Afmæliskveðja

Í dag á hún Bogga mín afmæli og óska ég henni innilega til hamingju með daginn. Koss   Ég talaði reyndar við hana áðan og við vorum báðar sammála um það að við værum löngu hættar að telja. Ullandi  he he.  Þrjátíu og hvað!!

En það er nú óhætt að segja að börnin læri það sem fyrir þeim er haft.  Það sannaði sig nú heldur betur áðan þegar ég var í símanum (tala við afmælisbarnið) þegar Sigrún kemur til mín og segir:  "mamma, mamma... sjáðu hvað ég gat."  Þá var skvísan í tölvunni á einni barnasíðunni sem við fundum um daginn og var barasta búin að prenta út nokkrar myndir af stubbunum.  Hún hefur séð okkur svo sem gera hitt og þetta í tölvunni en maður veit svo sem ekkert hverju þau taka eftir.  Og þetta hefur hún lært án þess að við værum eitthvað að kenna henni það.  Mín bara bjargar sér.  Brosandi  Ja ég er bara svo hissa!!

Róleg helgi framundan og ég segi bara góðar stundir  Glottandi

Ætti kannski að taka það fram að ég er búin að breyta kvittfyrirkomulaginu hérna á síðunni.  Þið þurfið ekki að fara í tölvupóstinn lengur til að ná í kvittið you know Glottandi  eins og þetta var.  Mun einfaldara ekki satt.  Geri þá ráð fyrir að fleiri kvitti núna, ha!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, það er ekki að spyrja að þessum litlu snillingum, maður skyldi aldrei vanmeta hvað þau geta og hverju þau taka eftir! Hafðu það gott um helgina,þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 23:33

2 identicon

Halló elsku dúllan og gleðilegt sumar.
Hvernig er það eruð þið Bogga þrjátíu og eitthvað??? Ég sem er bara 25 :-) Til hamingju með daginn Bogga mín!!!
Er annars í vinnunni svona til tilbreytingar, hehe. Nú fer þessu samt að linna ("NÚ ER MÁL AÐ LINNI...."hehe) og þá finnur maður sér vonandi tíma til að kíkja í sveitina.
Sjáumst
Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 11:13

3 identicon

já takk fyrir afmæliskveðjurnar stelpur mínar og ég ætla líka að lýsa ánægju minni yfir nýja kvittfyrirkomulaginu, miklu auðveldara svona:)
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 17:56

4 identicon

Hæ hæ klár stelpa Sigrún! Til hamingju með afmælið Bogga mín. Vonandi tekst að koma þessum skilaboðum til skila annars fín síða og gaman að skoða myndirnar. Kær kveðja Svava

Svava (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 13:36

5 identicon

Já hún er snillingu hún Sigrún.
Kv. Gúa syss

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 11:39

6 identicon

Þessir krakkar eru svo ótrúlega fljót að læra. Maður verður stundum alveg hissa hvað þau eru lúnkin t.d. að finna leikjasíður og svoleiðis. Birgitta er t.d. farin að google-a á fullu.
Frábært líka að sjá/heyra að þið ætlið að gifta ykkur í sumar, innilega til hamingju með það. Kveðja, Dagný
B.h.w. Endilega kíktu í heimsókn.

Dagný (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband