Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 15:48
Brandari
Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn.
"Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund. Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt
að hún geti líka hugsað !!
Kveð að sinni
RDægurmál | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 20:20
Rauðvín og ostar
Haldiði að karlinn minn yndislegi hafi ekki komið elskunni sinni á óvart í dag þegar hann kom heim úr vinnunni og komið heim með rauðvín og osta handa mér. Alltaf gaman þegar manni er komið svona á óvart. Ég færði honum rauðar rósir og hjartalaga konfekt í hjartalaga öskju í tilefni dagsins. Ekki amalegt það - konfekt, rósir, rauðvín og ostar
Svo er annað... ég vil eindregið hvetja ykkur til að fylgjast með x-factor á föstudaginn því hún frænka mín hún Tinna er að taka þátt. Endilega kjósið skvísuna, hún á það svo sannarlega skilið stúlkan.
Yfir og út
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 08:28
9 ár
Í dag eru 9 ár síðan við Stebbi byrjuðum að slá okkur upp saman. Vá fljótt að líða. Mér finnst það hafa verið í gær sem Greifaballið var og ég ein heima í Miðtúninu. Partý...??? Neeeeei
Já það eru sem sagt 9 ár síðan spáð var fyrir mömmu á Kanarí... konan sem spáði fyrir henni sá nýjan tengdason. Mömmu fannst það nú svo sem ekkert líklegt en hann er hér enn get ég sagt ykkur
Kveð að sinni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2007 | 17:45
Ófærð og meiri ófærð
Þetta er nú meira veðurfarið. Það var mikið að það kom almennilegur vetur ja ef við ættum ekki jeppa þá væri ég ekki búin að vera mikið á ferðinni undanfarna daga. Mjólkurbíllinn situr nú fastur hér í brekkunni fyrir neðan og Helgi tengdó er að reyna að moka hann upp. Og ekki hefur sést til póstmannsins síðan síðdegis í gær. Það var líka heldur fátt í leikskólanum í dag. Ekki nema 11 börn og síminn stoppaði varla. Foreldrar að tilkynna að barnið sitt væri veðurteppt heima og kæmi ekki í dag. Enda var skólahaldi í Flóaskóla aflýst í dag vegna ófærðar.
Það munaði engu að ég kæmist ekki í gegnum skaflana á Vorsabæjarveginum í dag á mínum fjallajeppa. Helgi er búinn að moka 3 x í dag í gegnum skaflana á hlaðinu hér en skafrenningurinn er það mikill að það fyllist um leið aftur. Hann mokar bara rétt til að hleypa einhverjum í gegn. Hann hafði mokað í gegn um 1 klst. áður en ég kom heim í dag. Það var eins gott því annars sæti ég föst í einum skafli hér úti. Já það er fjör á fróni þessa dagana.
Yfir og út kæru vinir og farið varlega í snjónum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2007 | 11:41
Ömmupartý
Jæja er ekki kominn tími á nýja færslu. Það gerist eitthvað svo lítið í mínu lífi þessa dagana að mér finnst varla taka því að blogga um það. Veit varla hvort það er kostur eða galli. Líklega kostur þar sem flestar bloggfærslur mínar hafa verið um veikindin. Þetta sýnir það bara að ég er orðin hressari og þarf ekkert að vera að skýra frá líðan minni. Anyways... mér líður bara vel
Ég er að fara að hitta nokkrar af skemmtilegustu konunum í lífi mínu í kvöld. Það er komið að hinu árlega ömmupartýi og það eru sko ótrúlega skemmtileg partý. Þá mætum við nokkrar kellur saman (amma sem sagt, mamma mín, systur mínar, frænka og 2 mágkonur mömmu). Þetta er hreint meiriháttar skemmtilegur hópur og við komum saman einu sinni á ári heima hjá ömmu og höldum át- og drykkjarveislu. Syngjum svo frá okkur röddina og hlægjum einhver lifandis ósköp svo mann verkjar í magann í 2 daga á eftir. Eða var það af drykkjunum??
Og svo syngjum við.... Þú þú þú fórst mér frá. Siðan þú fórst er tilveran grá...!!!
Og líka... við erum við... á hverjum degi. Við erum smart þú og éééééégggg.... VÚHÚ!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2007 | 11:47
Afmæli
Hann á afmæli í dag - hann á afmæli í dag - hann á afmæli hann PABBI. Hann á afmæli í dag Til hamingju með daginn pabbi minn.
Í gær fór húsbóndinn á bænum inn að Vatnsfelli að ná í jeppa sem hafði farið niður um ís. Já þær eru margar björgunaraðgerðirnar sem þarf að sinna og hér fylgja nokkrar myndir af þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 13:56
Veikindi
Ekkert sérlega skemmtilegur dagur í dag við hjónin vöknuðum upp við það í nótt að Sigrún var að gubba. Hún gubbaði aðeins í nótt og svo aftur í morgunn. Svo hélt ég að hún væri að hressast áðan, var farin að hoppa og skoppa um stofuna og farin að stríða mér eins og henni einni er lagið en nei nei... þá kom enn ein gusan. Ísinn og saltkexið sem hún hafði komið niður í morgun kom bara sömu leið til baka. Jakk. Og ekki bætir úr skák að mamman er með hálfgerðan niðurgang svo það eru tómir lasarusar á þessum bæ Frekar fúlt að byrja helgina svona.
Mæli með því að þið skoðið Gluggann eða Dagskrána því þar tróna þau á forsíðum beggja blaðanna (Já þetta er forsíðufrétt ) með litlu prinsessuna og stóra duglega bróður hennar. Rosalega flott öll og taka sig bara vel út. OOO svo gaman að þessu. Þið getið séð þetta á www.sudurglugginn.is ef þið komist ekki í blöðin.
En ég fór í eftirlit til Óskars í gær. Það lítur allt vel út og blóðprufurnar voru góðar. Ég á að hitta hann aftur eftir 3 mánuði. Vona bara að ég þurfi ekki að fara til hans fyrr. Hins vegar þarf ég að fara á mánaðarfresti í þessa Zolotex-sprautu. En það er nú ekkert miðað við allt og allt. Reyndar alveg hnausþykkri nál stungið í magann á mér og það er lítið hylki inni í sprautunni sem er skotið inn í magann og það eyðist upp á 28 dögum. Þetta er gert til að hindra blæðingar og þá starfsemi frá eggjastokkunum... því krabbameinið var jú hormónatengt og þess vegna þarf að bæla niður alla hormónastarfsemina hjá mér næstu 5 árin Þessar töflur sem ég þarf að taka inn líka eru einnig hormónabælandi.
En nóg um það. Best að fara að horfa á Pocahontas með prinsessunni.... Villimenn villimenn...!!! þú veist hvert leiðin liggur barn. Farðu eftir henni!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2007 | 12:26
G L E Ð I L E G T Á R
Góðan daginn kæru vinir og gleðilegt nýtt ár. Og hjartans þakkir fyrir bloggið á síðasta ári
Við fjölskyldan fórum í sumarbústað foreldra minna um áramótin og fögnuðum nýju ári með þeim. Einnig fengum við nokkra gesti úr sumarbústað í Grímsnesinu. Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur sem héldumst vakandi að minnsta kosti. Sigrún var sofnuð fyrir skaup þannig að hún missti af aðalfjörinu og gestunum líka Hún var ekkert sérlega glöð þegar hún vaknaði á nýársmorgunn. Það fyrsta sem hún sagði var: "Mamma af hverju sá ég engar sprengjur" Hún varð bara sár stúlkan þannig að við ákváðum að halda smá mini-áramót hér á hlaðinu í gær Það eru komnar nokkrar myndir hér inn frá því og líka frá áramótagleðinni okkar í bústaðnum.
En Áramótaskaupið já... eigum við eitthvað að vera að fara út í þá sálma hér Frekar glatað skaup að mínu mati og ansi unglingatengt. Mikið af gríni af Sirkus (sjónvarpsstöðinni fyrir fávísa Íslendinga sem fylgjast lítið með, hehe) og bara slappt grín í flesta staði. Gervin voru ekki nógu sannfærandi fannst mér... átti þetta til dæmis að vera Árni Johnsen þarna...??? Ég var ekki að skilja megnið af þessu allavega. Mér heyrist margir í þjóðfélaginu vera á sama máli. Kannski er íslenska þjóðin bara orðin húmorslaus
Hinn skemmtilegi atburður átti sér stað á nýársmorgunn að Svava vinkona mín eignaðist stúlkubarn um níuleytið. Óska ég þeim innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og hlakka ég ekkert smá til að sjá litlu snúllu. Fæðingin gekk fljótt og vel fyrir sig og öllum heilsast vel
Kveð að sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar