Augnaðgerðin...

... verður gerð 6.maí Grin  Ég fékk staðfestingu á því í þessari viku.  Þá verður sem sagt sett rör í hægra augað og með því losna ég vonandi við táraflóðið sem hefur varað nú hátt í 3 ár Gasp  Ja síðan í september 2005.  Mér finnst eins og það sé nú bara svona ca 1/2 ár eða svo.  Svona er þetta fljótt að líða allt saman. 

Tveimur dögum seinna á ég 20 ára fermingarafmæli!!! Getur það verið????  Er ég orðin svona háöldruð?????  Neeee er það ekki 10 ára?  Hehehe Undecided  Ég mun væntanlega halda upp á það með Panodíl og vatni Whistling  og skoða gamlar myndir, ja svona með öðru auganu   

Fór annars á góðan íbúafund í gærkvöld í Flóaskóla um uppbyggingarmál skólanna í hreppnum.  Vel var mætt á fundinn og ýmsar góðar umræður komu fram og skoðanir íbúa á þessum málum.  Það verður spennandi að sjá hvað verður gert með tilliti til leikskóla og eins framhald Flóaskóla.  Ég hefði viljað heyra meira um leikskólann þó en það kemur kannski seinna Undecided


Fermingarveisla # 3 - frh.

Jæja þá er það veisla nr. 3 þetta árið.  Allt leit nú  þokkalega út þar sem veislan var á Selfossi og því ekki langt að fara.  En nei nei ekki aldeilis GetLost  Það var kominn snjór - ENN OG AFTUR!  Og jeppadruslan biluð.  Hvernig getur svo mikill snjór komið á svona stuttum tíma?????  Það er mér hulin ráðgáta en flygsurnar voru á stærð við golfkúlur eða tennisbolta, ja eða handbolta því þær voru svo stórar.  Og komu niður til jarðar gjörsamlega allllaaaan sunnudaginn.  Byrjaði reyndar aðeins á laugard.kv.  En jæja.  Ekki nennti ég að labba og ekki gat ég farið á reiðhjóli Undecided  Stebbi fór því út til að moka bílinn upp og best að taka það fram að ég á lítinn, rauðan, sætan bíl - en MJÖG lágan!  Jæja þegar hann var búinn að moka hann upp og sópa mestan snjóinn af honum reyndi hann að fara af stað Pinch 

Og hann sat fastur.  Ekki lengi þó því minn kraftakarl setti bara í Dræfið og ýtti bílnum upp.  Reyndi aftur.  Og hann sat fastur.  Aftur sama sagan.  Og í þriðja sinnið.  Svei mér þá ég hélt við kæmumst ekki í veisluna fyrir snjó í þetta skiptið.  En jæja, tengdó kom á Massanum og mokaði vel fyrir framan okkur og aftan og þá var bara brunað í gegnum snjóinn og gjörsamlega allt gefið í botn.  Og ég er að segja ykkur það að við vorum eins og á jarðýtu allan Vorsabæjarveginn (sem er 3 km. að lengd) því við ruddum bara veginn á Rauðhettu litlu og ég sat skíthrædd í framsætinu og ríghélt mér í handfangið og beið eftir að lenda ofan í skurði.  En við rétt náðum upp á Gaulv. veg sem var í mun betra ástandi Joyful  og komumst í veisluna, hálftíma of seint reyndar en betra er seint en aldrei ekki satt!?

Ég er fegin að ekki eru fleiri fermingarveislur þetta árið.  Vona bara að fólkið mitt komist klakklaust til okkar í afmæli Sigrúnar í byrjun maí LoL


Svakalegir skýjahnoðrar

Þegar við Sigrún vorum á leið heim úr leikskólanum í gær sáum við þessa rosalegu skýjahnoðra á himninum og fljótlega sá ég nú hvað var um að vera.  Við ákváðum að taka rúnt þarna niðureftir og tókum myndavélina með.  Hérna sést hvernig þetta var um 5 leytið í gær  IMG_6171  Sinubruni  mikill reykur 

Í gærkvöldi sáum við svo út um stofugluggann að Slökkviliðið var enn á staðnum um 10 leytið.  En það er gott að ekki fór verr því það mátti litlu muna miðað við það sem við sáum. 


mbl.is Sinubruni við Lækjarbakka í Flóahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir

Loksins - já LOKSINS fékk ég hringingu frá augndeildinni á LSH og guess what!  Búið að kalla mig inn í aðgerð á hægra auganu  Roll JIBBÍ  og nú er bara að vona að hún takist jafn vel og hin aðgerðin því rörið þar er svoleiðis að svínvirka að ég veit ekki hvað annað eins er Tounge  Mér stóð til boða að fara í aðgerðina núna næsta mánudag en ég varð eiginlega að afþakka þann dag og bað um 5.maí í staðinn því ég treysti því ekki að ég yrði búin að jafn mig alveg þegar kemur að Danmerkurferðinni.  Hún er fyrirhuguð aðeins 9 dögum síðar og ég vil ekki taka sénsinn á ef eitthvað kæmi uppá.  Enda get ég alveg beðið í 3 vikur í viðbót við biðina sem komin er nú þegar GetLost  Ritarinn sem ég talaði við taldi næstum öruggt að ég gæti frestað henni þar til 5.maí og nú er bara að krossa fingur. 

Geggjað ekki satt?  Nú sé ég fyrir mér að ég losni svo að segja alveg við bréfið og geti farið að lifa "eðlilegu" lífi... hvað sem það nú er!   Bubblegum 






Farin að lesa og skrifa

Ég var að tala við mömmu í símann um daginn þegar dóttirin rétti mér blaðsnepil sem hún hafði skrifað þetta á:  Fyrsta skrifaða setningin  Móðirin fylltist auðvitað stolti og rétti barninu símtólið. Grin

Hvernig lærði hún að skrifa svona alveg sjálf???  Svei mér þá.  Barnið er bara farið að lesa og skrifa.  Og ekki enn byrjuð í skóla. 

Ja ég er bara svo hissa Woundering 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 124174

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband