Stórsniðugt!

Ég verð nú bara að taka að ofan fyrir bæjarráði Árborgar því þetta er algjör snilldarhugmynd.  Það er nefninlega bæði dýrt og óþarft að þurfa alltaf að fara á bíl í styttri ferðir sem eru þó kannski of langar vegalengdir og tímafrekar ef á að labba þær.  Ég vildi óska þess að ég kæmist á hjóli í vinnuna Undecided  Þegar ég bjó í bænum hjólaði ég oft, bæði í skólann og í vinnuna sem var þónokkur spotti.  Þetta fannst mér bæði þægilegt og svo auðvitað mjög heilsusamlegt.

Þannig að þeir eiga hrós skilið í ráðhúsinu finnst mér fyrir þetta framtak.  Og það gat nú verið að minnihlutinn tæki ekki undir þetta framtak GetLost  Svo virðist sem meirihluti og minnihluti geti aldrei verið sammála um nokkra skapaða hluti.  Undarlegt alveg.


mbl.is Ráðhúshjól keypt á Selfosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki alveg hvort mér finnst þetta sniðugt, getur fólk ekki bara notað sín eigin hjól???  Og þar að auki á að verja 140 þúsund í 2 hjól og hjálma, hvers konar hjól eru þetta eiginlega fyrir þennan pening?  Ég var að skoða fínt hjól áðan sem kostaði rétt um 30 þúsund og hjálminn gat ég fengið fyrir 3500 kall.   Mér finnst þetta bruðl hjá bæjarstjórninni og hananú !!!!!!!!!

Sandra Dís (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:23

2 identicon

Afhverju á fólk að nota eigin hjól í vinnutíma? Ég reikna með því að þessar vinnutengdu ferðir sem stendur til að nýta hjólin í hafi hingað til verið farnar á bílum. Er þetta þá ekki sparnaður? Sparnaður er andstaðan við bruðl.

Bjarki (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:05

3 identicon

Stórsniðugt!!  Spurning hvort eigi ekki að taka upp þennan sið í Borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Já, og Alþingi. Svona "hjólaþotur"

Linda (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já ég er reyndar sammála því að hefði mátt kaupa ódýrari hjól.  140 þús. kall er dálítið dýr fyrir aðeins 2 hjól.  En mér finnst þetta framtak gott engu að síður og sparnaður heilmikill þegar upp er staðið. 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:45

5 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Það má alveg deila um hvort þetta séu of dýr hjól. Venjuleg stórmarkaðshjól eins og ég kalla þau og kosta um 20-30 þús eru duga yfirleitt ekki mikið meira en 2000 km og þá þarf að skipta um nánast allt í þeim eða bara kaupa ný.  Þau þola ekki að rigni á þau og allt riðgar fljótt. Ég hef klárað nokkur svona hjól en ég hjóla c.a. 10 - 15 þús km á ári. Eflaust hjóla starfsmennirnir ekki svo mikið en prufiði að handleika stórmarkaðshjól, lyftið þeim og gerið samanburð.

50 þús kr hjól eru orðin aðeins betri og léttari og 70 þús kr hjól eru orðin mjög fín.

Flestir þeir sem hjóla eitthvað að ráði á íslandi eru á 100-200 þús kr hjólum og eiga oft fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö. Staðreindin er sú að bara nettari dekk geta sparað manni 5 mín á 10 km leið og það er slatti.

Elvar Örn Reynisson, 19.4.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Góð hahaha.

Eyrún Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 20:49

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það verður fróðlegt að vita hver fær stöðu "hjólavarðar" og hvernig honum tekst að lifa af laununum.

Helga R. Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband