Færsluflokkur: Dægurmál
10.8.2008 | 11:17
Stolt siglir fleyið mitt
Pabbi bauð okkur í siglingu í gær á skemmtibátnum sínum. Við sigldum inn í Hvammsvík í Hvalfirði og hittum Guðrúnu og Sibbu og þeirra fylgifiska þar. Skipperinn grillaði pylsur í liðið og bauð uppá kaffi og meððí Þetta var hin mesta skemmtun og læt ég nokkrar myndir fylgja hér með að vanda. Hægt er að sjá þær stærri með því að smella á þær
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2008 | 22:56
Á feeeeeerðalagiiiiii...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2008 | 21:42
Hvít Persakisa með blá augu er týnd!!!
Þessi kisa er týnd. Hún býr á Bárugötu 8 í 101 Reykjavík og ef þú lesandi góður sérð hana máttu vinsamlegast hringja í síma 856-5031 Benedikta og Egill eru eigendur hennar og sakna hennar sárt.
Með kæru þakklæti RB
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 22:57
Duglegt vinnufólk
Jæja þá er 4 daga vinnuviku Hafsteins vinnumanns lokið hér í Vorsabæ og má segja að Sigrún var yfir sig spennt þegar hún vissi að von væri á honum frænda hennar. Þau eru búin að dunda sér við margt hér í sveitinni síðustu daga og m.a. hjálpa mér aðeins í garðinum því ef ég tek göngutúr um garðinn get ég vart látið hann vera. Alltaf einhver verk að vinna og fínt að geta náð sér í orku við hin ýmstu garðverk.
Myndirnar tala nú eiginlega sínu máli hér en eins og þið sjáið þá eru þau dugleg að hjálpa til í fjósinu. Sigrún fékk að þvo kúnum, setja á þær júgurfeiti og toga í spenana á þeim og það kom meira að segja mjólk úr þeim
Þuríður þú varst með okkur í anda
Annars var ég með smá kaffisamsæti hér í dag sem tókst svona glimrandi vel. Takk fyrir mig
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2008 | 00:34
Ferðasaga síðustu helgar
Fórum af stað frá Vorsabæ seinni part á föstudegi og héldum í austurátt (frá Selfossi séð). Ætlunin var að fara að Hamragörðum og planta fellihýsinu þar. Komum við á Hlíðarenda og fengum okkur borgara og amma Lóa splæsti ís á prinsessuna sem fékk líka að kíkja á bakvið með ömmu Héldum svo áfram en þegar við komum að Hamragörðum þá var frekar mikill vindur þar og nánast krökkt af fólki þannig að við ákváðum að halda heim að Skógum. Og sáum ekki eftir því því þar var blánkalogn og yndislegt að vera. Við vöknuðum á laugardaginn í sól og sumaryl og skelltum okkur í stuttarana og héldum upp á Fimmvörðuháls. Eða upphafið að honum a.m.k. Þar voru nú hvorki fleiri né færri en 400 þrep (ÖNNUR LEIÐ) og ég hélt ég dræpi mig því þolið er ekki upp á marga fiska Sigrún stökk þetta bara í einni bunu og sagði mömmu sinni að drattast úr sporunum. Stebbi hljóp þetta nánast líka en svo hafðist þetta nú á endanum hjá kellu og þvílíkt útsýni. Váááá! Já við tókum sem sagt klukkutíma göngutúr þarna uppi í yndislegu veðri og tókum auðvitað nesti með okkur í nýja boxinu frá Þuríði
Svo tókum við rúnt inn í Þórsmörk eftir hádegið og þar var blíðan ekki síðri. Fallegur staður og við hittum nú bara þó nokkra sem við þekkjum þar innfrá. Fórum fyrst inn í Bása og svo aðeins inn í Langadal. Þegar við komum aftur "heim" voru mamma og pabbi mætt á svæðið og við borðuðum saman í blíðunni og Sigrún tók þessa mynd af okkur við þá athöfn. Þarna sjáiði nú hvernig fjölsyldan hagar sér í fríinu Ef þið smellið á myndirnar má sjá þær stærri.
En jæja. Á sunnudaginn komum við við í Paradísarhelli og Sigrún og Stebbi skoðuðu hann. Ég komst ekki upp. Já það er bara staðreynd. Ég er bara ekki sterkari en þetta. Hvernig fer maður að því að toga sig upp á keðju - berhentur- nærri hálft tonn að þyngd? Ég bara spyr! Ég gat nú aldrei farið upp helv.... kaðlana í leikfimi hér um árið!!! En svo enduðum við ferðina á að kíkja á Seljalandsfoss og hann er nú alltaf jafn fallegur blessaður. Við fórum nú ekki á bak við hann að þessu sinni en gerum það örugglega næst
Við kíktum svo á tjaldsvæðið á Hellu (Árhús) sem okkur leist mjög vel á. Það leynir á sér og er skipt í svona skemmtilega reiti. Þetta er bara hinumegin við Gaddstaðaflatir og erum við jafnvel að spá í að fara með fellihýsið þangað (ef veður leyfir) þegar landbúnaðarsýningin verður haldin þar 22.-24.ágúst. Er einhver með? Ég lofa að eiga eitthvað gott útí kakóið Já já mín bara farin að taka þátt í landbúnaðarsýningum og hvaðeina. Svo er ég alveg að fara að ganga í kvenfélagið í sveitinni. Geri aðrir betur
Farvel kæru lesendur og aðrar endur! Með rendur! Ykkar fjendur! Nei nú held ég að ég komi mér í bælið. Enda búin að sauma nýju gardínurnar fyrir eldhúsgluggann en það var takmarkið að klára þær fyrir nóttina Þvílík orka! Ætli sé hægt að virkja mig? Best að hringja í Frikka.....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2008 | 14:39
Fjögurra daga sæla í bústað :)
Jæja þá erum við mæðgur komnar heim eftir 4 frábæra daga í sumarbústað mö og pa Við fórum sem sagt á fimmtudaginn í blíðunni og skelltum okkur í pottinn og í sólbað úti á pall. Við tókum hjólið hennar Sigrúnar með og hún tók smá hjólatúr. Reyndar frekar erfitt að hjóla þarna þar sem mölin er frekar gróf og stórir hnullungar í veginum. Hún kíkti bara í kaffi í næsta bústað
Á föstudeginum skelltum við okkur í sund í Reykholt. Það var mjög gaman og lítil rennibraut sem Sigrún gat farið ein í og hlussaðist svo út í laug og hafði gaman að. Reyndar fór mamman aðeins líka en rann nú frekar hægt niður Spurning hvor hafi hlussast meira útí, haaaaaa! Við kíktum svo á kaffihúsið Klett þarna í Reykholti og fengum þar eina bestu villisveppasúpu sem ég hef smakkað. Og nýbakaðar brauðbollur með. Sigrún fékk sér borgara með grænmeti og kláraði hann fljótt og vel. Drifum okkur svo í búst aftur í sólbað
Á laugardaginn vöknuðum við svo við rigninguna sem buldi á þakinu og nutum við þess að vera inni og lesa blöðin í kyrrðinni. Svo skellti ég mér í pottinn um kvöldið með Sigrúnu.
Á sunnudag var svo rok og rigning en við Sigrún fórum nú í góðan göngutúr í Brekkuskóginum og urðum haugblautar og fínar. Veguðum salt og róluðum smá og skoðuðum býflugurnar og blómin Fórum svo inn og horfðum á Ronju Ræningjadóttur undir sæng.
Svona á fríið að vera Það eru komnar nýjar myndir inn á Sigrúnarsíðu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2008 | 09:01
Hún á afmæli í dag...
Svava mín til hamingju með daginn. Sjáumst seinna í dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2008 | 22:24
Við Apavatn
Vorum að koma úr útilegu við Apavatn. Vorum í algjörri rjómablíðu alla helgina og börnin skemmtu sér konunglega ekki síður en við fullorðnu. Það var farið í ratleik, í veiði, golf, minigolf, vatnsbyssuslag, grillaðir sykurpúðar, borðað, sungið, drukkið og spilað. Myndirnar tala sínu máli og þið getið séð þær stærri ef þið smellið á þær
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2008 | 14:02
Elskulegi Eyrarbakki...
...aftur kem ég heim til þín.
Ég er eins og annar krakki
alltaf þegar sólin skín.
Heljarinnar fjör á jónsmessuhátíðinni í gær. Alltaf gaman að kíkja á æskuslóðirnar og Íris hélt þessar snilldarræðu á brennunni. Bjúgnaveislan var alveg frábær líka og vil ég nota hér tækifærið og þakka fyrir mig
Ég veit þið eruð að lesa bakkamenn og þið munið hverju þið lofuðuð er þakki?
Ég læt fylgja með hér eina mynd sem ég tók í síðustu viku þegar Daníel Þór vinur okkar kom í heimsókn með pabba sínum. Sigrún er að gefa honum radísur... hvernig var þetta annars með þessar radísur??? HA HA HA....
En hafiði séð Fréttablaðið í dag? N.t.t. bls 13 I love it maður!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.6.2008 | 21:10
Íþróttaæfing á Jónsmessu
Já skvísan á bænum fór á sína fyrstu íþróttaæfingu á þriðjudaginn síðasta. Æfingin tókst vel og ég skildi hana bara eftir hjá krökkunum og var hún hin ánægðasta Þau fóru í alls kyns leiki skilst mér en pabbi hennar sótti hana þar sem ég var nú komin á fullt í garðvinnu, úff púff! Þvílík endemis vinna sem þessi garður er en mér er farið að finnast þetta bara gaman og er alltaf að sjá afrakstur erfiðisins smátt og smátt. Garðurinn verður orðinn helvíti fínn í ágúst ef fer sem horfir
Kerfillinn hefur þó heldur verið að taka yfirhöndina í fína garðinum og skv. Plöntuhandbókinni getur verið erfitt að uppræta hann nái hann fótfestu. Ég læt hann nú ekki ráða sko og ætla að vera þrjóskari en hann og hana nú!!! En djö sem hann er fljótur að dreifa úr sér blessaður. Og ræturnar eru ekkert smásmíði. Stebbi tók traktorsgröfuna á hann og svo ég á eftir með garðverkfærin til að ná restinni. En lakkrísbragðið er ágætt samt
Sumarbústaðarferð framundan hjá mér og svo Jónsmessugleði á Bakkanum með bjúgnaveislu og tilheyrandi Sigrún á leið í útilegu með ömmu sinni og er orðin voða spennt. Og bóndinn á bænum er á leið norður í land. Ja hérna hér
Sumarfríið mitt er að hefjaaaaaaast og síðasti dagur Sigrúnar í leikskólanum er á morgun.
Heyrumst kæru vinir og njótið nú hvers dags í botn í sumar því það verður búið áður en maður nær að snúa sér við
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar