Ömmupartý

Jæja er ekki kominn tími á nýja færslu.  Það gerist eitthvað svo lítið í mínu lífi þessa dagana að mér finnst varla taka því að blogga um það.  Veit varla hvort það er kostur eða galli.  Líklega kostur þar sem flestar bloggfærslur mínar hafa verið um veikindin.  Þetta sýnir það bara að ég er orðin hressari og þarf ekkert að vera að skýra frá líðan minni.  Anyways... mér líður bara vel Joyful 

Ég er að fara að hitta nokkrar af skemmtilegustu konunum í lífi mínu í kvöld.  Það er komið að hinu árlega ömmupartýi og það eru sko ótrúlega skemmtileg partý.  Þá mætum við nokkrar kellur saman (amma sem sagt, mamma mín, systur mínar, frænka og 2 mágkonur mömmu).  Þetta er hreint meiriháttar skemmtilegur hópur og við komum saman einu sinni á ári heima hjá ömmu og höldum át- og drykkjarveislu.  Syngjum svo frá okkur röddina og hlægjum einhver lifandis ósköp svo mann verkjar í magann í 2 daga á eftir.   Eða var það af drykkjunum??  Undecided 

Og svo syngjum við.... Þú þú þú fórst mér frá.  Siðan þú fórst er tilveran grá...!!!

Og líka... við erum við... á hverjum degi.  Við erum smart þú og éééééégggg.... VÚHÚ!!!    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömmupartýin er náttlega bara snilld, frábært að halda svona í hefðina og konupartý klikka ekki.  Bið kærlega að heilsa þeim öllum og góða skemmtun.  kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 13:06

2 identicon

Takk fyrir síðast litla syss þetta var hrikalega gaman.

Kv. Gua syss

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 08:24

3 identicon

Hefur örugglega verið fjör í ömmupartýinu, þekki margar þessara mætu kvenna og veit að það er ekkert nema skemmtilegt að vera nálægt þeim. Bestu kveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband