Var að enda við...

... að baka súkkulaðibitakökur.  Nammi namm þær eru ógisslega góðar þótt ég segi sjálf frá W00t  Hver ætlar að verða fyrstur í kaffi og smákökur?  Ja eða alvöru heitt súkkulaði.  Pabbi var að kenna mér einfalda aðferð við að útbúa ALVÖRU súkkulaði í bolla Wink  Jaaahá hann pabbi lumar á ýmsum góðum ráðum get ég sagt ykkur.   Þegar ég eldaði hamborgarhrygg í fyrsta sinn fyrir bráðum 10 árum síðan þá var ég í beinni útsendingu við pabba þegar ég lagaði sósuna.  Og hún varð bara helvíti góð og næstum alveg eins og hjá honum sko Happy

En nú líður að því að fyrsti jólasveinninn komi til byggða.  Þeir tóku nú forskot á sæluna blessaðir á laugardaginn og fórum við og hittum þá litla fjölskyldan.  Við löbbuðum í kuldanum með Svövu og Reyni frá Suðurenginu og börnin voru alveg hreint vitlaus í að tala við sveinana.  Sigrún leitaði að Þvörusleiki út um allt og spurði hvern sveininn á fætur öðrum hvort hann væri Þvörusleikir eða hvort hann vissi um hann Undecided  Síðasti sveinninn sem hún hitti var svo loksins Þvörusleikir hehe.  Eitthvað annað en mamma hennar hér um árið.  Say no more!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndaskapur alltaf í þér, bakandi og alles!  Hvernig væri að deila þessari góðu uppskrift, eða er hún fjölskyldu leyndarmál? 

Knús í kotið frá DK

gunnur (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Þóra Hvanndal

uhhm væri sko alveg til í að kíkja í kaffi og smákökur...

jólaknús og kram...

Þóra  

Þóra Hvanndal, 10.12.2007 kl. 21:11

3 identicon

Ummmmm.....þú ert svo mikil húsmóðir elsku kellingin!  Vildi að það væri styttra til þín! Hér er allt á fullu í jólaundirbúningi... jólin nálgast óðfluga!  Vonandi sjáumst við fyrr en seinna... bestu kveðjur í sveitina

Þórlaug (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Nei það er sko ekkert leyndó hér.  Ég notaðist við venjulega hjónabandssælu uppskrift frá mömmu og hún er svona:

  • 2 bollar hveiti
  • 2 bollar haframjöl
  • 2 bollar kókosmjöl
  • 1,25 bolli sykur
  • 2 tsk natron (matarsódi)
  • 1 tsk salt
  • 2 egg
  • 250 g lint smjörlíki
  • 1 plata suðusúkkulaði brytjað

Öllu hnoðað saman og búnar til litlar bollur og settar á plötu og inn í 200°c heitan ofn í ca 10-15 mínútur.  Fer svolítið eftir ofninum en þær eiga að verða ljósbrúnar.  Það verður að passa að baka þær ekki of lengi.

Mjög einfalt en óggggisssslega gott

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 11.12.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband