G L E Ð I L E G T Á R

Góðan daginn kæru vinir og gleðilegt nýtt ár.  Og hjartans þakkir fyrir bloggið á síðasta ári Wink

Við fjölskyldan fórum í sumarbústað foreldra minna um áramótin og fögnuðum nýju ári með þeim.  Einnig fengum við nokkra gesti úr sumarbústað í Grímsnesinu.  Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur sem héldumst vakandi að minnsta kosti.  Sigrún var sofnuð fyrir skaup þannig að hún missti af aðalfjörinu og gestunum líka Frown  Hún var ekkert sérlega glöð þegar hún vaknaði á nýársmorgunn.  Það fyrsta sem hún sagði var:  "Mamma af hverju sá ég engar sprengjur"  Hún varð bara sár stúlkan þannig að við ákváðum að halda smá mini-áramót hér á hlaðinu í gær Halo  Það eru komnar nokkrar myndir hér inn frá því og líka frá áramótagleðinni okkar í bústaðnum. 

En Áramótaskaupið já... eigum við eitthvað að vera að fara út í þá sálma hér Sleeping  Frekar glatað skaup að mínu mati og ansi unglingatengt.  Mikið af gríni af Sirkus (sjónvarpsstöðinni fyrir fávísa Íslendinga sem fylgjast lítið með, hehe) og bara slappt grín í flesta staði.  Gervin voru ekki nógu sannfærandi fannst mér... átti þetta til dæmis að vera Árni Johnsen þarna...???  Ég var ekki að skilja megnið af þessu allavega.  Mér heyrist margir í þjóðfélaginu vera á sama máli.  Kannski er íslenska þjóðin bara orðin húmorslaus Tounge

Hinn skemmtilegi atburður átti sér stað á nýársmorgunn að Svava vinkona mín eignaðist stúlkubarn um níuleytið.  Óska ég þeim innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og hlakka ég ekkert smá til að sjá litlu snúllu.  Fæðingin gekk fljótt og vel fyrir sig og öllum heilsast vel Smile

Kveð að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan og gleðilegt ár, takk fyrir öll gömlu og góðu;o)

Frábært að heyra að allt gekk vel hjá henni Svövu frænku minni.. og gaman að fá litla prinsessu!!

Er mjög þakklát fyrir bloggið þitt, þar sem fréttir eru annars ansi legni á leiðinni til mín oft á tíðum;o) takk fyrir gott bloggár!!

Gott að heyra að allt er í lagi með beinin þín;-)

Knús og kossar frá prófstressaðri Þóru

Þóra (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 14:37

2 identicon

Elsku frænka , GLEÐILEGT ÁR til ykkar allra í Vorsabæ, vona að þetta nýútsprungna ár verði gott og gleðiríkt fyrir okkur öll, get trúað að fröken Sigrún hafi verið ósátt að tapa af sprengjunum , þrettándinn er nú eftir með tilheyrandi fjöri. Hafið það gott .kv, Ko-Kolla.

p.s Gaman að frétta af stúlkunni hjá Svövu og Einari er hún kanski fyrsti sunnlendingurinn á árinu.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 22:40

3 identicon

Hæ hæ Rannveig

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott  og takk kærlega fyrir jólakveðjuna.

Frábært að allt skyldi hafa gengið svona vel hjá Svövu, þú mátt endilega skila kveðju til hennar frá mér þegar þú hittir hana. Við sjáumst nú vonandi einhvern tímann á næstunni. Hafðu það gott, kveðja Bryndís Elfa

Bryndís Elfa Geirmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 23:02

4 identicon

Jæja Ranna röltari:) Þá er nú komin tími á að maður tjái sig hér,,,,,,long time no write!  Já skaupið var svoldið spes,, húmorinn er greinilega að verða aðeins nútímalegri, þ.e. meiri aulabrandarar, eiginlega svona Fóstbræðrabrandarar (Ólívur Ragnar Grímsson) hahahaha sem btw enginn hefði getað sagt svona fyndið nema Þorsteinn Guðmundsson. Ég dó næstum því úr hlátri yfir þessu en kannski er minn húmor að verða eitthvað brenglaður:) En ég er líka sammála þér um að það var margt sem ég var ekki að fatta.

Ég er annars búin að vera að bíða eftir bloggi um föstudagskvöldið 29.des. manstu eftir því????? Eða er kannski bara best að gleyma:) Bara að vara þig við, það á að birta einhverjar myndir í Sunnlenska????

 Ég hringi soon honey, bið kærlega að heilsa Svövu og hamingjuóskir til hennar og Einars með litlu snúllu, hún hefur náð að halda í sér:)

Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 00:13

5 identicon

Sæl nafna mín og gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu skemmtilegu árin. Já, það verður nú gaman að skoða litlu prinsessuna hjá Svövu. Bestu kveðjur og árnaðaróskir, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123789

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband