Aðfangadagur jóla árið 1998

24 ára gömul stúlka bjó í heimahúsum og var að undirbúa jólin með foreldrum sínum.  Hún var ástfangin af 26 ára gömlum sveitapilti og honum skaut oft upp í kollinn á henni þennan daginn sem fyrr.  Það var búið að skreyta jólatréð, verið var að útbúa árlega hamborgarhrygginn og verið að laga sósuna með... rauðkálið sett í skál, maískornin á sínum stað... þá var bankað.  Ástfangna stúlkan fór til dyra og þar stóð hann prinsinn á hvíta "hestinum" (sem var jeppi í þessu tilfelli) og hann stóð þarna í kuldanum með pakka í hendi.  Stóran og flottan pakka.  Stúlkan bauð prinsinum inn en hann var á hraðferð heim í sveitina til þess að geta mjólkað kýrnar með föður sínum.  Jæja stúlkan tók við pakkanum og prinsinn hélt sína leið.  Hún hélt áfram að undirbúa jólin.  Fór og fann til fötin sín... og fattaði þá allt í einu.  Hún hafði gleymt að láta prinsinn hafa sinn pakka Frown  Blush  Og klukkan var að verða 6.  Hún var vön að borða kl. 6 með sínu fólki.  En það ræddi ekki um annað en að skutlast með pakkann í sveitina til prinsins.  Hún hentist af stað upp í bíl foreldra sinna, með pakkann í framsætinu, og af stað.  Bankaði uppá í sveitinni en þar kom móðir hans til dyra.  Prinsinn var í fjósinu.  Móðirin tók við pakkanum.  Stúlkan hélt sína leið.

Hún ók nú á löglegum hraða (eins og áður) en klukkan sló 6 á leiðinni til baka.  Og það snjóaði.  Ekta hvítum, stórum flygsum.  Þetta var sko alvöru jólasnjór.  Það var ekki um villst að það voru að koma jól.  Stúlkan var ánægð með að hafa komið pakkanum til skila fyrir jól LoL 

Fjölskyldan settist að borðum í seinna lagi þessi jólin en allt fór vel.  Ekki man stúlkan lengur hvað var í þessum fínu pökkum Joyful  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sæt og skemmtileg saga. Ég geri ráð fyrir því að þú sért að tala um sjálfa þig

Jóna Á. Gísladóttir, 18.12.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir ´

Jú mikið rétt. Erum gift í dag og eigum eina dóttur.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 18.12.2007 kl. 23:22

3 identicon

Æji.....þetta er geggjuð jólasaga... ég táraðist  Þú ert algjört yndi!!

Þórlaug (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Yndisleg jólasaga sem greinilega hefur endað vel

Huld S. Ringsted, 19.12.2007 kl. 09:11

5 identicon

En rómantísk saga, kemur manni í jólaskapið ;)

Megi þú og þinn sveitapiltur, ásamt dóttur eiga gleðileg jól, vonandi náum við nú að hittast eitthvað um hátíðina.

Sigga Kristjansd.

Sigga K. (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 10:58

6 identicon

Æ hvað þetta er krúttlegt. Bestu jólakveðjur til þín og þinna, nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:52

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Góð saga, sem væri hægt að hafa lengri: Seinna  varð svo prinsessan sveitadrottning og býr nú í höllinni í sveitinni með prinsinum og litlu prinsessunni.  Hún getur nú dundað við að útbúa jólasteikina á meðan henn er að sinna kúnum, mjólka og gefa þeim extra góða tuggu fyrir jólin.

Þau þurfa ekki lengur að þeytast á milli byggðarlaga  með pakka á meðan klukkurnar í Dómkirkjunni hringja inn jólin.  Hún stendur við eldhúsgluggann í höllinni og rýnir út í logndrífuna í átt að fjósinu. Ætlar hann nú ekki að fara að koma inn, áður en steikin brennur í ofninum? Gleðileg jól.

Helga R. Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 15:52

8 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha ha... já þessi er góð.  Og bara nokkuð sönn

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:15

9 identicon

Æ þetta er æðisleg lesning Rannveig mín og það hefur verið jólalegt að keyra heim úr sveitinni nýbúin að koma pakkanum til skila.  bestu jólakveðjur til þín og þinna knús SVava

svava (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:33

10 identicon

Ooooo þú ert svo mikil dúlla elsku Rannveig mín Sjáumst fljótlega mín kæra

bið að heilsa í bæinn, kveðja Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 01:28

11 identicon

Æ hvað þetta er krúttleg saga , ég sé alveg fyrir mér þegar þú fattaðir að hafa gleymt að láta hann hafa sinn pakka , bara sætt . Alltaf gaman að svona jólasögum. Gangi þér vel í undirbúningnum og ekki gleyma að pakka inn hans pakka he he . Sjáumst vonandi fyrir jól . Bestu kveðjur í bæinn Kveðja Ko-Kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 23:36

12 identicon

Bara krúttlegt!

Jólaknús í sveitahöllina

gunnur (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 16:37

13 identicon

Gleðileg jól

 Júliana

Júlíana (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 123810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband