Ég labbaði í bæinn...

... nei reyndar ekki alveg en ég kíkti í þessa margrómuðu TOYS R US og jaaaa ég veit ekki hvað skal segja.  Leikföngin þarna eru EKKI ódýr.  Áttu þau kannski ekki að vera það?  En það er miiiiiikið úrval af alls kyns leikföngum og það er svo sem ágætt.  Keypti auðvitað aðeins... til dæmis mjög sniðugt jóladagatal (JÁ ÉG SAGÐI JÓLADAGATAL) sem er "Pollypocket" og er svona dótadagatal.  Pollypocket er svona agalega litlar dúkkur fyrir svona prinsessur eins og Sigrúnu til að leika með og í dagatalinu fylgir svona ein lítil dúkka og svo eru föt og aðrir fylgihlutir í hverjum glugga til að opna frá 1.des til 24.des.  Hmmmm já það hlýtur að vera því þetta er jú svona JÓLADAGATAL.  Finnst ykkur ég segja "svona" nokkuð oft???????

Nú nú nema hvað.  Þar sem ég er stödd inni í TOYS R US þá er hringt í mig frá læknastöðinni í Glæsibæ og mér boðinn tími hjá henni Þórdísi skurð- og lýtalækni þann 6. des n.k. Grin  Mér fannst bara frábært að fá tíma svona fljótt hjá henni því ég hafði heyrt að það væri löng bið í brjósta-aðgerðirnar.  En þetta er svo sem bara viðtal og ég veit ekkert hvað hún mun segja við mig.   Vonandi get ég þó farið í uppbyggingu einhvern tímann á næsta ári.  En það kemur allt í ljós eftir 6.des so stay tuned Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku vinkona! Leitt að við hittumst ekki þegar þú komst í bæinn... er búin að vera svoooo upptekin af mínum málum hér  En það gengur allt vel hér, dagurinn í gær var yndislegur en erfiður... þú veist hvað ég meina!  Förum nú að hittast dúllan mín! Bestu kveðjur í sveitina

Þórlaug (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: GK

Af hverju þurfa þessar dótabúðir að heita íslenskum nöfnum? Mér finnst það hallærislegt... Frekar "Leikföng erum við" og "Bara fyrir börn"... En well...

Gangi þér vel... ;-)

GK, 10.11.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 123810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband