Verslum í heimabyggð... NOT!

Já mín er pirruð núna Crying  Angry  því ég er að leita að ákveðinni jólagjöf hér á svæðinu (þ.e. Selfossi) og ég finn hana ekki.  Það vantar alveg svona sérverslanir eins og með gott kaffi, súkkulaðihúðaðar kaffibaunir, kandís-stangir og fleira + ýmisleg krydd og olíur.  Það er bara ekkert um þetta á Selfossi.  Og DVD úrvalið.  OMG.  Þvílíkt ruslúrval að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð.  Og svo segja þeir manni að versla í heimabyggð!!!  Hvernig á það að vera hægt ef maður fær ekki það sem manni langar að gefa???  Eiga kannski allir að gefa ostakörfur og rauðvín þessi jólin?  Eða konfektkassa ég bara spyr.  Ekki misskilja mig.  Það er alveg fínt að fá konfekt og rauðvín í jólagjöf en maður vill nú ekki endilega gefa það ár eftir ár.  Þetta er nú meira pleisið.  Það er ekki nóg með að öll pöbbamenning sé dauð heldur er ekki einu sinni hægt að velja almennilegar gjafir til jóla GetLost  *Hneyksl*

Og ekki er úrvalið meira af leikföngum.  Ég átti leið í leikfangaverslunina einu á Selfossi í dag og ætlaði að kaupa afmælisgjöf handa einni sem er að verða eins árs Wizard  Nei nei.  Ekkert sem vit og varið er í var hægt að finna þar.  Þannig að ég fór í Nóatún.  Og ekki tók nú betra við þar.  Ég hreinlega nenni ekki til Reykjavíkur eftir einni jólagjöf og einni afmælisgjöf þannig að maður verður bara að sætta sig við það næstbesta eða þaðan af verra.  Nei ok ég fann eitt alveg ágætt en mig langaði að gefa annað sem ég var búin að sjá í blaði úr annarri leikfangaverslun og hélt kannski að væri til hér Halo  eða eitthvað sambærilegt. 

Ég er leið og pirruð yfir því að geta ekki gefið það sem mig langar til án þess að þurfa að keyra eftir því yfir fjallið í þessu annars skemmtilega veðri sem er búið að vera þessa dagana og vikurnar!

Já ég er hneyksluð á þessu.  Þvílík annars uppbygging á svæðinu og hvað!  Á ekki að vera nein þjónusta fyrir fólkið sem hér býr.  Mér er ofboðið.  Og hana nú.  Þið megið alveg skjóta mig niður.  Ég verð búin að jafna mig fyrir jól (VONANDI)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórlaug Þorfinnsdóttir

Já!  Það er ekki gott að verða reiður og pirraður fyrir jólin elsku vinkona... en ömurlegt að geta ekki verslað eins og maður vill... eða allavega það sem maður hefur hugsað sér að kaupa!  Djöf.... vesen... en hvernig væri þá bara að flytja í borgina afur?!!  Heheheheh nei ég segi svona!  Hafið að gott um jólin elskurnar mínar og njótið þess að vera saman.  Elska ykkur!

Bestu jólakveðjur, Þórlaug og fjölskylda

Þórlaug Þorfinnsdóttir, 22.12.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Nei nei.  Pirringurinn er farinn og mín að sættast betur á gjafirnar  

Sömuleiðis gleðileg jól kæru systur - KYNsystur!!! hehehe

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 22.12.2007 kl. 16:09

3 identicon

Þeir/þær segja það nú á einum stað úti á landi að ef það fæst ekki í kaupfélaginu þá hef ég ekkert að gera með það, hehehe.... takk fyrir kaffisopann í dag eskan gaman að sjá hvað er orðið jólalegt og hlýlegt í Vorsabænum.  Bestu kveðjur eskurnar Svava

svava (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:33

4 identicon

Var að kíkja á bloggið þitt og datt hún lilja bekkjarsystur okkar í hug, hún er ótrúlega duglegað versla á netinu.... spurning hvort að það sé lausn fyrir ykkur í sveitinni? versla bara á netinu frá henni ameríkunni... hheeh.. Gleðileg jól mín kæra, sjáumst vonandi á næsta ári.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 22:27

5 identicon

Elskan mín komdu og sjáðu úrvalið hér þá sérð þú hvað þið búið vel en allavegana gleðileg jól og hafið það gott um jólin

anita (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 123810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband