Færsluflokkur: Dægurmál

Hvort er betra...?

Stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag:

LjónLjón: Brjálæðiskast sýnir að þú hefur misst tökin á skapinu - sem er slæmt. En það sýnir að þér er ekki sama, sem er frábært. Hvernig viltu haga málum?

Hvort ætli sé betra... að vera ekki sama um hlutina og sýna það eða segja ekki neitt og sýna engin viðbrögð???

Bara svona pæling Whistling


20 ára fermingarafmæli

Haldiði að sú gamla eigi ekki 20 ára fermingarafmæli í dag     Ótrúlegt alveg... ég sem er svooooo ung!  Já það var einmitt þannig ... ég fermdist svo ung Wink

Barnið mitt er að byrja í skóla í haust.  Vorskólinn byrjar á morgun og verður svo alla næstu viku.  Sigrún er orðin voða spennt.  Hún er búin að fara 2x í mánuði í skólaheimsóknir frá áramótum og fara þau þá með skólabíl frá leikskólanum.  Á morgun fer hún með bílnum frá leikskólanum í skólann en kemur svo með skólabílnum heim þar sem ég verð heima að taka á móti henni.  Við erum nú heppin hér að skólabíllinn rennir hér beint í gegnum hlaðið þannig að í mesta kuldanum getur hún beðið inni þar til hann kemur (næsta vetur sem sagt).  Tímarnir sem hún fer í á morgun eru textílmennt, tónmennt og útileikir.  Vá en gaman og svo auðvitað frímínútur inn á milli.  Ekkert smá spennandi en skildi þetta allt standast væntingar 6 ára barns?   Undecided 

Það verður gaman að sjá. 


O - jæja

Fyrsta tilraun á hægra auga búin... og tókst ekki alveg nógu vel Crying  Það blæddi alveg jafn mikið og síðast sagði Haraldur eftir aðgerðina en honum tókst þó að bora gatið og gera "stóru" vinnuna þannig að næsta aðgerð verður væntanlega minna mál og tekur styttri tíma.  Honum tókst sem sagt ekki að setja rörið inn.  Aðgerðin tók um klukkustund og þá gafst hann upp á að reyna að sjá eitthvað fyrir blóði og lokaði bara fyrir Shocking 

Ég á að hitta hann aftur í næstu viku því þá verða saumarnir teknir og framhaldið ákveðið.  Ég ætla að leggjast á hnén ef með þarf og biðja um að rörið verði sett í áður en hann fer í sumarfrí Happy  ÞAÐ SKAL TAKAST!  Ég bara nenni ekki að vera svona lengur skiljiði GetLost  Hitt rörið er svoleiðis að þrælvirka svo ég bind miklar vonir við að næsta rör geri það líka.  Þá verð ég svona rörist i av og til i fem minuter hehehehe.  Fattaðirðu þennan?

En eitt var ansi skondið í gær þegar ég var að vakna upp á vöknun.  Ég fann eitthvað svo mikið til í skurðarsvæðinu þannig að ég bað um aðeins meiri verkjalyf.  Og fékk þau án vandkvæða.  Ekki dugði það þó lengi svo ég bað um meira því ég nenni ekki að finna svona til eftir aðgerð.  Jú jú viti menn ég fékk meira.  Svo um 12 leytið var ég keyrð inn á augndeild þar sem ég fékk að borða og svona og mér leið bara helvíti vel.  Hringdi í pabba til að segja honum að hann þyrfti ekki að bíða eftir mér því ég átti að vera þarna inni yfir nóttina.  Sofnaði þó fljótlega aftur og rumskaði nokkrum sinnum en var þó nokkuð vel vöknuð um kaffileytið.  Sendi þá Stebba mínum sms og spurði hann hvort hann hefði verið búinn að heyra af aðgerðinni.  Þetta var svarið sem ég fékk til baka:  Já þú hringdir í mig Smile  Haaaaaa?  Hvenær?  Jú mig rámaði nú eitthvað í það en var þó ekki viss.   Um kvöldið var mér farið að líða ansi undarlega, komin með ógleði og hausverk en engan verk í auganu sem slíku og hafði enga matarlyst.  Það var óvenjulegt.  Guðrún systir kom með kók og nammi til mín en mér var farið að líða svo illa að ég hafði enga lyst á því og hún þurfti að fara bara fljótlega.  Það var ekkert gaman að mér FootinMouth  Sorry Guðrún mín, það verður meira gaman næst.  En mér hafði verið gefið morfín á vöknun og nú var það líklega að fara úr líkamanum.  Mér skilst að fólki geti liðið svona einkennilega á eftir Gasp  Ég svaf í allt gærkvöld og gjörsamlega í alla nótt og vaknaði eldhress kl. 7 í morgun Smile  orðin sársvöng auðvitað.  Eftir aðgerðSvona er ég nú flott í dag

Ja hérna hér.  En ég er komin heim og matarlystin er komin aftur svo mér líður miklu betur W00t

 


Augnaðgerð - hægra auga!

Afmælið á laugardaginn gekk bara glimrandi vel og var ég með passlegar veitingar handa fólkinu.  Veitingarnar runnu ljúflega ofan í alla og veðrið var bara yndislegt.  Sigrún var hæstánægð með daginn og auðvitað allar gjafirnar, fjúff.  Vá maður.  Kærar þakkir gott fólk fyrir yndislegan dag Kissing

Á sunnudaginn fórum við svo til Reykjavíkur í annað afmæli og hittum hluta af sama fólkinu Smile  Bara gaman að því og þar voru sko ekki síðri veitingar.  Unaðslegt alveg!  Nú við brunuðum svo í Smáralind til að skipta afmælisgjöf sem Sigrún fékk, hún fékk nefninlega Polly Pocket bíl alveg eins og við gáfum henni í jólagjöf þannig að við kíktum á úrvalið í Hagkaup og hvað haldiði....   FLUGVÉLIN góða var til þar og Sigrún fékk akkúrat peninginn í afmælisgjöf sem upp á vantaði þannig að hún fékk að kaupa flugvélina í staðinn fyrir bílinn Joyful  Svo skelltum við prinsessunni í Veröldina okkar (sem var stútfull gjörsamlega) og við hjónin fórum í búðarráp.  Ég fann á mig jakka og sitthvað fleira og svo fundum við fínan jakka á bóndann líka.  Hann átti sko innleggsnótu frá því um jól því jakkinn sem ég gaf honum þá var ekki alveg að virka.  En þessi er fínn þannig að ferðin var bara assgoti góð. 

En jæja það á að reyna við hægra augað á morgun og fór ég í innskrift í morgun, s.s. undirbúning fyrir aðgerðina eins og venjan er fyrir svona aðgerðir.  Fór fyrst á augndeildina og hitti þar deldarlækni þar sem spjallaði aðeins við mig.  Fór svo og hitti svæfingarlækni og hjúkrunarfræðing og í blóðprufu á milli.  Skutlaðist svo aftur út á augndeild og hitti Harald (þann sem gerir aðgerðina) og þá var ég orðin svöng og dreif mig í Kringluna á Cafe Bleu og fékk mér borgara Joyful  Skrapp svo í nokkrar búðir og gerði bara ágætiskaup Grin

Ég á að mæta kl. 7 í fyrramálið upp á augndeild þannig að ég þarf að leggja af stað kl. 6 takk fyrir Sleeping  Sideways  Ekki alveg minn tími... heyrumst eftir aðgerð Happy


Afmælisstúss

Jæja þá er það fjölskylduafmælið á morgun.  Ég byrjaði á því að fara í Bónus eftir vinnu og O M G Shocking  Heldur fólk að það opni aldrei búð aftur eða???  Ég hélt bara að það væru að koma jól þvílík var traffíkin.  Ég er að tala um biðröð í kassana heim að mjólkurkæli.  Og enga einustu körfu að fá úti og við Sigrún enduðum á því að elta hjón út í bíl til að panta körfuna hjá þeim Gasp  ég hefði nú bara snúið við ef ég væri ekki með afmæli á morgun.

En við brunuðum heim eftir nokkrar útréttingar og ég skellti mér í að undirbúa afmælið og ég hef verið á fullu gjörsamlega með stuttum stoppum og er hreinlega bara orðin dauðþreytt.  Skellti mér upp í sófa áðan en hentist fljótlega úr honum aftur og ryksugaði allt húsið Grin  Æ ég nenni ekki að eiga þetta eftir á morgun.  Ég held ég hafi samt nóg að gera á morgun sko, hmmm.  Ég hef bara aldrei verið eins sein að byrja að undirbúa afmæli eins og núna.  Ég er ólík þeirri elstu sem undirbýr afmæli bara nóttina áður og fær kannski 3 tíma svefn Sleeping  LoL  Ég var náttúrulega að koma úr flugi seint á sunnudagskvöld (eða nótt) og svo bara beint í vinnu á mánudagsmorgunn.  Svo var stelpuafmælið í gær og svo fjölskylda og vinir á morgun, úfff.  EEEnnn þetta er bara gaman Wizard  og Sigrún voða spennt og hún skemmti sér konunglega í gær með öllum vinkonunum.  En þetta er ekki alveg að passa við mig að byrja svona seint, ég þarf alltaf að skipuleggja allt með góðum fyrirvara og vera búin að plana þetta vel og dreifa álaginu, hehe.  Ótrúlegt alveg.  Ætli þetta eldist ekkert af manni? 

En jæja bóndinn elskulegi er búinn að færa mér rauðvínsglas svo ég ætla að skella mér við hlið hans í Lazy Boyinn okkar Wink


Frábær Danmerkurferð

Við lögðum af stað á Keflavíkurflugvöll um 4 leytið aðfararnótt miðvikudagsins 23.apríl.  Fórum allar saman með skólabíl Wink og hittum Árbæjarskvísur við innritun því þær voru líka að fara til Danmerkur.  Áttum flug um hálf átta en okkur var boðið að fara með annarri vél 3 korterum síðar gegn því að fá allar frímiða sem gildir fyrir einn fram og tilbaka hvert sem er í Evrópu og við tókum því að sjálfsögðu Grin

En jæja við vorum komnar til Danmerkur um kl. 14 á dönskum tíma og fórum í það að finna bílana okkar en við tókum 3 bíla til þess að fara á til Jótlands.  Fengum eitt gps tæki með en ein í hópnum hafði keypt sér slíkt tæki og notuðum við það sem vorum í fremsta bílnum og ókum sem leið lá til Jótlands.  Vorum frekar lengi á leiðinni þar sem við tókum smá aukarúnt í Vejle til að kíkja í BILKA Tounge  Það var fínt og keypti ég nokkra boli og peysur á Sigrúnu þar.

Við vorum nokkuð fljótar að finna húsið okkar, eða höllina öllu heldur því þetta var ekkert smá flott og stórt hús.  Ég fékk herbergi út af fyrir mig eða íbúð öllu heldur með sér baðherbergi og stofu við hliðina á herberginu.  Í aðalhúsinu var stórt eldhús og stór matsalur og baðherbergi og nokkrum herbergjum.  Uppi var svo risastór setustofa með billjard-borði, fótboltaspili, sófum, borðum og slíku og svona koníaksstofu með flottu útsýni.  Einnig var sjónvarp þarna en hinumegin við stigann voru fleiri herbergi, baðherbergi og svalir á 2 stöðum.  Geggjað hús í sveitasælunni. 

Við fórum á 3 leikskóla á fimmtudeginum, tókum daginn snemma og byrjuðum á einum sem heitir Knudsöhulen.  Hann er við hliðina á grunnskóla og er sami skólastjóri yfir báðum skólunum og svo eru deildarstjórar yfir hvoru húsi fyrir sig.  Við urðum strax allar ástfangnar af þessum leikskóla, eða umhverfinu og öllum náttúruefniviðnum á lóðinni öllu heldur því það var alveg frábært.  Staurar hér og þar í jörðinni og hengirúm hengt á milli, eitt stórt bálhús með kamínu inní og ísskáp þar sem börnin geymdu nestið sitt.  Bardagasvæði (sem ég útskýri nánar síðar), risarólur, risarennibraut og fleira og fleira. Frábær leikskóli þar sem börnin eru meira og minna úti allan daginn því húsið sjálft ber varla öll börnin í einu. 

Leikskóli nr. 2 heitir Myretuen og er leikskóli á hjólum FootinMouth  en hann er í sérsmíðuðum vagni og annar tengivagn sem settur er aftaní þegar hann er færður til.  Þessi leikskóli er í Ry (lítill bær) og er með 2 staði sem hann færir sig á milli á 6 mánaða fresti.  Þau eru í skóginum á sumrin og í hinum enda bæjarins á veturna.  En þarna voru þau komin í skóginn og börnin voru líka úti meira og minna allan daginn.  Á svæðinu voru þau búin að hengja áburðarpoka með plötu í botninum sem n.k. hengiróla (hugmynd fyrir Stebba minn Wink) og líka mjög háar rólur efst í trén, fínn sandkassi með kúluhúsi í eða helli sem þau gátu farið inn í, ein risaróla úr trefjakúlu (sem var búið að taka í tvennt), vír með belg á sem þau renndu sér á milli, drullumallakrókur og fleira og fleira.  Maðurinn sem tók á móti okkur er smiður og er einn af eigendum þessa leikskóla því hann er einkarekinn.  Hann stofnaði hann með systur sinni sem er leikskólakennari.  Þarna gátu verið 22 börn og allt inni í vagninum (sem og vagninn sjálfur) var smíðað og hannað af þessum smiði.  Ótrúlega sniðugt og hentar eflaust vel í Danmörku Happy 

Sá þriðji sem við heimsóttum þennan daginn heitir Muldvarpen og þar var fyrsta lóðin sem við sáum afgirta því hinir 2 voru ekki með girðinu í kring.  Börnin eiga einfaldlega að þekkja hvar mörkin eru og þau passa upp á hvert annað.  En þarna var umferðargata við leikskólann þannig að ekki var um annað að ræða en að hafa hann girtan af.  Fínn leikskóli með stóru útisvæði og svona bálhúsi eins og við sáum á þeim fyrsta, nokkur dýr eru þarna eins og hænur, grísir (á sumrin) og fleira.  Ágætis leikskóli en kannski minna um nýja hluti fyrir okkur að sjá svona í heildina. 

Við vorum komnar í húsið okkar um kvöldmatarleytið og grilluðum þá kjúllabringur og fleira gott og fórum svo í Sing Star uppi í efra og tókum nokkra billjardleiki LoL  Mjög skemmtilegt og mikið hlegið.

Á föstudeginum fórum við á síðasta leikskólann sem við skoðuðum í ferðinni og hann heitir Höndruphus (eitthv. svoleiðis) og er alveg í skógarjaðrinum á litlum bæ á Jótlandi.  Þar er heldur engin girðing, börnin vita hvar þau mega fara og hvar ekki.  Skógurinn á bakvið er risastór og fórum við í heljarinnar skógargöngu með einum kennaranum og elstu börnunum.  Svæðið býður upp á marga möguleika og börnin virðast þekkja og kunna vel á umhverfið.  Í garðinum við leikskólann er einnig frábært svæði og þau eru líka með nokkur dýr.  M.a. 3 geitur sem börnin hjálpa til við að fæða og hirða um.  3 risastórar kanínur eru líka og svo einn köttur.  Hann var mjög gæfur og vildi bara liggja í fanginu á manni og láta klappa sér.  Við borðuðum svo nestið okkar úti með börnunum og vorum þarna í eina 4 tíma.  Rosa skemmtilegt.

Við færðum leikskólunum öllum gjafir, m.a. stór plaköt af íslenska hestinum, kindinni og kúnni ásamt því að gefa staffinu súkkulaði og bingókúlur Cool og við gáfum þeim líka bókina "Ástarsaga úr fjöllunum" á dönsku og einnig ljósmyndir úr leik og starfi úr Krakkaborg.  Það voru allir þvílíkt ánægðir með gjafirnar og börnin hrifin af þessu öllu. 

Nú við kíktum svo í aðra BILKA búð seinni partinn á föstudeginum og fórum svo heim í hús og spiluðum pictionary við mikla gleði og glaum. 

Verslunarferð til AArhus á laugardeginum og þar var auðvitað kíkt í H og M og feiri búðir og ég mælti mér mót við Gunni vinkonu því hún býr í úthverfi AArhus og því ekki langt fyrir hana að koma.  Það var æðislegt að hitta hana og knúsa.  Yndislegt að hitta þig yfir Nachos og bjór Grin

Áttum svo flug kl. 21.50 á sunnudagskvöld og því voru þreyttir ferðalangar sem mættu í vinnu á mánudagsmorgunn Shocking

Set inn myndir úr ferðinni við tækifæri Smile


Ég er ...

... komin heim frá Danmörku.  Skrifa ferðasöguna seinna sem gekk rosalega vel í alla staði Smile

Annars á hún Sigrún mín afmæli í dag Grin  og er hún orðin 6 ára skvísan.  Ég held hún hafi bara stækkað á meðan ég var úti LoL

Þið getið skrifað henni kveðju á http://barnanet.is/sigrunstef

Hej hej


Ég er ...

... farin til Danmerkur.

Sjáumst og  heyrumst eftir helgina       


Útivera

Það er mikið búið að vera úti um þessa helgi.  Veðrið búið að vera yndislegt og hjólin voru tekin út í dag Joyful  Við Sigrún hjóluðum á hjólunum okkar heim að Sviðugörðum og til baka.  Hún er orðin ansi klár að hjóla og örugg á mölinni því það er nú svolítið erfitt að hjóla á grófri möl þegar maður er lítill og léttur Undecided  En við pabbi hennar ákváðum að nú væri tímabært að prufa að taka hjálpardekkin af og leyfa skvísu að prufa að hjóla þannig.  Það var nú ekki að ganga neitt svakalega vel en æfingin skapar meistarann ekki satt?!  Þannig að nú verður bara æft stíft næstu daga til að ná jafnvæginu og læra á þetta.

Teikning  Læt fylgja hér með nýjustu teikninguna hjá Sigrúnu.  Ég var að búa til boðskort í afmælið hennar og þetta teiknaði hún á meðan.  Hatturinn er örugglega nornahattur því það verður búningafjör í afmælinu hennar Happy

Nú er ég byrjuð að pakka fyrir ferðina miklu sem er eftir aðeins 2 daga Grin  Spennan magnast...

Þangað til næst Wink


Stórsniðugt!

Ég verð nú bara að taka að ofan fyrir bæjarráði Árborgar því þetta er algjör snilldarhugmynd.  Það er nefninlega bæði dýrt og óþarft að þurfa alltaf að fara á bíl í styttri ferðir sem eru þó kannski of langar vegalengdir og tímafrekar ef á að labba þær.  Ég vildi óska þess að ég kæmist á hjóli í vinnuna Undecided  Þegar ég bjó í bænum hjólaði ég oft, bæði í skólann og í vinnuna sem var þónokkur spotti.  Þetta fannst mér bæði þægilegt og svo auðvitað mjög heilsusamlegt.

Þannig að þeir eiga hrós skilið í ráðhúsinu finnst mér fyrir þetta framtak.  Og það gat nú verið að minnihlutinn tæki ekki undir þetta framtak GetLost  Svo virðist sem meirihluti og minnihluti geti aldrei verið sammála um nokkra skapaða hluti.  Undarlegt alveg.


mbl.is Ráðhúshjól keypt á Selfosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband