Ófærð og meiri ófærð

Þetta er nú meira veðurfarið.  Það var mikið að það kom almennilegur vetur Tounge  ja ef við ættum ekki jeppa þá væri ég ekki búin að vera mikið á ferðinni undanfarna daga.  Mjólkurbíllinn situr nú fastur hér í brekkunni fyrir neðan og Helgi tengdó er að reyna að moka hann upp.  Og ekki hefur sést til póstmannsins síðan síðdegis í gær.  Errm  Það var líka heldur fátt í leikskólanum í dag.  Ekki nema 11 börn og síminn stoppaði varla.  Foreldrar að tilkynna að barnið sitt væri veðurteppt heima og kæmi ekki í dag.  Enda var skólahaldi í Flóaskóla aflýst í dag vegna ófærðar.

Það munaði engu að ég kæmist ekki í gegnum skaflana á Vorsabæjarveginum í dag á mínum fjallajeppa.  Helgi er búinn að moka 3 x í dag í gegnum skaflana á hlaðinu hér en skafrenningurinn er það mikill að það fyllist um leið aftur.  Hann mokar bara rétt til að hleypa einhverjum í gegn.  Hann hafði mokað í gegn um 1 klst. áður en ég kom heim í dag.  Það var eins gott því annars sæti ég föst í einum skafli hér úti.  Já það er fjör á fróni þessa dagana.

Yfir og út kæru vinir og farið varlega í snjónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, veturinn lætur hafa fyrir sér núna.  En það er nú allt í lagi, þar sem er enn janúar....  :)  Hér í borginni er voða erfitt að komast áfram á sumum stöðum.  Hrikalegt að keyra í þessu blessaða salti sem er þeytt á göturnar!!  Svo eru greinilega sumir ökumenn ekki með góðan dekkjabúnað á bílunum sínum, það tefur ansi vel fyrir oft!

Nú er maður komin í veikindafrí og ég er að reyna að vera að dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni á hverjum degi.... gengur misvel.  Vildi að þið og Svava og fjölskylda væruð hér í bænum.  Ekki þori ég fyrir mitt litla líf að keyra austur kasólétt í hálkunni.... En þetta líður... prinsinn verður kominn í heiminn áður en ég veit af:)  Gaman er að fylgjast með þér og ykkur hér á síðunni, vildi að við myndum hittast mun oftar!!!

Bestu kveðjur úr borginni, Þórlaugm, Kiddi og bumbus

Þórlaug (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 09:01

2 identicon

Bara svona rétt að kvitta fyrir komuna (konuna já), langt síðan ég hef skrifað eitthvað gáfulegt á síðuna þína sko ;-).  Ekkert að frétta held ég bara og lífið er einhvern veginn svona núna: keyra, vinna, keyra, borða, sofa.......svona í grundvallaratriðum sko, hehe  Annars allir bara í góðum gír, sjáumst vonandi fljótlega elskan

knús sandra dís

sandra dís (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 09:33

3 identicon

Takk fyrir síðast ,þetta var bara gaman þau klikka ekki ömmupartíin enda svo skemmtilegar stúlkur sem þarna eru samankomnar!!!!!!!!!!!!!!!!! Sumar lengja svo partíð aðeins í annan endan ...................það þarf nú að líta eftir næturlífinu !!!!!!!!Gangi þér vel að hnoðast í gegnum skaflana þarna í flóanum . Sjáumst Ko-Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 10:41

4 identicon

Já, það var aldrei að það kom vetur loksins. Vonandi verður ekki ófært þorrablótshelgina...hlakka til að sjá þig þá, stefni á að koma. Bestu helgarkveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 11:51

5 identicon

Hæ eskan...

ótrúlegt að heyra þessar vetrarsögur;o) er barasta búin að gleyma hvernig þetta er held ég, ekki það, hér kom veturinn í gær.... 2 cm jafnfallinn snjór og allt í klessu;o) 40 bíla árekstur á hraðbrautinni og öll umferð lamaðist um allt land... mér þætti gaman að sjá danina í snjó eins og þú ert að skrifa um 

Vonandi heilsast ykkur öllum vel og kær kveðja til allra!!

Knús og kossar Þóra  

Þóra (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband