Gleðilegan skyr-dag

Hjá okkur í Vorsabæ er hinn svokallaði skyr-dagur í dag Ullandi  þar sem við ætlum að hafa skyr í matinn í hádeginu.  Ok ok ég veit að það er skírdagur en okkur finnst bara þokkalega flott að hafa skyrdag líka.  Við fögnum bara báðum dögunum.

Ég fór í lyf í gær þar sem dagurinn í dag er rauður og allt er lokað.  Það gekk bara glimrandi vel og ég hef aldrei verið svona snögg í lyfjagjöf áður.  Ég hringdi á undan mér á göngudeildina þannig að lyfið var komið þegar ég mætti á svæðið.  Brosandi  Ég var kominn inn um 11.30 og búin kl. 12.15.  Það var tekin blóðprufa, lyfið sett strax upp og svo fékk ég solotex líka.  Þetta tók ekki nema 45 mínútur.  Ég hinkraði ekki einu sinni eftir niðurstöðunum úr blóðprufunni þannig að ég veit ekkert hvað ég var há í hvítu blóðkornunum eða neitt. Ullandi  Já maður er bara orðinn temmilega kærulaus á þessu öllu saman.  Æ það er ágætt held ég.  Það skiptir reyndar ekki máli hvað ég er í hvítu varðandi þetta lyf því það hefur engin áhrif á þau.  Solotex er sprauta sem ég fæ 1x í mánuði og fæ ég hana til þess að fara á "breytingarskeyðið" þ.e. hún stoppar blæðingar.  Það er nauðsynlegt í mínu tilfelli þar sem ég var með hormónatengt krabbamein. 

Það getur vel verið að ég hafi verið búin að skýra frá þessu hér áður en það verður bara að hafa það Óákveðinn  þar sem minnið mitt er orðið að gullfiskaminni.  Það tala margir um það sem fá krabbamein hvað minnið þeirra versni við það.  Það er sjálfsagt tengt áfallinu á einhvern hátt og þeim doða sem maður verður fyrir.  Maður verður líka allur einhvern veginn "meira út úr heiminum" ef þið skiljið hvað ég á við.   Æ ég skal hætta að bulla núna.

Við stefnum að því að taka lífinu rólega næstu daga og njóta þess að sofa út og horfa á barnaefni, fara í göngutúra, leika í kofanum, fara í matarboð, kíkja kannski í heimsóknir og svona.  Já er þetta ekki bara frekar rólegt? Glottandi  Annars ætlar Stebbi nú að vinna "aðeins" þar sem hann fer að byrja á nýja húsinu í Brandshúsahverfinu hér í Gaulv.hr.  Hann er að grafa fyrir í dag og svo er stefnan að keyra í í dag eða á morgun.  Held að tengdó geri það.

Jæja þetta er orðið gott.  G O T T H!!!!  Læt fylgja með eina páskamynd af liljunni minni sem ég keypti í Blómavali og því segi ég bara...

Koss  G L E Ð I L E G A   P Á S K A  Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosa flott síða. Kv. GUA syss

Gúa syss (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 21:00

2 identicon

Flott nýja síðan til hamingju með hana, skyr eða skír -dagir kanski bara bæði skyr á skírdegi er ágætt. Hafið það gott um páskana ,hittumst kanski .Hver veit .Kveðja Anna Kolla sem er að passa Golíat.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 123802

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband