Nú verða sagðar fréttir

Í fréttum er þetta helst:

Við litla fjölskyldan brunuðum til borgarinnar í gær til þess að skoða fellihýsi Smile  Byrjuðum á því að fara í Ellingsen þar sem þeir eru með umboð fyrir Coleman fellihýsin sem heita reyndar í dag Fleedwood.  Þetta voru auðvitað allt saman ný hús og rosalega flott og líka rosalega dýr.  Okkur leist best á Cheyenne húsið sem er 10 fet að stærð, með ísskáp og geymslukassa framan á og löngum bekk inni sem kemur við endann á borðinu.  Þannig geta a.m.k. 8 manns setið í því fyrir utan rúmin Smile  En jæja við ákváðum að skella okkur í Hafnarfjörðinn til að skoða eitt hús sem við vissum af til sölu.  Það er líka Coleman en heitir Larame minnir mig.  Okkur leist rosalega vel á það því það er mjög svipað Cheyenne húsinu, einmitt með geymslukassa utan á beislinu, ísskáp, og svona bekk við endann á borðinu (reyndar aðeins styttri því það kemur borð við hliðina og skápur undir því) en svo fylgir þessu húsi líka 2 ljós, snyrtiborð með spegli (algjörlega nauðsynlegt fyrir húsmóðurina), skyggni, stór geymsluhyrsla úr nyloni með fullt af hólfum og gasgrill sem hægt er að festa utan á húsið.  Og okkur leist svona ljómandi vel á þetta fellihýsi þannig að við bara keyptum það Whistling  Þetta er 2004 árgerð en hefur aðeins verið notað eitt sumar í útilegur því hjónin sem áttu það fluttu það sjálf inn síðasta vor og þetta var sýningarhús úti í Ameríku þannig að það er eins og nýtt.  Bara frábært Grin Grin Grin  Þannig að nú auglýsum við eftir skemmtilegum ferðafélögum í sumar....

Coleman  Fellihýsið er ekki ósvipað þessu á myndinni. 

Nú svo er ég að fara aftur í aðgerð á morgun.  Læknirinn ætlar að reyna að klára það sem hann byrjaði á um daginn.  En eins og þið kannski munið þá varð hann að hætta því það blæddi svo mikið.  Þessi aðgerð er mun einfaldari þar sem hann var búinn að gera gatið fyrir glerkubbinn og rörið (Lester Jones túpuna) þannig að nú skutlar hann þessu bara inn og voila.... mín komin með þessi fínu táragöng (7-9-13).  Ég vonaaaaaa  allavega innilega að það verði ekkert flóknara en þetta og að það fari ekki að blæða svona aftur.  Ég á sem sagt að mæta í fyrramálið kl. 7.30 takk fyrir og vonandi verð ég komin snemma á skurðarborðið.  Síðast þurfti ég að bíða í nokkra tíma.   En ef það blæðir ekki svona mikið þá fæ ég að fara heim samdægurs.  Jibbí.

Ég fór aftur til hómópatans míns á föstudaginn.  Bjóst nú hreint ekki við góðri mælingu þar sem ég fór í eina aðgerð og á vikuskammt af sýklalyfjum í millitíðinni.  Einnig hafa verið miklar veislur eins og páskarnir og afmæli Sigrúnar og fleira og ég því "svindlað" aðeins.  En mælingin kom mun betur út en Birna þorði að vona og ég er bara í góðum málum þannig séð.  Á auðvitað að halda áfram að forðast sömu efni og síðast (forðast hörðu efnin hehe) og þá held ég mér nokkuð góðri í meltinu og ristli.  Já já þið fáið bara allar fréttirnar í einum pakka hérna.  Svo gjöriði svo vel!!!

Læt heyra í mér eftir aðgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn í hóp ánægðra Coleman eigenda.  Til lukku með vagninn.  Hittumst eiturhress á ættarmóti í Sauðhúsaskógi um miðjan júlí og jafnvel fyrr, þar sem við þræðum tjaldsvæðin allt sumarið.

Dagný Engilberts (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 08:53

2 identicon

Gangi þér vel í aðgerðinni mín kæra og vonandi fer þessu að ljúka hjá þér svo þú getir farið að hugsa um aðra og skemmtilegri hluti eins og t. d. útilegur sumarsins. Til hamingju með nýja fellihýsið. Bestu kveðjur, nafna. Ps. Kíktu á heimasíðu Árborgar og lestu nýjustu fréttir.
Gangi þér vel í aðgerðinni mín kæra og vonandi fer þetta nú að taka enda hjá þér svo þú getir farið að hugsa um aðra og skemmtilegri hluti, eins og t. d. útilegur sumarsins. Til hamingju með nýja fellihýsið. Bestu kveðjur nafna. ps. Kíktu á heimasíðu Árborgar og lestu nýjustu fréttir.
Gangi þér allt  í haginn með aðgerðina, kominn tími til að þessu fari að ljúka hjá þér mín kæra svo þú getir farið að hugsa um eitthvað skemmtilegra eins og útilegur sumarsins t. d. Til hamingju með nýja fellihýsið. Bestu kveðjur þín nafna.
Vonandi gengur þér allt að óskum mín kæra, það er nú kominn tími til að þessu fari að ljúka hjá þér svo þú getir farið að hugsa um skemmtilegri hluti eins og útilegur sumarsins t. d. Til lukku með nýja fellihýsið og góða skemmtun í sumar. Kíktu á heimasíðu Árborgar og lestu nýjustu fréttir þar. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 12:51

3 identicon

Gangi þér vel í aðgerðinni mín kæra og vonandi fer þessu að ljúka hjá þér svo þú getir farið að hugsa um aðra og skemmtilegri hluti eins og t. d. útilegur sumarsins. Til hamingju með nýja fellihýsið. Bestu kveðjur, nafna. Ps. Kíktu á heimasíðu Árborgar og lestu nýjustu fréttir.
Gangi þér vel í aðgerðinni mín kæra og vonandi fer þetta nú að taka enda hjá þér svo þú getir farið að hugsa um aðra og skemmtilegri hluti, eins og t. d. útilegur sumarsins. Til hamingju með nýja fellihýsið. Bestu kveðjur nafna. ps. Kíktu á heimasíðu Árborgar og lestu nýjustu fréttir.
Gangi þér allt  í haginn með aðgerðina, kominn tími til að þessu fari að ljúka hjá þér mín kæra svo þú getir farið að hugsa um eitthvað skemmtilegra eins og útilegur sumarsins t. d. Til hamingju með nýja fellihýsið. Bestu kveðjur þín nafna.
Vonandi gengur þér allt að óskum mín kæra, það er nú kominn tími til að þessu fari að ljúka hjá þér svo þú getir farið að hugsa um skemmtilegri hluti eins og útilegur sumarsins t. d. Til lukku með nýja fellihýsið og góða skemmtun í sumar. Kíktu á heimasíðu Árborgar og lestu nýjustu fréttir þar. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 12:53

4 identicon

Afsakaðu þetta, ég á í brasi með tölvuna hjá mér, skilaboðin duttu alltaf út........

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha ha haaa.....    algjör snilld hjá þér nafna mín.  Þessar tölvur geta gert mann gráhærðan, huhmmm.

Takk fyrir Dagný ég hlakka orðið mikið til að fara í útilegu með nýja fellihýsið.  Náðum í það áðan

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.5.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hey já og til hamingju með vottunina um Heilsuleikskólann nafna.  Frábært alveg

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:02

7 identicon

Hæ snúlla

Vonandi gengur aðgerðin vel... ég krossa allt sem ég get;o)

Til hamingju með fellihýsið, kanski að við getum farið eitthvað saman í Ágúst... við getum líklega fengið glænýjan tjaldvagn lánaðan!!!

knús í kotið, Þóra 

Þóra (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:06

8 identicon

Takk fyrir spjallið áðan hehe...Glæsilegt til hamingju með fellihýsið og nú verður brunað í útilegur í sumar ekki spurning. kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 123787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband