Færsluflokkur: Dægurmál
10.5.2007 | 22:30
Eitt allsherjar samsæri
Djöfuss svindl er í gangi þarna í þessu Eurovision kjaftæði. Austur Evrópa bara að taka yfir. Algjört allsherjar samsæri. Ekki spurning. Aumingja Eiríkur Rauði var bara svekktur. Fannst að lagið og flutningurinn hefði sko átt það skilið að komast í úrslitakeppnina á laugardaginn. Er reyndar alveg sammála en svona er þetta bara. Og er eitthvað hægt að gera í því??? Og Danmörk og Noregur með þessi fínu lög en nei nei... komust bara ekki áfram. Algjört svindl allt saman og maður ætti núna að gefa skít í þessa keppni í eitt skipti fyrir öll. Já ég er ekki glöð með þetta. Held ég sé meira að segja svekktari nú en í fyrra
En jæja það þýðir víst ekki að grenja þetta. Snúum okkur þá bara að kosningunum. Það verður spennandi að sjá hvernig úrslitin verða eftir allar þessar sveiflur í skoðanakönnunum síðustu daga.
Ég er alla vega á leiðinni í búst í mæðraorlof Heyrumst eftir helgina kæru vinir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 22:32
Hvað ætti ég að kjósa....???
Hvað ættir þú að kjósa í Alþingiskosningunum samkvæmt þessum link:
Ég tók prófið og svei mér þá. Held ég sé bara búin að ákveða mig
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 47%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Frjálslynda flokksins!
Er hann ekki eini flokkurinn sem vill virkilegar breytingar í þjóðfélaginu í dag (sem vit er í btw)???
Það fyndna við þetta er að ef maður hefur enga skoðun á neinu málefni þá kemur þetta svar: Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar. Þetta er skrítið próf verð ég að segja.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 17:40
...gente di mare....
Jæja þá er búið að setja í mig Lester Jones rörið og svei mér þá ég held það virki bara fínt Er reyndar aðeins bólgin og er pínu að þurrka ennþá en vonandi lagast það á næstu dögum. Ég fór náttúrulega að setja í eina þvottavél áðan (ekki alveg að fíla það að sitja eða liggja hreyfingarlaus allan daginn ) og þá fann ég nú dálítinn þrýsting í auganu og hann Lester vinur minn ætlaði bara að yfirgefa samkvæmið Já rörið poppaði eitthvað upp þannig að ég varð að ýta því niður aftur og fannst það ekkert mjög spennandi. Reyndar var búið að segja mér á augndeildinni að þetta gæti gerst en væri ekki mjög líklegt og þá ætti ég bara að ýta því varlega niður aftur. Jaaaá einmitt. Sniðugt En þetta rör er sem sagt alveg í augnkróknum og maður sér í það ef horft er vel... þannig að þetta er allt saman ansi opið og ég er að bera smyrsl í augað 3x á dag til að varna því að sýking berist í þetta.
En ég er búin að hlusta á Bylgjuna í allan dag og er að komast í Euro fííííllllíííng. Gömlu góðu lögin búin að hljóma í allan dag og maður bara að komast í stööööð!!!
AÐEINS 3 DAGAR Í BÚST STELPUR!!! Ég ætla að kjósa utankjörfundar á föstudaginn en gallinn er bara sá að ÉG VEIT BARA EKKERT HVAÐ ÉG Á AÐ KJÓSA NÚNA. Mér finnst allir vera að lofa því sama... og svo stendur auðvitað enginn við neitt. Allir gleyma því hverju var lofað eða finna einhverja góða ástæðu fyrir því af hverju ekki er staðið við loforðin Spurning um að skila auðu bara.... hmmm
DIGGI LÚ DIGGI LEI, ALLA TITTA PO MEI...... jeeee jeee jeeee
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 11:53
Nú verða sagðar fréttir
Í fréttum er þetta helst:
Við litla fjölskyldan brunuðum til borgarinnar í gær til þess að skoða fellihýsi Byrjuðum á því að fara í Ellingsen þar sem þeir eru með umboð fyrir Coleman fellihýsin sem heita reyndar í dag Fleedwood. Þetta voru auðvitað allt saman ný hús og rosalega flott og líka rosalega dýr. Okkur leist best á Cheyenne húsið sem er 10 fet að stærð, með ísskáp og geymslukassa framan á og löngum bekk inni sem kemur við endann á borðinu. Þannig geta a.m.k. 8 manns setið í því fyrir utan rúmin En jæja við ákváðum að skella okkur í Hafnarfjörðinn til að skoða eitt hús sem við vissum af til sölu. Það er líka Coleman en heitir Larame minnir mig. Okkur leist rosalega vel á það því það er mjög svipað Cheyenne húsinu, einmitt með geymslukassa utan á beislinu, ísskáp, og svona bekk við endann á borðinu (reyndar aðeins styttri því það kemur borð við hliðina og skápur undir því) en svo fylgir þessu húsi líka 2 ljós, snyrtiborð með spegli (algjörlega nauðsynlegt fyrir húsmóðurina), skyggni, stór geymsluhyrsla úr nyloni með fullt af hólfum og gasgrill sem hægt er að festa utan á húsið. Og okkur leist svona ljómandi vel á þetta fellihýsi þannig að við bara keyptum það Þetta er 2004 árgerð en hefur aðeins verið notað eitt sumar í útilegur því hjónin sem áttu það fluttu það sjálf inn síðasta vor og þetta var sýningarhús úti í Ameríku þannig að það er eins og nýtt. Bara frábært Þannig að nú auglýsum við eftir skemmtilegum ferðafélögum í sumar....
Fellihýsið er ekki ósvipað þessu á myndinni.
Nú svo er ég að fara aftur í aðgerð á morgun. Læknirinn ætlar að reyna að klára það sem hann byrjaði á um daginn. En eins og þið kannski munið þá varð hann að hætta því það blæddi svo mikið. Þessi aðgerð er mun einfaldari þar sem hann var búinn að gera gatið fyrir glerkubbinn og rörið (Lester Jones túpuna) þannig að nú skutlar hann þessu bara inn og voila.... mín komin með þessi fínu táragöng (7-9-13). Ég vonaaaaaa allavega innilega að það verði ekkert flóknara en þetta og að það fari ekki að blæða svona aftur. Ég á sem sagt að mæta í fyrramálið kl. 7.30 takk fyrir og vonandi verð ég komin snemma á skurðarborðið. Síðast þurfti ég að bíða í nokkra tíma. En ef það blæðir ekki svona mikið þá fæ ég að fara heim samdægurs. Jibbí.
Ég fór aftur til hómópatans míns á föstudaginn. Bjóst nú hreint ekki við góðri mælingu þar sem ég fór í eina aðgerð og á vikuskammt af sýklalyfjum í millitíðinni. Einnig hafa verið miklar veislur eins og páskarnir og afmæli Sigrúnar og fleira og ég því "svindlað" aðeins. En mælingin kom mun betur út en Birna þorði að vona og ég er bara í góðum málum þannig séð. Á auðvitað að halda áfram að forðast sömu efni og síðast (forðast hörðu efnin hehe) og þá held ég mér nokkuð góðri í meltinu og ristli. Já já þið fáið bara allar fréttirnar í einum pakka hérna. Svo gjöriði svo vel!!!
Læt heyra í mér eftir aðgerð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.5.2007 | 18:40
Jæja góðir gestir
Við Sigrún vorum að koma frá Selfossi. Hittum nokkrar skvísur sem við Svava vorum með í Kennó fyrir nokkrum árum. Allar með börnin og við erum sex kellur sem höldum mest hópinn (útskrifaðir leikskólakennarar í júní 2001) og 4 af okkur eignast barn á þessu ári. Ótrúlega ríkar konur. Þegar þau eru öll fædd þá eigum við til samans 11 börn VÁ!!! Geri aðrir betur. Þórlaug og Olla komu sem sagt austur fyrir fjall í dag með krílin 2 og við hittumst heima hjá Svövu. Agalega gaman. Nú svo er bara vika í að við förum allar saman í bústað í mæðraorlof. Þá reynir á karlana okkar góðu að vera einir með börnin En þetta eru nú svo miklir englar að það verður auðvitað ekkert mál tíhí. Ja ein okkar er löglega afsökuð þar sem hún býr í Danmörku og er reyndar að fara að eiga barn á næstu dögum.
Stefnum að því að taka til í garðinum um helgina. Er eiginlega ekki að nenna því ef ég segi alveg eins og er.... ég vildi óska þess að ég hefði grænni fingur en raun ber vitni. Mig vantar slatta af áhuga og dass af hugmyndaflugi fyrir skemmtilegan garð sem þarfnast ekki mikillar umhugsunar. Einhverjar hugmyndir???
Svo vantar okkur ennþá fellihýsi. Helst Coleman (skilst að þau séu best) og um 10 fet. Karlinn vill ekkert minna. Ætli ég taki svona mikið pláss?? Hmmmm
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 19:43
Léleg sápuópera
Nú get ég ekki orða bundist lengur. Hvað er þetta með þetta ríkissjónvarp??? Sko það er 1. maí á morgun og þ.a.l. frídagur. Allir löngu hættir að fara í kröfugöngur eða alla vega þeir sem ekki fara í slíkar göngur eru kannski heima og langar jú ef til vill að horfa aðeins á imbann svona til að drepa tímann. Ja alla vega fyrir hádegi svona á meðan maður er að vakna. En nei nei. RÚV tekur sér bara hlé frá kl. 10.07 á morgun og til kl. 15.00 Hvað er að eiginlega???? ER í alvöru ekki hægt að sýna eitthvað fyrir börnin á þessum tíma? T.d. eina eða 2 gamlar og góðar teiknimyndir. Ja eða leiknar myndir. T.d. Ronju Ræningjadóttur, Línu Langsokk eða Emil í Kattholti svo fáar séu nefndar. Ég á bara ekki til orð lengur. Djö..... skylduáskrift. Og maður fær EKKERT fyrir peninginn. Hnuss!!!!
Og hvað er með þetta mál sem Jónína Bjartmarz á að hafa haft bullandi áhrif á. Á ekkert að fara að ræða eitthvað annað í þessu þjóðfélagi? Ég bara spyr. Þetta er orðið eins og léleg sápuópera hérna.
Kveð í bili og eigiði góðan verkalýðsdag EKKI fyrir framan imbann...(RÚV þ.e.a.s.)
Er annars góð bara
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 19:02
Afmælishelgin mikla búin, úfffff
Jæja þá er þessari miklu helgi að ljúka. Búið að vera mikið fjör og mikið gaman Við vorum sem sagt með afmælisveislu bæði á laugardaginn og sunnudag (í dag). Fjölskyldan og vinir komu á laugard. og 10 vinkonur komu í dag. Og það var auðvitað þvílíkt fjör báða dagana og veðrið alveg yndislegt. 15 stiga hiti og nice og trampolínið sem við gáfum Sigrúnu í afmælisgjöf er aldeilis búið að nota um helgina. Stelpurnar vildu helst vera bara úti að hoppa og nenntu varla að borða afmælisköku Við vorum með ostapinna handa stelpunum í dag, samansetta af skólaosti og vínberjum og þeir ruku út eins og heitar lummur. Ég hefði aldrei trúað því að 5 ára pæjur myndu frekar vilja ostapinna heldur en afmælisköku. Sko súkkulaðiköku með miklu nammi á. Ótrúlegt Svo er líka alveg brilljant hugmynd að vera með tortillur smurðar með pizzasósu og sett skinka og ostur á milli og hitað í öbbanum. Þetta var líka mjög vinsælt. En skvísan er búin að fá þvílíkt af flottum gjöfum og alveg slatta af fötum og er auðvitað hæstánægð. Það eru komnar myndir á heimasíðuna hennar úr afmælinu og eins 2 stutt myndbönd. Endilega kíkið á þau. Ég held það verði þreytt fjölskylda sem fer snemma að sofa í kvöld
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2007 | 16:12
Ekkert að gerast hérna....
Hva er ekkert að gerast hérna. Það mætti halda að það væri ekkert að frétta.... og kannski er það einmitt málið. Það ER ekkert að frétta héðan í sveitinni. Nema kannski helst það að prinsessan verður 5 ára á laugardaginn og hér verður slegið upp heljarinnar veislu, með after eight sem við bökum svo mikið úr og bræðum svona upp og notum sem hjúp í afmælum (Skaup 1984 ). Ef þið viljið kasta á hana kveðju þá bendi ég á síðuna hennar sem er www.barnanet.is/sigrunstef og þar er gestabók sem er hægt að kvitta í.
Nú svo erum við að leita okkur að notuðu fellihýsi á góðu verði. Ef þið vitið um eitt slíkt mættuð þið senda mér e-mail.
Best að halda áfram að baka
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 09:11
Það er komið sumar...
... sól í heiði skín. Vetur burtu farinn og tilveran er fín
Gleðilegt sumar kæru landsmenn nær og fjær og kærar þakkir fyrir bloggið á liðnum vetri. Keep up the good work
Hér er sól og blíða eins og vera ber á sumardaginn fyrsta og logn meira að segja. Prinsessan á bænum fékk bolta og ýmist sumardót í sumargjöf og ætlum við mæðgur að fara út á eftir að prufa stöffið. Kannski við tökum einn hjólatúr í leiðinni.
Skvísan fór auðvitað í sólbað um leið og hún vissi að sumarið væri að koma
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 20:30
Enn ein læknisferðin að baki
Jæja þá hef ég lokið enn einni læknisferðinni til Reykjavíkur og gekk bara vel. Ég fór og lét fjarlægja saumana í gær og fékk annan tíma sem verður 8.maí en þá á sem sagt að reyna að skutla rörinu inn. Já Lester Johns heitir þetta rör þannig að ég mun breytast í karlmann frá og með 8.maí og þið getið farið að kalla mig mr. Johns ... ja eða bara Lester. Svei mér þá allt er nú til. En 8. maí fyrir 19 árum síðan þá fermdist ég. Og þann 8. maí fyrir 2 árum greindist ég með brjóstakrabbamein. Eða var það þann 9.??
En í dag fór ég í eftirlit hjá Óskari vini mínum. Já ég segi vini mínum því hann er hreint út sagt frábær læknir. Hann gefur sér tíma með manni til að spjalla aðeins um daginn og veginn og það er bara frábært. Blóðprufurnar komu ótrúlega vel út og ekki að sjá að ég hafi verið í aðgerð fyrir rúmri viku síðan blóðið er fínt, lifrarprófin, sökkið, hvítu og rauðu blóðkornin eðlileg o.s.frv. Bara frábært verð ég að segja. Nú svo fór ég inn á göngudeildina til að fá Zolotex sprautuna og beinalyfið (sem ég man aldrei hvað heitir en er til varnar beinþynningu) og hjúkkan sem setti upp nálina hjá mér þurfti að finna annan stað til að stinga á þar sem fyrri æðin var ekki að virka. Shitt maður. Mér stóð ekki á sama. Hvernig verður þetta eiginlega eftir 3-4 ár þegar verður búið að stinga mig einu sinni í mánuði allan þennan tíma?? Verður að leyta að æðum í fótunum á mér eða hvað?? Því þetta er rétt að byrja og ég þarf að fá þetta beinalyf í æð einu sinni í mánuði í 5 ár takk fyrir. Er ekki alveg að fíla þetta.
Hins vegar gæti þetta verið verra. Ég var að lesa smá viðtal við Guðjón Sigurðsson sem greindist með MND fyrir 3 árum síðan og ég hreinlega táraðist. Þvílíkt sem maðurinn og fjölskyldan hans þarf að upplifa. Hann segist hafa sæst við sjúkdóminn og að maður hreinlega verði að gera það til þess að geta í raun haldið áfram. Að vita hvað bíður þín og leita eftir aðstoð og sækja t.d. um hjálpartæki. Hann segist hafa hugsað mikið um dauðann þangað til presturinn hans hafi sagt að það sem gerist eftir dauða þinn kemur þér bara ekkert við. Hann hugsar miklu frekar um lífið núna, það er miklu skemmtilegra. Ja hérna segi ég nú bara. Þetta er bara ótrúlegt lífsviðhorf. Ja það er ómögulegt að vita hvernig maður myndi bregðast við þeim fréttum að greinast með ólæknandi sjúkdóm. Æ ég veit það ekki... auðvitað gæti dæmið snúist við innan skamms hjá mér og ég greinst með meinvarp í heila eða eitthvað. Maður hugsar bara auðvitað ekkert um það því þá væri erfitt að njóta lífsins. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er svo sem.
En með þessum pælingum kveð ég ykkur að sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar