Eitt allsherjar samsæri

Djöfuss svindl er í gangi þarna í þessu Eurovision kjaftæði.  Austur Evrópa bara að taka yfir.  Algjört allsherjar samsæri.  Ekki spurning.  Aumingja Eiríkur Rauði var bara svekktur.  Fannst að lagið og flutningurinn hefði sko átt það skilið að komast í úrslitakeppnina á laugardaginn.  Er reyndar alveg sammála en svona er þetta bara.  Og er eitthvað hægt að gera í því???   Og Danmörk og Noregur með þessi fínu lög en nei nei... komust bara ekki áfram.  Algjört svindl allt saman og maður ætti núna að gefa skít í þessa keppni í eitt skipti fyrir öll.  Já ég er ekki glöð með þetta.  Held ég sé meira að segja svekktari nú en í fyrra Crying 

En jæja það þýðir víst ekki að grenja þetta.  Snúum okkur þá bara að kosningunum.  Það verður spennandi að sjá hvernig úrslitin verða eftir allar þessar sveiflur í skoðanakönnunum síðustu daga. 

Ég er alla vega á leiðinni í búst í mæðraorlof Grin  Heyrumst eftir helgina kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já við ættum að láta okkur þetta að kenningu verða og taka ekki þátt í þessu mafíubulli. Allavega tekur Eiki ekki athyglina frá kosningaúrslitunum. Góða skemmtun í búst... þín nafna

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:35

2 identicon

Algjört svínarí þess vegna er ekki horfandi á þessa vitleysu....hlakka til að hittast í búst það klikkar náttlega aldrei.  Kv Svava

svava (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 15:45

3 identicon

Vona að þið hafið skemmt ykkur rosa vel í bústað.. ekki að ég efist eitthvað um það...

já ljóta bullið orðin þessi söngvakeppni... 9 austantjölds löond og eitt sem er ekki einu sinni í evrópu að mínu mati... sem komast áfram!!!

og ríkistjórnin heldur velli...

hvar endar þetta allt saman??? ég bara spyr???

En ég gat allavega ekki orða bundist þannig að ég hreinlega skrifaði nýja færlsu, trúir þú því... þá er nú mikið sagt, ekki satt??;o)

knús í bæinn... love you

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 123786

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband