Færsluflokkur: Dægurmál

Gleðilega páska alle hjuppa

Páskaegg

Það eru að koma páskar gott fólk   


Ken Lee

Þið bara verðið að horfa á þennan snilldarflutning í Brasilísku Idoli.  O M G LoL  Þvílíkir hæfileikar og með enska textann alveg á hreinu.

http://youtube.com/watch?v=DPkYCYgHjMU&feature=related

 

Annars er ég frekar andlaus þessa dagana... hef einhvernveginn ekkert að segja GetLost  Það kannski breytist eftir helgina.  Er að fara í fermingarveislu í Borgarnesi á morgun.  Það verður ágætt.

Bið að heilsa ykkur kæru vinir   


Komnar myndir frá Kanarí á heimasíðu Sigrúnar

Jæja þá er prinsessan á bænum farin í leikhús með ömmu sinni.  Barnabörnunum var boðið á Gosa í dag og var hún voða spennt fyrir því.  Bóndinn farinn upp á Bláfell þannig að ég er ein í kotinu í dag.  Hef svo sem í nógu að snúast.  Það sem það tekur langan tíma að ganga frá eftir svona utanlandsferðir, úff púff.  Er endalaust að setja í þvottavél, hengja upp, taka niður þvottinn, brjóta hann saman, setja í aðra vél, hengja upp... já þetta virðist vera endalaust en verður auðvitað gott þegar það tekur enda Joyful  Svo þarf auðvitað að moppa og þurrka af og svona.  Þegar sólin lætur sjá sig þá er nú vissara að þrífa aðeins í bænum, vá maður!  Tek nú betur á vorhreingerningu þegar nálgast afmæli Sigrúnar.

Annars var ég að borga flugfarið nú í vikunni fyrir næstu utanlandsferð hjá mér Grin  Grin  sem er í lok apríl.  Þá förum við í leikskólanum í kynnisferð til Jótlands í nokkra daga og ætlum að gista á rosa flottum risastórum herragarði nálægt Billund.  Algjör snilld og það er sko sundlaug í garðinum og klósett á hverju herbergi og 2 eldhús í húsinu og einhver 5 baðherbergi svo dæmi sé tekið.  Hlakka bara djö... til að fara í svona ferð og kynnast lífinu á leikskólum í nágrannalandinu Danmörku.  Ætlum að skoða nokkra náttúruleikskóla og amk. eina vöggustofu þar sem við tökum nú inn börn frá 9 mánaða.

Jæja best að halda áfram að þrífa.  Ég kláraði að taka upp úr töskunum ÁÐAN!!!  Já þetta tekur allt tíma get ég sagt ykkur.  Annars fáum við næturgest í nótt til okkar.  5 ára vinur okkar ætlar að fá að gista hjá okkur á meðan foreldrar hans þeysast upp á fjöll á færiböndunum sínum, hehehe.  Hverjir skildu það vera???  Wink  LoL


Komin heim

Það er nú alltaf jafn ljúft að koma heim úr ferðalögum og anda að sér íslensku lofti og komast í sitt eigið rúm, aaahhh. 

Við erum sem sagt komin heim litla fjölskyldan og tókst heimferðin mjög vel.  Dvölin var öll mjög vel heppnuð og hitinn hefur aldrei verið jafn mikill síðan við fórum fyrst til Kanarí.  Það var á milli 25 og 30 stiga hiti flesta dagana og manni fannst það nú of heitt stundum og leitaði í skuggann einstaka sinnum Cool

Garðurinn sem við vorum í var ágætur... ég hefði nú kosið að hafa aðeins meiri afþreyingu í honum eins og fyrir Sigrúnu, það var eitt billjard borð í honum og kjuðarnir geymdir inni í lobbýi sem var svo lokað frá 13-16 á hverjum degi Errm  og svo vantaði náttla alveg lobbýbarinn.  En við sóttum bara staðina grimmt eins og Yumboið (sem er frekar stórt moll ef svo má segja með alls kyns veitingastöðum og fullt af spilasölum) og Sigrún elskaði að fara í það og fá að fara í þythokkí og nokkrar hringekjur og svoleiðis.  Svo vorum við í Mini Golfi uppá hvern einasta dag nánast og Sigrún er orðin mikill golfsnillingur og fór meira að segja holu í höggi - eða hól í höggi eins og hún sagði sjálf LoL  Svo fórum við 2x í Tívolíið og í keilu.  Snilldarferð sem sagt Happy

Hér koma nokkrar myndir.  Þið getið smellt á þær til að stækka þær.

Sigrún og Reynir í Tívolí  Út að borða  Abba show

 


Notalegt í hitanum

Jaeja elskurnar ég sé ad thid hafid thad gott heima í snjónum og frostinu Whistling  brrrrrr

Hér er hitinn búinn ad vera á milli 25 og 28 stig og vid erum gjorsamlega ad stikna en njótum thess audvitad í botn Cool  Búin ad fá bekk heim á verond og steikjum okkur vel thar á milli thess sem vid sotrum sangríu og bordum stórsteikur eda annan gódan mat, sluuurp. 

Vid áttum gódan tíma hérna med Svovu og co og fórum m.a. 2x med theim út ad borda.  Í annad skiptid á Indverskan stad og hitt skiptid á Tex Mex stad.  Mjog ljúft.

Aetlum allur hópurinn í kvold á steikarstad sem heitir Las Brasas og thar skal madur fá sér graflaxkokteil í forrétt og mér skilst ad svínarifin thar séu algjor snilld Wink  Í gaer fórum vid á Indónesískan stad (Bali) og fengum okkur marga rétti.  Alltaf verid ad prufa eitthvad nýtt.

Vid fórum á ABBA show hérna í gaerkvoldi og allar stúlkur í salnum voru teknar upp í einu laginu og Sigrún var midpunkturinn og hún var leidd um svidid eins og prinsessa Joyful  Hún var alsael med thetta og naut athyglinnar hehe.  Svo fórum vid nokkur upp og sungum líka í einu laginu.  Já og svo er madur búin ad fara í karokí og allt LoL  Ótrúlega gaman alveg.

Jaeja nú aetla ég í billjard vid Sigrúnu og vid bidjum ad heilsa heim.  Takk fyrir kvedjurnar og hafid thad gott.

Adios mi amigos Cool


Buenos Diaz

Jaeja tá erum vid stodd á Kanarí og fedginin spila tythokkí á medan ég tolvast Cool  Vid vorum ad koma úr smá verslunarferd upp í spánska hverfi og fórum med ollum hópnum. 

Hér er búid ad vera skýjad sídustu daga og rigning í dag og smá dropar í gaer.  Vid fórum med Svovu, Einari, Reyni og Gumma Saem í bíltúr í gaer í bíl sem tau hofdu.  Keyrdum í lítid hafnarthorp sem heitir Mogan og aetludum ad fara í kafbát en hann var fullur og fleiri ferdir voru ekki farnar thann daginn.  Thannig ad vid roltum okkur bara um og fengum okkur ad borda geitaost, fiskisúpu, kanarísúpu, risaraekjur og ég veit ekki hvad og hvad Grin  voda nice.  Thórey og Rannveig tengdamamma henanr Svovu possudu Viktoríu á medan. 

Í kvold aetlum vid Stebbi út ad borda med Svovu og Einari á Indverskan stad (Dyana) tar sem Stebbi svitnadi sem mest hér um árid thví maturinn var rótsterkur.  Thetta er eitthvad fyrir Einar Magna LoL 

En jaeja vid aetlum ad halda áfram og thví segi ég bara hasta la vista mi amigos. 


K A N A R Í

Jæja þá erum við fjölskyldan farin til Kanaríeyja og komum heim 4.mars LoL 

Hasta la vista babe Cool


Afmælisveisla í dag

Hún Bogga amma mín á afmæli á morgun og verður 86 ára sú gamla.  Lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sjötug Grin og er bara eldhress.  Af þessu tilefni hittumst við nokkur ættmenni hennar í afmælisveislu áðan og fengum snilldar kræsingar eins og alltaf hjá henni.  Pönnukökurnar hennar klikka náttúrlega ekki og börnin fá aldrei nóg af þeim og svo voru heitir brauðréttir, skúffukaka, skálatertur, ostar og vínber, smákökur og að ógleymdu heitu súkkulaði með rjóma, sluuuurp Joyful  Alveg óendanlega gott og gaman að hitta þarna ættingja sem maður hittir annars mjög sjaldan þótt þau séu náskyld manni Undecided

Frekar fyndið að sjá börnin að leik úti á peysunum innan um allan snjóinn en það var svo hlýtt úti að það þurfti ekki utanyfirflík... ja alveg þangað til það fór að rigna.  Ein frænka okkar fór meira að segja út á háhælum skóm og hvítu pilsi að búa til snjóhús með börnunum LoL  Ótrúleg seigla í henni Tinnu sko.

Jæja best að halda áfram að pakka niður, tralllallalalalalaaaa.....  ADIOS AMIGOS InLove  Joyful  Heyrumst eftir hálfan mánuð eða svo... (eða kannski finn ég eins og eina tölvu þarna úti og læt ykkur heyra aðeins af okkur).


Gulrótaræði

Ég fór í Nóatún áðan.  Keypti gulrætur.  Íslenskar gulrætur.  Ég er með æði fyrir gulrótum.  Alltaf þegar ég fer í búð þá kaupi ég gulrætur.  Hvað skyldi þetta tákna?

Þær étast allar upp hjá mér þannig að ég held þetta sé bara í besta lagi.  Hvað finnst þér?  Undecided

Annars vildi ég bara minna ykkur á að það eru aðeins 4 dagar þar til við förum í loftið   


Hef hugsað mér konu...

... og þá byrjum við ... NÚNA!!!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband