Enn smá von

Fór til augnlæknisins í dag í "check up" og hann sagði að augað væri ekki enn búið að jafna sig eftir aðgerðina og því væri enn von um að táragöngin ættu eftir að virka betur.  Það er enn bólga í þessu þannig að nú er bara að bíða og sjá.  Hann vill hitta mig aftur í haust til að sjá þá betur hvernig þetta virkar í raun og þá getur hann betur metið hvort borgi sig að reyna við hitt augað.  Já þá er bara að krossa fingur og vona það besta   Ég er sem sagt ennþá að þurrka úr auganu en finn þó nokkurn mun.  Þurrka orðið oftar úr hægra auganu núna.  Æ ég veit ekki... þetta kemur bara í ljós.

Fór svo aftur í bæinn í dag í afmæli hjá "litlu" frænku minni sem varð 14 ára í dag   Já hún Þuríður er orðin 14 og mun fermast á Hvítasunnudag.  Ja hérna hér.  14 ára já.  Sumarið 1988...  nokkur stikkorð fyrir ykkur sem þekkið mig og vitið hvað þau þýða, malbikun, skólinn, Rannveig - your mother, kúlutjald, sætaferðir, Fiat uno... segi ekki meir!!!    

Stefni á garðvinnu á morgun.  Prrrrrrrrrrrrrrrrrr  yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já djöfull brá mér nú annars þegar Kim kom inn og sagði "Rannveig, your mother!!"   Bara snilld, hehe.......verst að Þura var ekkert voðalega glöð.

Allt gott að frétta af Bakkanum, sjáumst fljótlega dúllan mín

knús Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:48

2 identicon

Takk fyrir síðast syss.  Sh...... þú varst bara 14 ára  Kim kakó........ og allt það, þetta lúkkaði ekki vel fyrir ma.   Kv. Gúa syss

Guðrún (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 08:43

3 identicon

Hæ takk fyrir síðast , þær klikka ekki hnallþórurnar hjá ykkur systrum ......Hver var þessi Kim.........................??????????????missti ég af einhverju.Sí jú.Ko-Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:14

4 identicon

Takk sömuleiðis, en nú er komið að Rannveigu að rifja upp liðna atburði fyrir Kollu móðu. Kv. Gúa

Guðrún (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Úff  það er einmitt það já.  Ko-Kolla ég skal fylla í eyðurnar næst þegar ég hitti þig   held ég skrifi ekkert meira hér

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.5.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband