Færsluflokkur: Dægurmál
11.2.2008 | 16:25
Öskubuskan og sjóræninginn
Ég var ekki búin að sýna ykkur hvernig við mæðgur vorum á Öskudaginn. Ég klæddi mig upp sem sjóræningi og Sigrún fór auðvitað í Öskubuskukjólinn og svo málaði ég hana í leikskólanum. Ég á því miður ekki mynd af henni málaðri í kjólnum og því verður þetta að duga En svona vorum við sem sagt.
Ég gleymdi að segja ykkur frá aðalatriðinu. Ég fór í lyfjaferð til Reykjavíkur í dag og var mun fyrr búin en ég bjóst við. Ég þurfti ekki að fá beinvarnarlyfið og það sem meira er... ég þarf ekki að fá það nema 2x á ári hér með Óskar var á ráðstefnu í Desember þar sem m.a. þetta kom fram og ég er ekkert smá glöð með það. Þetta þýðir að æðarnar mínar fá að jafna sig vel inn á milli og ég þarf ekki að kvíða hverri lyfjaferð Svo sagði Óskar líka að ástæða væri fyrir mig að fagna pínulítið í vor þar sem 3 ár verða liðin frá því ég greindist og að nú væri 3 ára tímabilið það sem mest væri litið til með tilliti til þess að greinast aftur. Þ.e.a.s. langalgengast er að fólk greinist í annað sinn innan þriggja ára og ég fer að skríða í þá tölu Nú er bara að krossleggja fingur og vona hið allra allra besta með tilliti til framtíðarinnar
Knús í kotin ykkar kæru vinir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.2.2008 | 22:00
Kalli Tomm byrjaður
8.2.2008 | 17:39
Notalegt að vera komin heim
AAHHHH hvað er gott að vera komin heim heil á húfi og þurfa ekkert að fara út fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn en þá eigum við miða í leikhús á Skilaboðaskjóðuna. Það væri nú gaman að komast það án nokkurs vesens
Sit annars hér við tölvuna með harðfisk í annarri og söl í hinni og hlusta á vindinn hvína. Það er voðalega gott að eiga þak yfir höfuðið núna og eins og veðrið er búið að vera síðustu daga og vikur
Það eru bara ekki allir svo heppnir
Búið að opna Hellisheiði en veður fer versnandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2008 | 12:43
Enn meiri ófærð!
Ja þessu ætlar bara ekki að linna svei mér þá - alla mína daga!
Við hjónin ætluðum í bæinn í morgun og kíktum á textavarpið og sáum að Þrengslin voru lokuð en Hellisheiði fær fjórhjóladrifnum bifreiðum. Þannig að við drifum okkur af stað á okkar fjallajeppa þar sem ég átti tíma hjá Óskari krabbalækni kl. 11. En þegar við komum að Hveragerði þá var búið að loka Hellisheiði líka, aaaarrrggghhh!!! Þannig að ég varð að fresta tímanum þar til á næsta mánudag og nú vona ég bara að það verði skaplegra veður þá
Var að fá SMS frá mömmu og pabba... 22 stiga hiti og blíða á Kanarí og þau búin að fara í morgungönguna sína og allt í hinu besta lagi gott að heyra það. Get ekki beðið eftir að komast úr þessum kulda og snjó í blíðuna... nú eru bara 12 dagar, jibbííííí!!!
Adios mi amigos
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2008 | 11:35
Prinsessan veik á Bolludaginn sjálfan :(
Já við mæðgur erum heima í dag því prinsessan á bænum vaknaði í nótt kl. 1.30 og búin að gubba yfir sig alla Ég hentist í það að þrífa barnið og bóndinn brunaði niður til að ná í dall og þvottapoka og vatn. Svo kom hún upp í til mín og pabbinn fékk rúmið hennar. Ég sofnaði náttúrlega ekki aftur fyrr en eftir að hún var búin að gubba í annað sinn En svo náði hún nú að sofna og ég svona 2 tímum síðar Nú í heildina er hún búin að gubba svona 4-5 sinnum en alltaf náð að skutla því í skálina sem betur fer.
Þannig að við erum í rólegheitum hér heima í dag. Prinsessan fær sér því væntanlega engar bollur í dag... annað með mömmuna sko. Hún er heil heilsu í dag (fékk vott af flensu í gær I wonder why!!) og hér eru nokkrar bollur í ísskápnum sem pabbi vildi endilega að ég tæki með mér heim í gær. Ætli ég sporðrenni þeim ekki í kaffinu í dag með góðu púðakaffi, nammi namm.
Etið nú ekki yfir ykkur í dag af bollum. Það er Sprengidagur á morgun og svo Öskudagur. Við mæðgur erum búnar að ákveða hvað við ætlum að vera á Öskudaginn... set kannski myndir af okkur á miðvikudaginn í herlegheitunum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2008 | 14:18
Þorramatur á að fara...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 10:24
Helga!
Þetta er racklette. Svona rafmagnspanna sem þú getur grillað alls konar hráefni á eins og kjöt, fisk, grænmeti og ost. Svo fylgja litlar pönnur með sem maður getur t.d. gratínerað kartöflur og grænmeti í.
Sniðugt - ekki satt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 22:04
Varð að sýna ykkur þessa
... mynd en svona var umhorfs í bústaðnum þegar við vorum búnar að moka frá pottinum um þarsíðustu helgi Smá snjór svona. Vona að Sandra fyrirgefi mér fyrir að setja þessa mynd inn en mér finnst hún svo fín Svo eru komnar fleiri myndir hér inn úr þessari ferð undir albúmi sem heitir vetur 2007-2008
Það er ótrúlega góð og notarleg stemning að fara í heitan pott í svona miklum snjó. Eitthvað svo ótrúlega hlýlegt, undarlegt sem það nú hljómar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 21:53
Netið loksins komið í lag
Ég á ekki til orð. Búin að vera netlaus og hálf vitlaus í kjölfarið í á þriðju viku Djöfull sem maður getur orðið háður þessu neti. Viðgerðarmaðurinn var að fara héðan og þurfti á endanum að skipta um móttakara og ég veit ekki hvað og hvað. Hinn var gjörsamlega handónýtur og vantaði lokið á hann meira að segja og maðurinn var alveg hissa á hvernig netið náði nú samt að hanga inni svo lengi með þetta svona hálfónýtt. Ég er búin að vera að fara á póstinn og svona helstu síður á símalínunni og O M G hvað það tekur langan tíma að hlaða niður sumum síðum. En jæja þetta er allavega komið í lag thank god!
Það er nú svo sem ekki eins og ég hangi á netinu öllum stundum. En um leið og það dettur út þá verður maður alveg ómögulegur eins og maður þekki ekkert annað og geti bara ekkert annað gert við tímann sinn. Ótrúlegt alveg.
Við fórum með köttinn til Dagfinns dýralæknis um daginn og je minn eini. Þyngri kött hefur hún varla séð Ég þarf að setja köttinn á léttfæði og vigta ofan í hann matinn og vigta svo köttinn til að sjá hvort þetta beri árangur. Hann er orðinn allt of þungur greyið. Búinn að vera í góðu yfirlæti hér í sveitinni, fær bara að éta ef hann er svangur, stundum gaukað að honum túnfiskbiti eða kjúklingur og harðfiskur, nú og svo nennir hann sem minnst að fara út. Liggur eins og slytti í einum stólnum hérna (alltaf þeim sama) og malar eins og gömul dráttarvél og kemur svo snuðrandi við lappirnar á mér um leið og ég fer að dunda mér við matseldina í eldhúsinu Æ hann er svo mikil dúlla en algjör letihaugur. Hann sver sig í ættina bara. Finnst gott að borða og kúra hehehehe. Þekkiði einhver svoleiðis letiljón??? HAAAA????? En Kjarkur "litli" (sem er ekki enn orðinn 2 ára btw) er sem sagt búinn að fara í sitt árlega check-up
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 21:55
Við eigum afmæli í dag...
... við eigum afmæli bæði, við eigum afmæli í dag Veeeeiiiiii ( og fagnaðarlætin brjótast út!!!!) Takk takk!!
Júbb við hjónin eigum 10 ára samvistarafmæli í dag og 3 ára trúlofunarafmæli (sem ég mundi ekkert sérstaklega eftir fyrr en ég heyrði í bóndanum áðan, hehemm ) skamm skamm. En já já það eru heil 10 ár síðan við fórum að skjóta okkur saman hjúin. Í þá gömlu góðu daga vorum við bæði loðnari að ofan og örlítið vitlausari en nú hehe.
Annars heyrði ég sem sagt í karlinum áðan. Þeir félagar höfðu keyrt frá Austurríki til Munchen í dag og voru búnir að spotta nokkrar verslanir. Þar á meðal H og M búð og eina risavaxna útivistarbúð sem þeir ætluðu að skreppa í á morgun. Já þeir ætla að verja morgundeginum í að versla blessaðir og hver segir að karlmenn njóti þess ekki að fara í búðir og versla svolítið! Þeir þykjast "verslast" upp í verslunum með konunum en njóta þess svo bara inn við beinið að versla sjálfir þegar þeir eru einir. Þá eru engar kerlingar að tuða í þeim eða ýta á eftir þeim við innkaupin. Ég er að vona að hann finni góðan kuldagalla á stelpuna á sæmilegu verði. Ætli sé ekki allt á útsölu þarna?
7 stiga hiti og heiðskýrt var í Munchen í dag skilst mér. En hér... ætla nú ekkert að fara að ræða það neitt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar