Dagur Íslenskrar nautatungu

Höfðum allskemmtilega söngstund í leikskólanum í gær vegna dags íslenskrar tungu.  Við hittumst öll og sungum saman afar þjóðleg lög og svo sungu nokkur börn einsöng við góðar undirtektir.  Dóttir mín reið á vaðið með því að syngja sitt eigið lag við textann "Buxur, vesti, brók og skó" og stóð sig með prýði Smile 

Svo fór elsti árgangurinn (Sigrún þar á meðal) í Flóaskóla í "skólaheimsókn" sem er liður í því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla hjá elsta árgangnum í leikskólanum.  Þar fór hópurinn einmitt með sama texta fyrir grunnskólabörnin og kennarana.  Mér skilst að þau hafi skilað því með sóma Wink

Að því loknu fór Sigrún í fimleika sem henni finnst eitt það skemmtilegasta þessa dagana.  Hún hefur nú þvílíka orku stelpan og ég veit varla hvaðan hún fær hana.  Ég meina hún er bara yfirleitt aldrei þreytt á kvöldin fyrir utan gærkvöldið.  Þá sátu amma Þura og afi Raggi hjá henni því við hjónin fórum að dansa Whistling  Þá sofnaði skvísan bara í fanginu á ömmu sinni um hálf níuleytið en vaknaði nú stuttu eftir að við komum heim og sofnaði svo ekki aftur fyrr en að ganga 2 GetLost  og ég sjálf náttúrlega orðin úrvinda af þreytu eftir vinnuvikuna og dans í 2 tíma í gærkvöld. 

En já það var sem sagt síðasta kvöldið á dansnámskeiðinu í gær og við hjónin búin að læra m.a. tjútt, djæf, ræl, skotthís, vals og ég veit ekki hvað.  Ótrúlega gaman og maður svoleiðis bullsvitnar við þessa skemmtilegu líkamsrækt.  Mæli með svona skemmtun fyrir alla því ég held bara að ALLIR geti lært þetta fyrst við gátum það Sideways hehe.

En já bóndinn á bænum fékk sér rammíslenska nautatungu í tilefni dagsins Grin  Það var hans framlag til þessa annars ágæta þjóðlega dags. 

En svo er stefnan tekin á jólahlaðborð í kvöld með vinnunni minni.  Svo fer Sigrún í smá aðgerð á mánudaginn.  Það á að skera í  burtu smá hnút á hendinni á henni, n.k. ofholdgun eða læknirinn sem við töluðum við hélt jafnvel að þetta gæti verið aðskotahlutur Errm  en það kemur í ljós þegar hann sker þetta.  Hún er búin að vera með þetta í amk eitt og hálft ár.  Finnur ekki fyrir þessu en það er samt betra að láta fjarlægja svona "ofvöxt."

Langlokan búin í bili og komin tími á Cappuccino Wink  See ya


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

mmmmm.....Hvað mig langar í cappuccino Fær maður svona flott kaffi ef maður kemur í heimsókn í sveitasæluna???? Takk elskan fyrir flott komment á mig, ég bíð spennt eftir næsta hitting hjá okkur bakkaskvísunum en þá er ég búin að undirbúa smá gjöf til Guðrúnar Jóhanns og verður hún semsagt afhent henni á næsta hitting og með fylgir skemmtileg saga úr bernskunni....sem sagt Guðrún tekin fyrir næst he he he Ertu ekki spennt???? Það sem ég vidi að ég gæti dregið minn kall svona með mér að dansa, en nei!!!! Ekki aldeilis Gangi Sigrúnu ofur vel í aðgerðinni og RISA KNÚS TIL YKKAR

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 17.11.2007 kl. 23:37

2 identicon

Hæ eskan...

ohh hvað ég get ímyndað mér að hafi verið gaman í dansi... er búin að vera pæla í þessu í mörg ár.. og sossum oft viðrað það við Andra... en svo aldrei gert neitt meira í því...huhhm framtakssemin ekki alltaf í fyrirrúmi...

 vonandi gengur allt vel í aðgerðinni hjá Sigrúnu...

og við verðum í bandi...

Knús í bæinn.. Þóra

Ps er að stofna nýja síðu... endilega kíktu.. frk-fidrildi.blog.is

Þóra (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband