Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006
30.4.2006 | 09:15
Skrítið afmæli
Jæja þá er afmælisveislan hennar Sigrúnar búin og hún verður nú lengi í minnum höfð Stebbi fór um morguninn í leit upp á Langjökul eftir símtal frá vini okkar um að sá væri búinn að týna félaga sínum. Vinurinn fannst svo um 6 leytið í gærkvöldi heill á húfi en blautur og kaldur. Hann brást hárrétt við þegar hann varð viðskila við félaga sinn og beið við sleðann sinn. En allt er gott sem endar vel og var það mikill léttir þegar Stebbi hringdi í okkur og sagði okkur að hann væri fundinn.
En afmælið gekk vel í alla staði. Gómsætið rann út eins og heitar lummur og Sigrún fékk fullt af fínum gjöfum. Föt, prinsessudót, 2 Dvd diska, liti og litabók, spil, pennaveski, myndaramma, litla skvísutösku, nokkrar bækur, kústasett í Sjónarhól og ekki má gleyma hjólbörunum en um leið og hún sá þær sagði hún að Reynir ætti þessar, he he. Þannig að nú er hann búinn að eignast hjólbörur í sveitinni. Við eigum enn eftir að gefa henni gjöfina en að öllum líkindum verður það hjól.
Stebbi kom svo heim um þrjúleytið í nótt. Þeir höfðu staldrað við með þann týnda í skála þarna innfrá og grillað sér þar og slakað aðeins á.
Nú situr Sigrún á skrifstofunni sinni og horfir á Ávaxtakörfuna. Hún er búin að taka ástfóstri við hana sem er gott mál. Þá hvílast aðrir diskar á meðan og hausinn á mömmunni Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt utan af því maður kann þetta orðið allt vægast sagt.
Svo förum við í afmæli á morgun til Reykjavíkur þannig að það er nóg að gera þessa helgina. Bið annars að heilsa ykkur í bili.
Það eru komnar afmælismyndir í albúmið á heimasíðu Sigrúnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2006 | 14:39
4 ára í dag
Hæ hæ.
Sigrún mín er 4 ára í dag. Hún fór með pabba sínum til Heiðu í afmælisklippinguna í gær og var alsæl. Hún var líka voða spennt að fara í leikskólann í morgun því hún ætlaði sko að baka súkkulaðiköku fyrir afmælisveisluna þar. Svo kemur fjölskyldan á morgun í kaffi og hér sit ég og hvíli mig á milli terta. Búin að gera stóra brauðtertu og skreyta hana voða flott og nú er bara að fara að þReyta rjómann og skella á marensinn og voila. Allt að verða klárt
Kíkti í Árbæ í morgun og hitti gellurnar þar. Ég er orðin voða spennt að byrja aftur að vinna og þær líka heyrist mér. Æ það verður voða gott að fara aftur í rútínuna sína. Jah enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það eru eiginlega orð að sönnu.
Hafið það gott um helgina kæru vinir og njótið þessarar löööööngu helgi út í ystu æsar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2006 | 21:13
Tannsi og afmæli
Jæja gott fólk. Þá fórum við mæðgur til tannlæknis í dag. Gekk það bara glimrandi vel og ég má vera stolt af skottunni. Hún fékk að sjá öll tólin sem tannsi notar og líka hvernig stóllinn virkar og svona áður en hann skoðaði tennurnar. Hún fékk sólgleraugu til að verjast sterku ljósinu sem hann notar. Bara snilld. Hún var voða dugleg og gerði allt sem hann bað um og fékk flúor í lokin. Þetta gamla gula you know. Svo fékk hún verðlaun á eftir. Þegar hún var að velja sér eitt dót spyr hún tannsann hvort hún megi nokkuð fá tvö dót. Því hún eigi nefnilega vin he hehe allt í lagi að reyna.
En nú ætla ég að baka marens á morgun fyrir afmælið hjá Sigrúnu. Hún verður sem sagt 4 ára á föstudaginn en að eigin sögn er hún lööööööngu orðin 4 ára. Hún skilur bara ekkert í hvað allir segja að hún sé bara 3 ára. Bara allir að ruglast Hún er sko búin að biðja um hjólbörur í afmælisgjöf. Hún á reyndar einar hjólbörur sem hún fékk þegar hún var 2 ára en það er sko ekki nóg. "Mamma, ég verð að eiga einar handa Reyni þegar hann kemur í heimsókn." Já það er sko alltaf verið að hugsa um vinina Ekki amalegt að eiga svona vinkonu.
Ég fer svo í lyfjagjöf á fimmtudaginn en annað er nú ekki að frétta hér á bæ svo sem. Stebbi byrjaður að slá upp sökklum í Brandshúsum hér í sveitinni. Hann verður hér að smíða út júlí. Það er ferlega notalegt að hafa hann svona nálægt kallinn Þá fer líka enginn tími í akstur og svona. Ágætis tilbreyting.
Bið að heilsa í bili. Yfir og út!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2006 | 16:11
Afmæliskveðja
Í dag á hún Bogga mín afmæli og óska ég henni innilega til hamingju með daginn. Ég talaði reyndar við hana áðan og við vorum báðar sammála um það að við værum löngu hættar að telja. he he. Þrjátíu og hvað!!
En það er nú óhætt að segja að börnin læri það sem fyrir þeim er haft. Það sannaði sig nú heldur betur áðan þegar ég var í símanum (tala við afmælisbarnið) þegar Sigrún kemur til mín og segir: "mamma, mamma... sjáðu hvað ég gat." Þá var skvísan í tölvunni á einni barnasíðunni sem við fundum um daginn og var barasta búin að prenta út nokkrar myndir af stubbunum. Hún hefur séð okkur svo sem gera hitt og þetta í tölvunni en maður veit svo sem ekkert hverju þau taka eftir. Og þetta hefur hún lært án þess að við værum eitthvað að kenna henni það. Mín bara bjargar sér. Ja ég er bara svo hissa!!
Róleg helgi framundan og ég segi bara góðar stundir
Ætti kannski að taka það fram að ég er búin að breyta kvittfyrirkomulaginu hérna á síðunni. Þið þurfið ekki að fara í tölvupóstinn lengur til að ná í kvittið you know eins og þetta var. Mun einfaldara ekki satt. Geri þá ráð fyrir að fleiri kvitti núna, ha!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.4.2006 | 16:32
Gleðilegt sumar
Heido alle hjupa.
Það eru komnar inn nýjar myndir. Bara svona til að gefa ykkur smá hugmynd um hvernig páskarnir voru hjá okkur.
Hafið það gott kæru vinir og eigið gleðilegan fyrsta dag sumars á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2006 | 22:19
Hvaða græni litur ertu?
Rakst á þessa skemmtilegu síðu um daginn: http://blogthings.com og athugaði hvaða græni litur ég væri. Þetta kom út:
You Are Emerald Green |
Deep and mysterious, it often seems like no one truly gets you. Er eitthvað þarna sem passar??? |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2006 | 09:58
Páskarnir búnir :o)
Jæja þá eru blessaðir páskarnir búnir og það er nú bara ágætt verð ég að segja. Hóstinn er að aukast hjá Sigrúnu þannig að hún fer nú líklega ekki mikið í leikskólann þessa vikuna blessunin.
En við erum boðin í afmæli hjá Hafþóri "litla" frænda á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) og ætli sé ekki bara best að halda skvísunni inni þangað til. Hún virðist nú ekki finna til í eyrunum 7-9-13... og ég vona að þetta fari nú að lagast. Hún var reyndar hitalaus í gærkvöldi en hóstar samt sem aldrei fyrr. Hún er bara búin að dunda sér í dótinu sínu alla páskana og horfa MIKIÐ á barnaefni. Þökk sé stöð 2 og rúv að við erum ekki alveg búin að fara yfirum af leiða þessa páskana
Jæja best að fara að ryksuga. Heyrumst síðar gott fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2006 | 15:26
Gleðilega páska
Góðan daginn allan daginn og gleðilega páska alle hjupa!!!
Við erum búin að hafa það ógeðslega gott um páskana og éta á okkur gat og svona. Ja Stebbi er að sauma fyrir núna muuuhhhaaaaaa. Sigrún fékk 3 páskaegg þessa páskana og við leyfðum henni nú að opna það fyrsta á skírdag... það næsta á föstudaginn langa og það síðasta í dag. Hún fékk nú ágætis hjálp við þau blessunin en hefur minnsta lyst á páskaeggi í dag enda er hún lasin. Ég hélt þarna um daginn að hún væri bara öll að hressast en því var fjarri. Hún er búin að vera með hita síðan á fimmtudag og er að kvefast líka. Þannig að við tökum því rólega þessa dagana og pössum okkur á því að fara ekki of snemma út.
Málshátturinn minn var: Fátt er svo ágætt að eigi finnist annað slíkt.
Hjá Stebba var þessi: Góðleiki er mál sem mállausir geta mælt.
Sigrún fékk þessa: Vinum er vandi sannsöglum að vera (frá ömmu Þuru og afa Ragga). Morgunstund gefur gull í mund (frá ömmu Lóu) og Betra er að játa sannri sök en neita (frá okkur). Þar hafiði það. Spurning hvað passar við hvern... hmmmm...
Við vorum í matarboði hjá mömmu og pabba í gær. Fengum læri, nautakjöt, ýmist meðlæti og sælgætisköku á eftir. Voða ljúft og gott. Sibba og co mættu líka og Guðrún og Þuríður en Maggi Palli var lasinn. Vonum við nú að hann fari að hressast ásamt prinsessunni hér á bæ.
Jæja best að fara að kúltrast upp í sófa með páskaeggið mitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2006 | 09:44
Föstudagurinn langi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2006 | 10:24
Gleðilegan skyr-dag
Hjá okkur í Vorsabæ er hinn svokallaði skyr-dagur í dag þar sem við ætlum að hafa skyr í matinn í hádeginu. Ok ok ég veit að það er skírdagur en okkur finnst bara þokkalega flott að hafa skyrdag líka. Við fögnum bara báðum dögunum.
Ég fór í lyf í gær þar sem dagurinn í dag er rauður og allt er lokað. Það gekk bara glimrandi vel og ég hef aldrei verið svona snögg í lyfjagjöf áður. Ég hringdi á undan mér á göngudeildina þannig að lyfið var komið þegar ég mætti á svæðið. Ég var kominn inn um 11.30 og búin kl. 12.15. Það var tekin blóðprufa, lyfið sett strax upp og svo fékk ég solotex líka. Þetta tók ekki nema 45 mínútur. Ég hinkraði ekki einu sinni eftir niðurstöðunum úr blóðprufunni þannig að ég veit ekkert hvað ég var há í hvítu blóðkornunum eða neitt. Já maður er bara orðinn temmilega kærulaus á þessu öllu saman. Æ það er ágætt held ég. Það skiptir reyndar ekki máli hvað ég er í hvítu varðandi þetta lyf því það hefur engin áhrif á þau. Solotex er sprauta sem ég fæ 1x í mánuði og fæ ég hana til þess að fara á "breytingarskeyðið" þ.e. hún stoppar blæðingar. Það er nauðsynlegt í mínu tilfelli þar sem ég var með hormónatengt krabbamein.
Það getur vel verið að ég hafi verið búin að skýra frá þessu hér áður en það verður bara að hafa það þar sem minnið mitt er orðið að gullfiskaminni. Það tala margir um það sem fá krabbamein hvað minnið þeirra versni við það. Það er sjálfsagt tengt áfallinu á einhvern hátt og þeim doða sem maður verður fyrir. Maður verður líka allur einhvern veginn "meira út úr heiminum" ef þið skiljið hvað ég á við. Æ ég skal hætta að bulla núna.
Við stefnum að því að taka lífinu rólega næstu daga og njóta þess að sofa út og horfa á barnaefni, fara í göngutúra, leika í kofanum, fara í matarboð, kíkja kannski í heimsóknir og svona. Já er þetta ekki bara frekar rólegt? Annars ætlar Stebbi nú að vinna "aðeins" þar sem hann fer að byrja á nýja húsinu í Brandshúsahverfinu hér í Gaulv.hr. Hann er að grafa fyrir í dag og svo er stefnan að keyra í í dag eða á morgun. Held að tengdó geri það.
Jæja þetta er orðið gott. G O T T H!!!! Læt fylgja með eina páskamynd af liljunni minni sem ég keypti í Blómavali og því segi ég bara...
G L E Ð I L E G A P Á S K A
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar