20 ára fermingarafmæli

Haldiði að sú gamla eigi ekki 20 ára fermingarafmæli í dag     Ótrúlegt alveg... ég sem er svooooo ung!  Já það var einmitt þannig ... ég fermdist svo ung Wink

Barnið mitt er að byrja í skóla í haust.  Vorskólinn byrjar á morgun og verður svo alla næstu viku.  Sigrún er orðin voða spennt.  Hún er búin að fara 2x í mánuði í skólaheimsóknir frá áramótum og fara þau þá með skólabíl frá leikskólanum.  Á morgun fer hún með bílnum frá leikskólanum í skólann en kemur svo með skólabílnum heim þar sem ég verð heima að taka á móti henni.  Við erum nú heppin hér að skólabíllinn rennir hér beint í gegnum hlaðið þannig að í mesta kuldanum getur hún beðið inni þar til hann kemur (næsta vetur sem sagt).  Tímarnir sem hún fer í á morgun eru textílmennt, tónmennt og útileikir.  Vá en gaman og svo auðvitað frímínútur inn á milli.  Ekkert smá spennandi en skildi þetta allt standast væntingar 6 ára barns?   Undecided 

Það verður gaman að sjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég er svo langt gengin í skólanum- í níunda bekk, að ég held varla að ég sé fær um að lifa mig inní hugarheim sex ára barana -  ekki núna.  Yfirleitt gengur manni best að sjá inní sálina hjá þeim aldurshóp sem maður umgengst mest. Eða því fólki sem maður er mest með. Tekur jafnvel lit af því.

Einu sinni vann ég í Skálatúni og þú sérð þá væntanlega fyrir þér hvernig ég upplifði sjálfa mig á þeim tíma.

Núna er ég alveg einstaklega táningsleg í hegðun, hvernig heldurðu að sé að vera giftur svona konu? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:55

2 identicon

Til hamingju með þetta skemmtilega afmæli  Og þú sem ert svona ungleg! Alltaf gaman að kíkja aðeins á þig og sjá hvað þú ert að bralla

Knúsi knús úr Kópavoginum

Sólveig KHÍ skvísa! (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 123865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband