19.11.2007 | 20:16
Aðgerðin tókst vel
Jæja þá er Sigrún búin í aðgerðinni sem gekk mjög vel. Hún er nú eiginlega handlama greyið eftir þetta og engar smá umbúðir sem hún er með. Það var verið að fjarlægja hnút eða "æxli" úr hendinni á henni sem hafði vaxið þar í ansi langan tíma. Þetta var kallað æxli á greiðslukvittuninni sem ég fékk en úff ég fæ mikla ónotatilfinningu við það orð
Hnúturinn var sendur í ræktun og fáum við að vita niðurstöðurnar úr því á næsta mánudag þegar umbúðir verða fjarlægðar.
Ég er nú bara mjög stolt af skvísunni þar sem hún þurfti að vera fastandi og mátti því hvorki fá vott né þurrt fram yfir aðgerð. Hún fékk fyrst svona deyfikrem sem var sett á höndina á henni þar sem nálin fór svo inn og hún fann ekkert fyrir því að nálin fór inn en spurði mikið hvað verið væri að gera. Fann greinilega að eitthvað var verið að krukka þarna í en svo var nálin allt í einu komin í æðina. Svo var hún svæfð og var sofnuð á augabragði og mér bent á að fara út og svo 45 mínútum síðar var mér sagt að koma inn þar sem hún lá á vöknun og hún svaf ansi vært með súrefni og klemmu á puttanum til að fylgjast með súrefnismettun í blóðinu. Hún svaf þarna mjög vært í um klukkutíma eða þar til svæfingarlæknirinn kom og hnippti í hana og spurði hvernig henni liði
ég sem hélt hún fengi nú að sofa þetta úr sér eins lengi og hún þyrfti. En jú henni leið svona la la og var pínu aum og ringluð. En það fyrsta sem hún spurði um var hvenær vagninn kæmi til hennar því hún var orðin svöng . En það var vagn með djúsi og kexi á sem við gengum framhjá þegar við komum inn. Já henni kippir í kynið sko
En svo sofnaði hún aftur og svaf aftur í um klukkutíma og þá fórum við nú að tía okkur heim.
Hún var svo dugleg að hún fékk verðlaun sem var læknadót, 2 sprautur, 2 grímur og 2 hárnet. Nú vantar bara læknasloppinn og þá er hún klár í læknisleikinn
Henni líður bara vel og hefur ekki þurft nein verkjalyf ennþá a.m.k. Við förum í leikskólann á morgun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2007 | 15:15
Dagur Íslenskrar nautatungu
Höfðum allskemmtilega söngstund í leikskólanum í gær vegna dags íslenskrar tungu. Við hittumst öll og sungum saman afar þjóðleg lög og svo sungu nokkur börn einsöng við góðar undirtektir. Dóttir mín reið á vaðið með því að syngja sitt eigið lag við textann "Buxur, vesti, brók og skó" og stóð sig með prýði
Svo fór elsti árgangurinn (Sigrún þar á meðal) í Flóaskóla í "skólaheimsókn" sem er liður í því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla hjá elsta árgangnum í leikskólanum. Þar fór hópurinn einmitt með sama texta fyrir grunnskólabörnin og kennarana. Mér skilst að þau hafi skilað því með sóma
Að því loknu fór Sigrún í fimleika sem henni finnst eitt það skemmtilegasta þessa dagana. Hún hefur nú þvílíka orku stelpan og ég veit varla hvaðan hún fær hana. Ég meina hún er bara yfirleitt aldrei þreytt á kvöldin fyrir utan gærkvöldið. Þá sátu amma Þura og afi Raggi hjá henni því við hjónin fórum að dansa Þá sofnaði skvísan bara í fanginu á ömmu sinni um hálf níuleytið en vaknaði nú stuttu eftir að við komum heim og sofnaði svo ekki aftur fyrr en að ganga 2
og ég sjálf náttúrlega orðin úrvinda af þreytu eftir vinnuvikuna og dans í 2 tíma í gærkvöld.
En já það var sem sagt síðasta kvöldið á dansnámskeiðinu í gær og við hjónin búin að læra m.a. tjútt, djæf, ræl, skotthís, vals og ég veit ekki hvað. Ótrúlega gaman og maður svoleiðis bullsvitnar við þessa skemmtilegu líkamsrækt. Mæli með svona skemmtun fyrir alla því ég held bara að ALLIR geti lært þetta fyrst við gátum það hehe.
En já bóndinn á bænum fékk sér rammíslenska nautatungu í tilefni dagsins Það var hans framlag til þessa annars ágæta þjóðlega dags.
En svo er stefnan tekin á jólahlaðborð í kvöld með vinnunni minni. Svo fer Sigrún í smá aðgerð á mánudaginn. Það á að skera í burtu smá hnút á hendinni á henni, n.k. ofholdgun eða læknirinn sem við töluðum við hélt jafnvel að þetta gæti verið aðskotahlutur en það kemur í ljós þegar hann sker þetta. Hún er búin að vera með þetta í amk eitt og hálft ár. Finnur ekki fyrir þessu en það er samt betra að láta fjarlægja svona "ofvöxt."
Langlokan búin í bili og komin tími á Cappuccino See ya
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 11:00
Litli grís, litli grís hleyptu mér inn!
Já það kæmi manni ekki á óvart ef eitthvað grunsamlegt fyndist...
Ég held að við neytendur þurfum að fara að standa upp á afturlappirnar og fylgjast betur með því verði sem auglýst er í blöðum og stendur á búðarhillunum og hvort það standi sama verð á strimlinum. Svo segja þeir í afar smáu letri í blöðunum sem þeir gefa út að það geti verið um prentvillur að ræða í bæklingnum. AUÐVITAÐ kenna þeir því þá um ef einhver myndi mótmæla verðinu.
Ég finn skítalykt
![]() |
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.11.2007 | 13:23
Föröjana
Er að spá í að skella mér til Færeyja við tækifæri. Held það væri gott fyrir sálartetrið að detta í hláturskast Kemur einhver með?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.11.2007 | 23:34
Ég labbaði í bæinn...
... nei reyndar ekki alveg en ég kíkti í þessa margrómuðu TOYS R US og jaaaa ég veit ekki hvað skal segja. Leikföngin þarna eru EKKI ódýr. Áttu þau kannski ekki að vera það? En það er miiiiiikið úrval af alls kyns leikföngum og það er svo sem ágætt. Keypti auðvitað aðeins... til dæmis mjög sniðugt jóladagatal (JÁ ÉG SAGÐI JÓLADAGATAL) sem er "Pollypocket" og er svona dótadagatal. Pollypocket er svona agalega litlar dúkkur fyrir svona prinsessur eins og Sigrúnu til að leika með og í dagatalinu fylgir svona ein lítil dúkka og svo eru föt og aðrir fylgihlutir í hverjum glugga til að opna frá 1.des til 24.des. Hmmmm já það hlýtur að vera því þetta er jú svona JÓLADAGATAL. Finnst ykkur ég segja "svona" nokkuð oft???????
Nú nú nema hvað. Þar sem ég er stödd inni í TOYS R US þá er hringt í mig frá læknastöðinni í Glæsibæ og mér boðinn tími hjá henni Þórdísi skurð- og lýtalækni þann 6. des n.k. Mér fannst bara frábært að fá tíma svona fljótt hjá henni því ég hafði heyrt að það væri löng bið í brjósta-aðgerðirnar. En þetta er svo sem bara viðtal og ég veit ekkert hvað hún mun segja við mig. Vonandi get ég þó farið í uppbyggingu einhvern tímann á næsta ári. En það kemur allt í ljós eftir 6.des so stay tuned
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar