Við fjölskyldan erum heil á húfi

Þvílíkt og annað eins hef ég nú ekki upplifað áður þar sem ég var stödd í Danmörku 2000 þegar stóru skjálftarnir riðu þar yfir.  Við mamma vorum 2 uppi í blokk (4.hæð í Fosslandi á Selfossi) þegar skjálftinn kom og Guð minn góður hvað manni brá.  Við stóðum í sinn hvorri dyragættinni og  héldum okkur  í og hristumst og horfðum á munina hrynja úr hillum og myndir detta á gólfið og brotna og einmitt brothljóðin voru mikil.

Það fyrsta sem ég gerði eftir þessi ósköp var að hringja út á leikskóla þar sem Sigrún var því ég átti frí í dag og þar voru þau öll komin út þegar skjálftinn kom svo þau fundu minna fyrir honum en fundu samt jörðina skjálfa og sum börnin urðu skelkuð.  En allir heilir á húfi.  Við brunuðum svo til Boggu ömmu þegar búið var að opna Ölfusárbrúna og þar var allt á hvolfi líka en hún komin út úr húsinu og Lára og co voru komin þangað sem betur fer.  Amma slapp við meiðsli sem er ótrúlegt miðað við ástandið á heimilinu hjá henni.

Jæja fréttir!


mbl.is Skelfingarástand á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 123791

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband