Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 16:33
Notalegt í hitanum
Jaeja elskurnar ég sé ad thid hafid thad gott heima í snjónum og frostinu brrrrrr
Hér er hitinn búinn ad vera á milli 25 og 28 stig og vid erum gjorsamlega ad stikna en njótum thess audvitad í botn Búin ad fá bekk heim á verond og steikjum okkur vel thar á milli thess sem vid sotrum sangríu og bordum stórsteikur eda annan gódan mat, sluuurp.
Vid áttum gódan tíma hérna med Svovu og co og fórum m.a. 2x med theim út ad borda. Í annad skiptid á Indverskan stad og hitt skiptid á Tex Mex stad. Mjog ljúft.
Aetlum allur hópurinn í kvold á steikarstad sem heitir Las Brasas og thar skal madur fá sér graflaxkokteil í forrétt og mér skilst ad svínarifin thar séu algjor snilld Í gaer fórum vid á Indónesískan stad (Bali) og fengum okkur marga rétti. Alltaf verid ad prufa eitthvad nýtt.
Vid fórum á ABBA show hérna í gaerkvoldi og allar stúlkur í salnum voru teknar upp í einu laginu og Sigrún var midpunkturinn og hún var leidd um svidid eins og prinsessa Hún var alsael med thetta og naut athyglinnar hehe. Svo fórum vid nokkur upp og sungum líka í einu laginu. Já og svo er madur búin ad fara í karokí og allt Ótrúlega gaman alveg.
Jaeja nú aetla ég í billjard vid Sigrúnu og vid bidjum ad heilsa heim. Takk fyrir kvedjurnar og hafid thad gott.
Adios mi amigos
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2008 | 13:24
Buenos Diaz
Jaeja tá erum vid stodd á Kanarí og fedginin spila tythokkí á medan ég tolvast Vid vorum ad koma úr smá verslunarferd upp í spánska hverfi og fórum med ollum hópnum.
Hér er búid ad vera skýjad sídustu daga og rigning í dag og smá dropar í gaer. Vid fórum med Svovu, Einari, Reyni og Gumma Saem í bíltúr í gaer í bíl sem tau hofdu. Keyrdum í lítid hafnarthorp sem heitir Mogan og aetludum ad fara í kafbát en hann var fullur og fleiri ferdir voru ekki farnar thann daginn. Thannig ad vid roltum okkur bara um og fengum okkur ad borda geitaost, fiskisúpu, kanarísúpu, risaraekjur og ég veit ekki hvad og hvad voda nice. Thórey og Rannveig tengdamamma henanr Svovu possudu Viktoríu á medan.
Í kvold aetlum vid Stebbi út ad borda med Svovu og Einari á Indverskan stad (Dyana) tar sem Stebbi svitnadi sem mest hér um árid thví maturinn var rótsterkur. Thetta er eitthvad fyrir Einar Magna
En jaeja vid aetlum ad halda áfram og thví segi ég bara hasta la vista mi amigos.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2008 | 09:34
K A N A R Í
Jæja þá erum við fjölskyldan farin til Kanaríeyja og komum heim 4.mars
Hasta la vista babe
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 18:03
Afmælisveisla í dag
Hún Bogga amma mín á afmæli á morgun og verður 86 ára sú gamla. Lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sjötug og er bara eldhress. Af þessu tilefni hittumst við nokkur ættmenni hennar í afmælisveislu áðan og fengum snilldar kræsingar eins og alltaf hjá henni. Pönnukökurnar hennar klikka náttúrlega ekki og börnin fá aldrei nóg af þeim og svo voru heitir brauðréttir, skúffukaka, skálatertur, ostar og vínber, smákökur og að ógleymdu heitu súkkulaði með rjóma, sluuuurp Alveg óendanlega gott og gaman að hitta þarna ættingja sem maður hittir annars mjög sjaldan þótt þau séu náskyld manni
Frekar fyndið að sjá börnin að leik úti á peysunum innan um allan snjóinn en það var svo hlýtt úti að það þurfti ekki utanyfirflík... ja alveg þangað til það fór að rigna. Ein frænka okkar fór meira að segja út á háhælum skóm og hvítu pilsi að búa til snjóhús með börnunum Ótrúleg seigla í henni Tinnu sko.
Jæja best að halda áfram að pakka niður, tralllallalalalalaaaa..... ADIOS AMIGOS Heyrumst eftir hálfan mánuð eða svo... (eða kannski finn ég eins og eina tölvu þarna úti og læt ykkur heyra aðeins af okkur).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2008 | 16:18
Gulrótaræði
Ég fór í Nóatún áðan. Keypti gulrætur. Íslenskar gulrætur. Ég er með æði fyrir gulrótum. Alltaf þegar ég fer í búð þá kaupi ég gulrætur. Hvað skyldi þetta tákna?
Þær étast allar upp hjá mér þannig að ég held þetta sé bara í besta lagi. Hvað finnst þér?
Annars vildi ég bara minna ykkur á að það eru aðeins 4 dagar þar til við förum í loftið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 22:00
Hef hugsað mér konu...
... og þá byrjum við ... NÚNA!!!
11.2.2008 | 16:25
Öskubuskan og sjóræninginn
Ég var ekki búin að sýna ykkur hvernig við mæðgur vorum á Öskudaginn. Ég klæddi mig upp sem sjóræningi og Sigrún fór auðvitað í Öskubuskukjólinn og svo málaði ég hana í leikskólanum. Ég á því miður ekki mynd af henni málaðri í kjólnum og því verður þetta að duga En svona vorum við sem sagt.
Ég gleymdi að segja ykkur frá aðalatriðinu. Ég fór í lyfjaferð til Reykjavíkur í dag og var mun fyrr búin en ég bjóst við. Ég þurfti ekki að fá beinvarnarlyfið og það sem meira er... ég þarf ekki að fá það nema 2x á ári hér með Óskar var á ráðstefnu í Desember þar sem m.a. þetta kom fram og ég er ekkert smá glöð með það. Þetta þýðir að æðarnar mínar fá að jafna sig vel inn á milli og ég þarf ekki að kvíða hverri lyfjaferð Svo sagði Óskar líka að ástæða væri fyrir mig að fagna pínulítið í vor þar sem 3 ár verða liðin frá því ég greindist og að nú væri 3 ára tímabilið það sem mest væri litið til með tilliti til þess að greinast aftur. Þ.e.a.s. langalgengast er að fólk greinist í annað sinn innan þriggja ára og ég fer að skríða í þá tölu Nú er bara að krossleggja fingur og vona hið allra allra besta með tilliti til framtíðarinnar
Knús í kotin ykkar kæru vinir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.2.2008 | 22:00
Kalli Tomm byrjaður
8.2.2008 | 17:39
Notalegt að vera komin heim
AAHHHH hvað er gott að vera komin heim heil á húfi og þurfa ekkert að fara út fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn en þá eigum við miða í leikhús á Skilaboðaskjóðuna. Það væri nú gaman að komast það án nokkurs vesens
Sit annars hér við tölvuna með harðfisk í annarri og söl í hinni og hlusta á vindinn hvína. Það er voðalega gott að eiga þak yfir höfuðið núna og eins og veðrið er búið að vera síðustu daga og vikur
Það eru bara ekki allir svo heppnir
Búið að opna Hellisheiði en veður fer versnandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2008 | 12:43
Enn meiri ófærð!
Ja þessu ætlar bara ekki að linna svei mér þá - alla mína daga!
Við hjónin ætluðum í bæinn í morgun og kíktum á textavarpið og sáum að Þrengslin voru lokuð en Hellisheiði fær fjórhjóladrifnum bifreiðum. Þannig að við drifum okkur af stað á okkar fjallajeppa þar sem ég átti tíma hjá Óskari krabbalækni kl. 11. En þegar við komum að Hveragerði þá var búið að loka Hellisheiði líka, aaaarrrggghhh!!! Þannig að ég varð að fresta tímanum þar til á næsta mánudag og nú vona ég bara að það verði skaplegra veður þá
Var að fá SMS frá mömmu og pabba... 22 stiga hiti og blíða á Kanarí og þau búin að fara í morgungönguna sína og allt í hinu besta lagi gott að heyra það. Get ekki beðið eftir að komast úr þessum kulda og snjó í blíðuna... nú eru bara 12 dagar, jibbííííí!!!
Adios mi amigos
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar