Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Let it be!

Fór á frábæra sýningu í gær í Hólmaröst (gamla frystihúsinu á Stokkseyri) og ég verð nú bara að segja það að ég skemmti mér frábærlega.  Þetta var hin besta sýning með svaka flottum söngvörum og leikurinn var það bara líka.  Að ógleymdum lögunum.  Þau eru náttúrlega algjört æði.  Já og ekki má gleyma hljómsveitinni... hún var líka góð.  Þarna var nú ein frænka mín í bakröddum og stóð hún sig nú bara vel blessunin.  Enda ekki við öðru að búast sko Brosandi

Ég fékk nú bara smá "flashback" því það rifjaðist upp þegar ég var sjálf að taka þátt í leikritunum í FSu Ullandi  he he... það var nú helvíti gaman.  OOooo í þá gömlu góðu daga þegar Ómar hafði hár... já og ég sjálf,  he he.     Ég var svo sem ekki með stór hlutverk... eitt sinn lék ég djöful sem dansaði eins og vitleysingur og í hitt skiptið einhverja kellingu sem sagði nú bara nokkrar setningar Hlæjandi  En skemmtilegt var það o já já sei sei.  Kominn svefngalsi í mína núna bara Ullandi

En hér eru aðeins 2 bílar á hlaðinu núna.  Búið að selja gamla hvít... já jeppann fína... BARNIÐ hans Stebba Gráta  smá táraflóð í kringum það svona... og svo er hann líka búinn að selja rauðu hættuna, þ.e. gamla vinnubílinn og það var nú bara ágætt.  Enginn grátur þar bara kátur hlátur.  Ja nema þú sért slátur, eeeeehhhhhhh.  Mín bara fyndin í dag, ha!!!!!

Held ég fari bara að sofa.  Góða nótt.  Koss


Sunnudagur til sælu

Jæja góðan dag.  Maður bara farinn að blogga kl. 10 á sunnudegi.  Það er svona að eiga barn... maður fær nú ekki að sofa lengi út.  Svona er þetta... ég sef bara í ellinni ef mér leiðist þá  Brosandi 

Gleymdi alveg að segja ykkur frá fundinum sem ég fór á á þriðjudaginn síðasta.  Hann var á vegum Krafts og Dagbjört Lára sagði frá ráðstefnu sem hún fór á í Bandaríkjunum í febrúar.  Hún var um ungar konur og brjóstakrabbamein.   Það kom nú kannski ekki svo mjög margt nýtt í ljós... og þó.  Það var m.a. skýrt frá nýjungum í lyfjum og brjóstauppbyggingu.  Svo var einn fyrirlesturinn um tíðni krabbameins og óholls lífernis  Óákveðinn  Sem sagt mjög merkilegt allt saman.  Dabba sagði að þetta hefði verið svona pepp ráðstefna og lokaorðin hefðu verið eitthvað á þessa leið:  Örvæntið ekki - lausnin er innan seilingar.   Það veitir nú svo sem ekki af smá peppi um þessi mál af og til.  Allir gengu út fullir bjartsýni.  Og það drepur engann að vera bjartsýnn er það!! Glottandi

Á föstudaginn fór ég til augnlæknis til að láta kíkja á þennan endalausa leka úr augunum.  Læknirinn tjáði mér að táragöngin væru alveg stífluð og þess vegna renna tárin náttúrlega bara út.  Hann reyndi að stinga á augun til að opna fyrir göngin en það var ekki að virka.  Hann var með frekar grófa nál til að stinga á... og þetta var frekar vont bara og hann sá þetta ekki almennilega við þessar aðstæður.  Þess vegna þarf ég að fara í smávægilega aðgerð.  Þá verð ég deifð og það verður skorið lítillega á augun, eða þar sem táragöngin eru til þess að víkka þau út eða opna þau aftur.  Þetta verður ekki fyrr en í lok apríl eða byrjun maí en það verður aldeilis gott ef það virkar.  Þá þarf ég ekki að eiga við þetta stanslausa rennsli meir.  HÚRRA HÚRRA

Heyrumst síðar krúttin mín Koss   Bestu sunnudagskveðjur til ykkar allra.


Fyrsta prufa

Komiði sæl kæru vinir. 

Er að prufa að skipta um bloggstað.  Hef verið á blog.central.is en það er ekki hægt að setja inn myndir þar sem eru nú þegar í tölvunni.  Fýldur   Bara af netinu og það finnst mér stór galli.  Læt ykkur vita hvað gerist með þetta... hvort ég held hér áfram.

Ég er sammála þér Sandra með að þessi síða er skemmtilegri að mörgu leiti en það er meira mál að skrifa athugasemd Óákveðinn  Ekki láta það samt stoppa ykkur frá því að kvitta.  Það eina sem þarf að gera í viðbót er að smella á tölvupóstinn sinn og staðfesta commentið þar.

 Bestu kveðjur

Rannveig  Ullandi 

Má til með að setja inn baðmynd af prinsessunni síðan í dag.  Hún fékk að vera í fríi frá leikskólanum í dag og skellti sér í bað með Kanarídúkkuna sína.


« Fyrri síða

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband