Færsluflokkur: Dægurmál
20.6.2008 | 00:10
Björninn sást...
EKKI (ennþá amk) ... spurning hvort maður eigi að fara að vera hræddur og fá sér riffil
Ætli við mætum honum með lyng í annarri og blóm í hinni í Þjórsárdalnum um helgina?
Er annars góð bara. Sumarið allt framundan og sumarfríið fer að hefjast. Útilegur ofan á útilegur og Sigrún getur ekki beðið eftir einni sem fer að hefjast. Annars er hún á sundnámskeiði skvísan þessa dagana og gengur svona brilljant vel. Hef sjaldan séð hana eins spennta og ánægða með nokkurn skapaðann hlut svei mér þá
Hálendisbjörn er hugsanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2008 | 10:51
G L E Ð I L E G A Þ J Ó Ð H Á T Í Ð
Blómin springa út og þau svelgja í sig sól - sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag. Því Lýðveldið Í S L A N D á afmæli í dag.......
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei! Það er kominn 17. júní.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2008 | 21:50
Tóm gleði í blíðunni
Já það er aldeilis búin að vera bongóblíða hjá okkur í leikskólanum síðustu daga. Maður sér brúnkuna spretta fram á börnunum og erum duglegar með sólvörnina í annarri og After sun-ið í hinni Já já það held ég núh! Á maður ekki að tala um veðrið þegar maður hefur ekkert annað til að tala um? Dásamlegt alveg.
En við fórum í blómaferð til Hveragerðis í dag 4 ættliðir. Sem sagt Bogga amma, mamma, ég og Sigrún og keyptum sumarblómin hjá henni Ingibjörgu. Alltaf gaman að kaupa falleg blóm og keypti ég 2 leirker líka og Pelakóníu í þau sem ég ætla að hafa á tröppunum með von um að fæla burtu flugurnar Verður gaman að sjá hvort það virkar. Keypti svo Morgunfrúr og Ljónsmunna (hvítan) og ætla að setja þau blóm í steinabeðin mín í suðurgarðinum. Morgunfrú var uppáhaldsblóm Guðfinnu heitinnar sem bjó hér (amma hans Stebba) og mér finnst því upplagt að planta þeim í garðinn hennar. Ég hef gert það nokkur undanfarin ár. Svo keyptum við nokkrar Stjúpur sem Sigrún valdi sér til að setja framan við kofann hennar í lítið beð sem ég útbjó í fyrrasumar. Setti nú reyndar haustlauka í það s.l. haust en það komu bara nokkrir upp. Spurning hvort ég hafi snúið þeim vitlaust eins og pabbi Koma þeir þá bara ekki upp í Kína?
Garðvinna hjá Boggu ömmu á morgun og ætlum við nokkrir ættingjar að mæta í það. Einnig þurfum við að klára smá tiltekt uppi hjá henni sem er nauðsynleg eftir skjálftann. Hún ætlar að elda kjötsúpu í liðið sem verður eflaust meistaraverk eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur
Dægurmál | Breytt 14.6.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 14:12
Framfarir
Það er gaman að sjá framfarir Sigrúnar á trampolíninu síðan í fyrrasumar. Hún er búin að æfa fimleika í vetur og núna fer hún í nokkurs konar heljarstökk og er óhrædd við að snúa sér á hvolf án þess að nota hendurnar. Alls kyns kúnstir eiga sér stað þessa dagana. Einn daginn var hún búin að vaska allt upp eftir kvöldmatinn þegar ég kom inn í eldhús En hún nennir ekki að læra að setja inn í uppþvottavél, demn!! Frekar vill hún vaska allt upp í höndunum - og sulla dálítið í leiðinni auðvitað
Hún þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni stúlkan
Set stutt myndbandsbrot með að gamni
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2008 | 11:20
Ein missir tönn - önnur fær rör
Jæja þá er búið að setja í mig Lester Jones rörið so I´m a double Mr. Jones Aðgerðin gekk vel og ég finn að rörið virkar sem skildi. Mér sýnist hann hafa sett eins rör og er hinumegin. Ég vaknaði bara vel eftir svæfinguna og fann bara aðeins til. Ákvað að biðja ekkert um frekari verkjalyf því síðast spöruðu þær sko ekki morfínið og mér leið vægast sagt illa þegar leið á daginn en núna harkaði ég bara af mér og er fín í dag. Tók 2 panódíl í gærkvöldi en annars ekkert meir. Enda þetta aðeins minni aðgerð en sú sem var gerð fyrir mánuði. Verð samt að passa mig á að krjúpa ekki mikið og fara að setja í þvottavél og svona eins og síðast þá poppar rörið bara upp úr. Tek enga sénsa!
Sigrún fékk að gista enn og aftur hjá ömmu og afa á Fossveginum og hvað haldiði. Hún missti fyrstu tönnina í gærkvöld og setti hana undir koddann. Svo kom litli Tannálfurinn í nótt og skildi eftir smá pening handa henni. Hún var víst alsæl með þetta og fór í leikskólann áðan og sýndi öllum tönnina
Vorhátíð Krakkaborgar er í dag og þá fara allir í salinn og sýna smá leikrit eða söngatriði, kórinn tekur nokkur lög og svo er hún Sigrún mín að útskrifast úr leikskólanum. Einnig er sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið í vetur og ég ætla að reyna að kíkja á þetta allt saman á eftir. Er heima í nokkra daga í veikindaleyfi vegna þessarar aðgerðar en vonandi er þetta í síðasta sinn sem ég fer í aðgerð á augunum mínum. Kannski orðið ágætt þar sem þessi er nr. 5 í röðinni
Ætla að halda áfram að horfa á BBC FOOD. Vá maður hvað þeir eru að malla margt girnilegt þar. Ég sá áðan 2 týpur af tómatsalsa og svo eina góða Spicy soup, mmmmm.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 16:29
Sjómannadagurinn
Til hamingju sjómenn með daginn og þá sérstaklega þú pabbi minn
Fór á föstudaginn eftir vinnu að taka til heima hjá ömmu og þá voru nokkrir ættingjar komnir og búnir með heilmikið. Ótrúlegt hvað þetta getur verið mikil vinna að taka til og þrífa eftir svona hamfarir. Allt fína rykið og litlu glerbrotin og flísar og svo var bara komið að vorhreingerningu hjá þeirri gömlu svo að nú er allt orðið fínpússað.
Pabbi og mamma eru líka búin að þrífa allt upp sem brotnaði og fór út um allt en það brotnuðu nú færri hlutir en maður hélt í fyrstu eftir að líta yfir íbúðina strax eftir skjálftann. Gólfið hefur farið öllu verra út úr þessu við að fá alla þessa hluti misþunga á sig. Þetta hefst allt saman.
Annars var ég að koma úr bústaðarferð með Sexunum mínum (hópurinn úr Kennó) og vorum við 5 af 6 sem gátum mætt. Frábær ferð og þessar elskur færðu mér verndarengil að gjöf og óskuðu mér til hamingju með 3 ára "cancer survivor" afmælið. Yndislegar alveg og við höfðum það voða gott saman í sólarhring í bústað foreldra minna. Höfðum mexíkanskan mat, dýrindis eftirrétt að hætti Svövu, fórum í pottinn, drukkum kokteila og fleira skemmtilegt. Næsta haust getum við væntanlega allar mætt þar sem Danasexan okkar flytur heim í sumar Þá verður nú mikið húllumhæ! Takk fyrir helgina snúllur!
Ég er svo að fara í aðgerðina aftur á hægra auga á þriðjudaginn. Nú ætlar læknirinn að reyna að setja rörið í og setur hann væntanlega alveg eins rör og er komið hinumegin. Svo VONANDI fer nú þessum leka að ljúka. 7-9-13
Og hér með lýk ég þessari færslu og hana nú!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2008 | 09:12
Hræðilegt tjón hjá Bjössa og Svövu
Það er sorglegt að sjá hversu mikið tjón hefur orðið í Ingólfsskála og mér verður hugsað til Gunnars og Áslaugar sem búa úti í Bandaríkjunum. Ævistarfið hjá Bjössa og Svövu orðið að engu eftir þetta og það er hreinlega erfitt að skoða myndirnar af skemmdunum hjá þeim. Ég var þarna að borða fyrir hálfum mánuði síðan og fengum við hópurinn dýrindis rjómalagaða asparssúpu og brauð og kaffi og köku á eftir. Ótrúlegt að nú skuli allt vera í rúst á þessum stað og ekki að sjá í bráð að hægt verði að byggja þetta upp að nýju. Vonandi verður það þó hægt.
Ég svaf nú ekki sem best í nótt. Var alltaf að vakna við smáskjálfta og þó þetta séu smáskjálftar þá hrekkur maður upp með látum og hjartað hamast og svo var auðvitað mjög erfitt að festa svefn aftur. Sigrún svaf þá alla af sér og Stebbi líka. Ég sef nú aðeins lausar en þau
En vonandi er þetta búið núna og nú þarf að fara að taka til hendinni heima hjá mömmu og pabba og ömmu Boggu. Þau sváfu öll í bústaðnum í nótt og þar hafði enginn hlutur hreyfst. Maður fer nú með smá ótta í blokkina verð ég að segja
Ingólfsskáli eyðilagðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2008 | 21:42
Brjálæði upp á 4.hæð
Já það er ekki þægilegt að vera staddur á 4.hæð þegar svona öflugur jarðskjálfti ríður yfir. Sem betur fer virðist sem fólk hafi ekki slasast alvarlega í skjálftanum en öllum er auðvitað mjög brugðið. Foreldrar mínir ætla að sofa í bústaðnum sínum í nótt og amma líka og svo verður væntanlega farið í tiltekt á morgun. Eins og þessar myndir sýna þá er íbúðin hjá mömmu og pabba í rúst og glerbrot út um allt gólf.
Íbúar fá að snúa heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2008 | 18:30
Við fjölskyldan erum heil á húfi
Þvílíkt og annað eins hef ég nú ekki upplifað áður þar sem ég var stödd í Danmörku 2000 þegar stóru skjálftarnir riðu þar yfir. Við mamma vorum 2 uppi í blokk (4.hæð í Fosslandi á Selfossi) þegar skjálftinn kom og Guð minn góður hvað manni brá. Við stóðum í sinn hvorri dyragættinni og héldum okkur í og hristumst og horfðum á munina hrynja úr hillum og myndir detta á gólfið og brotna og einmitt brothljóðin voru mikil.
Það fyrsta sem ég gerði eftir þessi ósköp var að hringja út á leikskóla þar sem Sigrún var því ég átti frí í dag og þar voru þau öll komin út þegar skjálftinn kom svo þau fundu minna fyrir honum en fundu samt jörðina skjálfa og sum börnin urðu skelkuð. En allir heilir á húfi. Við brunuðum svo til Boggu ömmu þegar búið var að opna Ölfusárbrúna og þar var allt á hvolfi líka en hún komin út úr húsinu og Lára og co voru komin þangað sem betur fer. Amma slapp við meiðsli sem er ótrúlegt miðað við ástandið á heimilinu hjá henni.
Jæja fréttir!
Skelfingarástand á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 22:16
Gulrætur og radísur
Jæja þá er bóndinn minn bestaskinn búinn að græja fyrir mig matjurtargarð Hann er nú reyndar frekar lítill en ég er eitt sólksinsbros því ég ætla sko að koma upp gólrótum í sumar. Keypti gulrótarfræ í Húrígúrí þar sem þau fengust ekki í Blómavali á Selfossi (frekar en neitt annað þar ) og ég prufaði að kaupa svona borða þar sem fræin eru í. Keypti líka hin típísku fræ og ætla að prufa bæði. Svo keypti ég líka hvítar radísur sem ég hef aldrei prufað og þær eru svona ílangar eins og gulrætur. Virkilega spennandi og svo er spurning um að fá sér kóríander, basil og steinselju í potta út á pallinn sem er ekki til
Já ég finn að hinir grænu fingur eru hreinlega að spretta fram þessa dagana.
Og hvað var með þessar radísur þarna...??? UUUU nei gulrófur!!! Já gulrófur eða radísur skiptir það nokkru máli. Enda hefur mér alltaf fundist gulrófur vondar svo vertu sæl!!! Föttuðu þið þennan??? Þeir sem fatta fá gulrót að launum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar