sátum við öll við hringborð sem mér finnst mun skemmtilegra heldur en að sitja við langborð.  Þannig geta allir tekið þátt í samræðunum Smile  Rosalega góður matur og alveg ágætlega merkt allt saman.  Svo hljómaði yndisleg dinnermúsík undir sem 2 ágætir menn stóðu fyrir með hljómborði og söng.  Bara frábært í alla staði og ég hlakka strax til næstu ferðar Grin

Takk fyrir mig!


Laugardagurinn...

... spennandi framundan.  Hin árlega kvennaferð (hvar er kvennasveitin sem var auglýst hér!  Þið auglýsið eitt og annað HA! LoL  haha muniði)  Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps og nú á að fara suður með sjó.  Farin verður Krísuvíkurleiðin og stoppað í Strandakirkju, farið á glerblásturslistaverkavinnustofu... eitthvað svoleiðis, og á Duus hús eða hvað það heitir og svo í Bláa Lónið og endað á að borða þar á jólahlaðborði Joyful  Það verður nú ekki leiðinlegt en þó örugglega fátt sem toppar ferðina sem farin var í fyrra til Heidelberg á alla jólamarkaðina og Glühweinið maður, úlla la.  Það var náttúrlega B A R A snilldin ein.

En ég get ekki sleppt því að minnast á hana Kolbrúnu Halldórsdóttur Angry  Er hún kosin á þing fyrir að berjast fyrir þessum líka "mikilvæga" málaflokki að breyta litunum á fatnaði kornabarnanna á LSH???  Ég bara spyr.  Eru ekki til mikilvægari málefni að berjast fyrir eins og t.d. tryggingamálin í þjóðfélaginu.  Hvert er veröldin að fara?!  Ég held hún Kolbrún ætti nú bara að snúa sér aftur að farsímunum... í augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum, hann utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar.  Gjörið svo vel og reynið síðar!  Ég held nú bara að hún ætti að reyna síðar kellan eða bara sleppa því alfarið ef þetta verða aðalbaráttumálin.  Já sveiattan skítalykt!  Og hana nú Sleeping


JA HÉRNA HÉR!!!

Frétt tekin af mbl.is: 

Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar.

„Þetta er bara alger snilld," sagði Finnur Freyr Harðarson, örþreyttur viðskiptavinur Hagkaupa, í gær aðspurður um ágæti athvarfsins. „Það eina sem vantar er að hér sé bjór í boði yfir enska boltanum. Að vísu veit ég ekki hvort ég nenni að koma hingað til að versla með konunni, því ég tók þátt í að byggja þetta húsnæði."

Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar og róttækur femínisti, segist hissa á þessari þjónustu Hagkaupa. „Mér finnst þetta gamaldags viðhorf til kynjanna. Það er ótrúlegt að jafn framsækiðfyrirtæki og Hagkaup er skuli ekki átta sig á því að það eru bæði kyn sem bera ábyrgð á innkaupum fjölskyldunnar."

Nú spyr ég bara:  HVAR ERU SNYRTISTOFURNAR Í BÍLA- OG VERKFÆRAVERSLUNUNUM??????? W00t

Hvað ætli gerist ef bæði hjónin/parið sem verslar inn fílar enska boltann?  Rifist og slegist um það hvort þeirra á að setjast í sófann fína eða er konum kannski bannaður aðgangur í herbergið? Gasp


Mánuður til jóla

Jæja þá er ekki nema mánuður til jóla og ég ætla að taka fyrsta jólaskrautið fram á morgun Grin  Set líklega hressan jóladisk í græjurnar og þurrka af og svona og skreyti svo hús með greinum grænum - fa la la la la la la la ...  svo gleði ríkja skal í bænum - fa la la la la la la la la.  Já já það held ég núh!  LoL

Veit ekki alveg hvað er efst á óskalistanum hjá mér þessi jólin.  Alla vega ekki diskur með sömu lögunum og ég á fyrir Pinch  Var að spá í að tuða dálítið yfir því að það er alltaf sama liðið að gefa út einhverja diska ... og sömu lögin svo sem gefin út með sinn hvorum flytjandanum Sick  ég fæ gjörsamlega ógleði af þessu.  En ég nenni samt eiginlega ekki að tuða yfir því.  Kallast þetta tuð kannski???  LoL  En þú lesandi góður veist örugglega um hvað ég er að tala.  Ég meina hvað ætli séu margir búnir að syngja "til eru fræ" eða álíka ódauðleg lög?  Ég meina fínt lag og allt en öllu er hægt að ofgera.  Come on!

Jú ætla að halda tuðinu aðeins áfram hérna fyrst ég er komin í gang.  Hvað er með þetta litla land okkar hérna.  Aaaalltaf sama fólkið í viðtölum í fjölmiðlunum okkar.  Oooohhh þetta var svo mikill örlagadagur þú veist...  æi nei.  Ég er hætt!  LoL 

Er annars góð bara.  Ætla að fara skella nautasteikinni á grillið og opna rauðvínið.  Dekurkvöld í kvöld.  Ostakaka með ferskum berjum í eftirrétt.  Ú je!  Yfir og út! 


J Ó L A B A S A R ~ J Ó L A B A S A R

  Við í leikskólanum Krakkaborg verðum með BASAR í Europris á Selfossi eftir hádegi á laugardag 24.nóvember.  Þar verður ýmislegt handverk til sölu til styrktar kynnisferðar okkar til Jótlands næsta vor.  Þessi grænt jólakort, tehlífar, vettlingar, S Ö R U R á góðu verði og alveg unaðs góðar, ummm nammi namm og ýmislegt annað nytsamlegt og bragðgott.  Nýsteiktar K L E I N U R verða til sölu ásamt fleiru frábæru bakkelsi. 

Endilega kíktu við.  Það kostar ekkert Grin 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband