Aðgerðin tókst vel

Ný skorin    Jæja þá er Sigrún búin í aðgerðinni sem gekk mjög vel.  Hún er nú eiginlega handlama greyið eftir þetta og engar smá umbúðir sem hún er með.  Það var verið að fjarlægja hnút eða "æxli" úr hendinni á henni sem hafði vaxið þar í ansi langan tíma.  Þetta var kallað æxli á greiðslukvittuninni sem ég fékk en úff ég fæ mikla ónotatilfinningu við það orð Errm  Hnúturinn var sendur í ræktun og fáum við að vita niðurstöðurnar úr því á næsta mánudag þegar umbúðir verða fjarlægðar.

Ég er nú bara mjög stolt af skvísunni þar sem hún þurfti að vera fastandi og mátti því hvorki fá vott né þurrt fram yfir aðgerð.  Hún fékk fyrst svona deyfikrem sem var sett á höndina á henni þar sem nálin fór svo inn og hún fann ekkert fyrir því að nálin fór inn en spurði mikið hvað verið væri að gera.  Fann greinilega að eitthvað var verið að krukka þarna í en svo var nálin allt í einu komin í æðina.  Svo var hún svæfð og var sofnuð á augabragði og mér bent á að fara út Woundering  og svo 45 mínútum síðar var mér sagt að koma inn þar sem hún lá á vöknun og hún svaf ansi vært með súrefni og klemmu á puttanum til að fylgjast með súrefnismettun í blóðinu.  Hún svaf þarna mjög vært í um klukkutíma eða þar til svæfingarlæknirinn kom og hnippti í hana og spurði hvernig henni liði Angry   ég sem hélt hún fengi nú að sofa þetta úr sér eins lengi og hún þyrfti.  En jú henni leið svona la la og var pínu aum og ringluð.  En það fyrsta sem hún spurði um var hvenær vagninn kæmi til hennar því hún var orðin svöng .  En það var vagn með djúsi og kexi á sem við gengum framhjá þegar við komum inn.  Já henni kippir í kynið sko Wink LoL  En svo sofnaði hún aftur og svaf aftur í um klukkutíma og þá fórum við nú að tía okkur heim.

Hún var svo dugleg að hún fékk verðlaun sem var læknadót, 2 sprautur, 2 grímur og 2 hárnet.  Nú vantar bara læknasloppinn og þá er hún klár í læknisleikinn Smile 

Henni líður bara vel og hefur ekki þurft nein verkjalyf ennþá a.m.k.  Við förum í leikskólann á morgun Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ elsku kellingin dugleg stelpa já ég trúi að hún hafi verið orðin svöng greyið þegar hún vaknaði.  kærar kveðjur í kotið knús Svava

svava (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Þóra Hvanndal

Dugleg er hún.. hefur sossum ekki langt að sækja það...;o)

gott að þetta er yfistaðið...

Knús á línuna...

Þóra

Þóra Hvanndal, 20.11.2007 kl. 17:24

3 identicon

Já hún er hetja eins og foreldrarnir, ekki að æðrast útaf svona löguðu. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 123810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband